Færslur: Reykhólahreppur

Bryggja í Reykhólahreppi hrundi í sjóinn
Bryggja í Reykhólahreppi hrundi að stórum hluta í sjóinn í nótt. Þetta staðfestir Fannar Gíslason hjá Vegagerðinni við fréttastofu. Vegagerðin hefur umsjón með endurbyggingu hafnarinnar en Reykhólahreppur annast framkvæmdina.
27.07.2022 - 13:21
Landinn
Betri mat, meira jafnrétti og gagnkvæma virðingu
Þetta eru dæmi um áherslur barna á barnaþingi sem haldið var nú fyrir helgi. Mihai Catalin Hagiu úr Oddeyrarskóla og Hildigunnur Sigrún Eiríksdóttir úr Reykhólaskóla voru meðal barna sem valin voru með slembivali úr þjóðskrá til að taka þátt. 300 börnum á aldrinum 11-15 var boðið og 120 mættu eftir að hafa tekið þátt í undirbúningi í gegnum netið frá því í ágúst. Landinn fékk að fylgja þeim Mihai og Hildigunni eftir.
06.03.2022 - 20:19
Auknar takmarkanir á Vestfjörðum
Á Vestfjörðum líkt og víðar á landinu hefur verið gripið til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið. Heimsóknarbann hefur nú verið sett á dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð í Reykhólahreppi.