Færslur: Reykjanesbraut

Veðurfræðingur: Erfiður veðurdagur fram undan
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að dagurinn í dag verði harla erfiður, sérstaklega á vestanverðu landinu. Gul veðurviðvörun er í gildi á öllu landinu með suðvestan hvassviðri og éljagangi. Veðrið hefur skánað í bili vestanlands, hitinn er kominn yfir frostmark og ekki er lengur hríð.
Lögregla veitti eftirför í Grafarvogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt, mikið var um veisluhöld í gærkvöldi en fjölmargir útskrifuðust úr Háskólum landsins í gær. Veisluhöldin virðast þó hafa farið vel fram því ekki er á þau minnst í dagbókarfærslu lögreglu.
Umferð á Suðurstrandarvegi jókst um 484% eftir gos
Umferð um Suðurstrandarveg jókst um 484% allt frá því hann var opnaður eftir að gosið hófst í Geldingadölum og til 15. apríl. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar en umferðartölur fyrri ára auðvelda áætlanir um hver venjubundin umferð hefði verið á þessum tíma.
Banaslys á Reykjanesbraut rakið til ölvunaraksturs
Ökumaður fólksbíls sem lést eftir að hafa ekið í veg fyrir vörubíl á Reykjanesbraut við Álverið í Straumsvík 12.janúar í fyrra var ofurölvi. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Umtalsvert alkóhól mældist í blóði hans, segir í skýrslunni.
Spurði um stöðuna ef flugvöllur væri í Hvassahrauni
Hvernig væru landsmenn settir með innanlandsflugið í Hvassahrauni og Reykjanesbrautina lokaða vegna hraunrennslis, spurði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Þingmenn ræddu innviði og þjóðaröryggi í ljós óveðra, snjóflóða, aurskriða og jarðaskjálftahrina síðustu missera í umræðu utan dagskrár.
Ökumaður sofnaði undir stýri - farþegi í bílnum lést
Banaslys sem varð á Reykjanesbrautinni í október fyrir tveimur árum má rekja til þess að ökumaður Peugeot-bíls sofnaði undir stýri og ók yfir rangan vegarhelming. Farþegi sem var í bílnum lést en hann var ekki spenntur í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafði vakað alla nóttina.
Sátt um að Reykjanesbraut liggi áfram við álver
Ákveðið hefur verið, eftir viðræður fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og álvers Rio Tinto í Straumsvík, að tvöföld Reykjanesbraut frá gatnamótum að Krýsuvík að Hvassahrauni verði í núverandi vegstæði, í stað þess að færa hana eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi bæjarins.
28.01.2020 - 12:18
Banaslys á Reykjanesbraut
Banaslys varð á Reykjanesbraut í gærkvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu rákust tveir bílar saman sem komu úr gagnstæðri átt og lést einn maður í öðrum þeirra í árekstrinum. Aðrir munu ekki hafa slasast alvarlega.
13.01.2020 - 06:01
Útkall vegna árekstrar og olíuleka
Fimm bíla árekstur varð á Reykjanesbraut í dag. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og þurfti meðal annars að hreinsa olíu sem lak á veginn.
Bílslys á Reykjanesbraut
Bílslys varð á Reykjanesbraut um klukkan hálf átta í morgun, austan við Voga. Svo virðist sem bíll hafi oltið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var einn í bílnum.
20.12.2018 - 07:55
Krefjast tvöföldunar Reykjanesbrautar
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að í nýrri vegaáætlun Alþingis verði gert ráð fyrir brýnum framkvæmdum við þann hluta Reykjanesbrautar sem liggur í gegnum bæinn. Bæjarstjórn samþykkti ályktun þess efnis á fundi sínum í gær.
Annar átta bíla árekstur – einn á slysadeild
Einn var fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur sem varð á Reykjanesbraut á brúnni við Voga á Vatnsleysuströnd skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Reykjanesbrautin er lokuð í báðar áttir vegna slyssins, að sögn Vegagerðarinnar. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að nú sé unnið að því að koma öðrum farþegum úr bílunum af vettvangi.
11.02.2018 - 15:41
Bílvelta á Reykjanesbraut
Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Reykjanesbraut nú eftir hádegi. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er ekki talið að fólkið sé alvarlega slasað.
14.08.2017 - 14:29
Óvissa um legu Reykjanesbrautar við álver
Skriður virðist vera að færast á framkvæmdir við Reykjanesbraut, en eftir er að ljúka við tvöföldun leiðarinnar við báða enda, í Hafnarfirði og að flugvellinum í Keflavík. Framkvæmdir við mislæg gatnamót Krísuvíkurvegar hefjast í sumar , en bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vilja nú viðræður við samgönguráðherra og Vegagerðina um áframhald framkvæmda innan bæjarmarkanna. Eitt af því sem flækir málið hins vegar er að samkvæmt gildandi aðalskipulagi þarf að færa Reykjanesbrautina nálægt Straumsvík.
02.03.2017 - 19:26