Færslur: Reimleikar

Erfiðara að selja húsin sem fólk telur reimt í
Þegar Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður og rithöfundur var starfsmaður á Morgunblaðinu tók hún viðtal við fasteignasala sem fullyrti að það gæti verið snúið að selja hús ef sögur færu af draugagangi í þeim. Það varð að hluta kveikjan að nýjust glæpasögu hennar, Húsi harmleikja.