Færslur: réttir

Bannað að súpa af sama „söngvatninu“ í réttum í ár
Hliðvarsla verður við réttir í ár og aðeins þeim sem hafa hlutverk í göngum og réttum verður hleypt að. Lögregla mun hafa eftirlit með réttum þetta árið og biður göngufólk um að deila ekki „söngvatni“ á pelum þetta árið eins og tíðkast alla jafna.
27.08.2020 - 21:02
Þrjú fíkniefnamál komu upp á Lauf­skála­rétt
Þrjú fíkniefnamál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi vestra um helgina en réttað var í Lauf­skála­rétt í Hjaltadal á laugardag. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var um talsvert magn að ræða sem talið er að hafi verið ætlað til sölu á svæðinu.
Hraðsmalað í Árneshreppi vegna Útsvars
Bændur og búalið í Árneshreppi höfðu hröð handtök í Kjósarrétt í dag við að draga fé í dilka. Allt kapp er lagt á að ljúka réttum fyrir kvöldið því keppnislið Árneshrepps keppir í fyrsta sinn í Útsvari í kvöld.