Færslur: Réttarhöld
Giggs mætir fyrir dóm vegna heimilisofbeldis ákæru
Ryan Giggs, fyrrum landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu og einn dáðasti leikmaður Manchester United, mætir fyrir dómstóla í Bretlandi í dag. Hann var ákærður á síðasta ári fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar ofbeldi á heimili sínu í nóvember árið 2020. Talið er að réttarhöldin muni taka um tíu daga.
08.08.2022 - 02:15
Líkir Rússlandi við Þriðja ríkið í Þýskalandi
Varnarmálaráðherra Bretlands segir framferði Rússlandsstjórnar undir handarjaðri Vladimírs Pútín forseta líkjast athæfi nasistastjórnarinnar sem réði ríkjum í Þýskalandi frá 1933 til 1945. Þetta er meðal þess sem ráðherrann hyggst koma á framfæri í ávarpi á morgun mánudag.
09.05.2022 - 01:00
Bandaríkin reyna að fá Griner látna lausa frá Rússlandi
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á þriðjudag eftir langa þögn það mat sitt að Brittney Griner, einni fremstu körfuboltakonu Bandaríkjanna, væri haldið ólöglega í Rússlandi. Bandarísk stjórnvöld hafa opinberlega lítið haft sig í frammi gegn Rússum en hálfur mánuður er uns réttarhöld hefjast yfir Griner.
06.05.2022 - 06:30
Vitni segja fangara sína hafa gert allt til að dyljast
Ekkert vitni í réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum El Shafee Elsheikh hefur verið beðið um að bera kennsl á hann. Ástæðan er sú að meðan fólkið var í haldi hans og þriggja félaga hans gerðu þeir allt til að fela ásýnd sína.
10.04.2022 - 02:20
Réttarhöld vegna morðs Khashoggis flutt til Sádi-Arabíu
Málflutningi lýkur senn í Tyrklandi yfir 26 mönnum sem grunaðir eru um að hafa banað blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Enginn sakborninga er viðstaddur réttarhöldin sem verða færð til Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu.
07.04.2022 - 05:00
Abdeslam vildi ekki sprengja sig í loft upp
Frakkinn Salah Abdeslam segist ekki hafa viljað sprengja sjálfan sig í loft upp við mannskæðar hryðjuverkaárásir í París 2015. Þetta kom fram við yfirheyrslur yfir honum í dag.
30.03.2022 - 16:25
Kennari handtekinn vegna gruns um ólöglega bólusetningu
Líffræðikennari við skóla í New York í Bandaríkjunum var handtekin á gamlársdag grunuð um að hafa gefið 17 ára nemanda sínum sprautu með bóluefni gegn COVID-19.
05.01.2022 - 04:32
Krefjast lífstíðardóms vegna árásinnar á flug MH17
Saksóknarar í Hollandi krefjast lífstíðardóms yfir fjórum mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á því að farþegaþota Malasaya Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014.
22.12.2021 - 13:45
Flutti nafngreind frægðarmenni á fund Epsteins
Einkaflugmaður bandaríska barnaníðingsins Jeffreys Epstein segist hafa flogið með frægðarmenni sem heimsóttu hann um víða veröld. Þetta kom fram í vitnisburði hans í réttarhöldunum sem standa nú yfir gegn Ghislaine Maxwell í New York en hún er sökuð um að hafa aðstoðað Epstein við glæpi hans.
01.12.2021 - 00:17
Réttarhöld yfir Kavala halda áfram í Tyrklandi á morgun
Réttarhöldum yfir tyrkneska stjórnarandstöðuleiðtoganum Osman Kavala verður fram haldið á morgun föstudag. Sendiherrar tíu Evrópuríkja mótmæltu í síðasta mánuði töfum á málinu og Tyrkland gæti átt yfir höfði sér fyrirtöku hjá Mannréttindadómstóli Evrópu vegna þess.
26.11.2021 - 02:48
Suu Kyi ákærð fyrir kosningasvindl
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákært Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli í ársbyrjun. Ákæruefnin snúa að meintu kosningasvindli í á síðasta ári þar sem NLD flokkur Suu Kyi tryggði sér meirihluta á þingi.
16.11.2021 - 06:26
Krefst réttlætis vegna morðsins á Khashoggi
Hatice Cengiz tyrknesk ekkja blaðamannsins Jamals Khashoggis kveðst efast um vilja Joe Bidens Bandaríkjaforseta að láta sádiarabísk stjórnvöld og krónprins landsins standa reikningsskil vegna dauða Khashoggis.
02.10.2021 - 03:38
Réttarhöld að hefjast yfir fyrrverandi fangabúðaritara
Réttarhöld hefjast í dag í Þýskalandi yfir Irmgard Furchner 96 ára fyrrverandi ritara fangabúða nasista í Stutthof í Póllandi. Allnokkur mál eru enn rekin gegn fólki sem talið er bera ábyrgð á voðaverkum sem framin voru á tímum Þriðja ríkisins.
30.09.2021 - 05:19
Puigdemont lofar að mæta til réttarhalda í október
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður kveðst snúa aftur til Belgíu á mánudag. Hann heitir því að snúa aftur til Ítalíu til að vera viðstaddur þinghald í byrjun október um framsal til Spánar.
25.09.2021 - 19:33
Réttarhöld hefjast á morgun vegna smitanna í Ischgl
Réttarhöld hefjast í Vínarborg í Austurríki á morgun vegna viðbragða þarlendra stjórnvalda við kórónuveirusmitum á skíðasvæðinu Ischgl í mars á síðasta ári. Þúsundir manna frá 45 löndum segjast hafa smitast af COVID-19 þar og þannig dreift veirunni víða um heim.
17.09.2021 - 03:20
Áframhald réttarhalda vegna árásanna 11. september 2001
Réttarhöldum verður framhaldið í dag yfir fimmmenningum sem taldir eru sem taldir eru hugmyndasmiðir hryðjuverkanna í Bandaríkjunum árið 2001. Nokkrir dagar eru í að þess verði minnst að tuttugu ár eru frá atburðunum.
07.09.2021 - 02:37
Glíma við tvenns konar faraldra, COVID og mafíuna
Ein umfangsmestu réttarhöld í sögu Ítalíu hófust á dögunum. Vitnin verða hátt í þúsund talsins og sakborningarnir eru á fjórða hundruð, allir sakaðir um aðild að mafíustarfsemi. Hin rótgróna glæpastarfsemi hefur gert baráttuna við kórónuveirufaraldurinn enn erfiðari í suðurhluta Ítalíu.
24.01.2021 - 08:20