Færslur: Réttindi samkynhenigðra

Frans páfi kveðst hliðhollur samböndum samkynhneigðra
Frans páfi segist styðja sambönd fólks af sama kyni og að þau séu börn guðs. Hann kveðst hlynntur því að samkynhneigðir fái að skrá sig í staðfesta samvist, sem er alger viðsnúningur frá viðhorfi fyrri páfa.
22.10.2020 - 02:25
Gleðiganga í Færeyjum færð á netið
Ekkert verður af gleðigöngunni Faroe Pride í Færeyjum þetta árið. Forvígisfólk hinseginfólks hefur ákveðið að fara að fjarlægðarreglum og efna heldur til nokkurra smærri viðburða og færa hátíðina sjálfa á Netið.
12.06.2020 - 23:45
Kosta Ríka leyfir hjónabönd samkynhneigðra
Fyrstu samkynhneigðu pörin hafa verið gefin saman í Kosta Ríka. Hjónabönd fólks af sama kyni eru nú þegar leyfð í Argentínu, Brasilíu, Kolumbíu, Ekvador, Úrugvæ og á nokkrum svæðum í Mexíkó. Kosta Ríka er fyrsta Mið-Ameríkuríkið til að veita öllum jafnan rétt til að ganga í hjónaband.
27.05.2020 - 03:39
Myndskeið
Fyrsta samkynja hjónavígslan á Norður-Írlandi
Samkynja hjónabönd urðu lögleg á Norður Írlandi í gær. Þær sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að ganga fyrstar í það heilaga segja þó ekki endilega hafa verið á stefnuskránni að brjóta blað í sögu landsins.
12.02.2020 - 20:49