Færslur: Rasismi

Eru orðin þreytt á „hvítrar konu saknað“-heilkenninu
Fjölskyldur þeldökkra Bandaríkjamanna sem horfið hafa sporlaust segjast eiga í miklum erfiðleikum með að ná athygli almennings. Sumir ættingjanna segjast vera orðnir vonsviknir yfir hversu mikla athygli mál hvítra kvenna á borð við Gabby Petito fá meðan lögregla aðhefst lítið í leit að týndum ættingjum þeirra og flokka þá jafnvel sem strokupilta og -stúlkur.
23.09.2021 - 17:40
Sameinuðu þjóðirnar rannsaka rasisma í Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn bauð í gær nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að rannsaka rasismsa í Bandaríkjunum. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nýverið tilskipun um að rannsaka óhóflega valdbeitingu og önnur brot á réttindum fólks af afrískum uppruna á heimsvísu.
15.07.2021 - 03:20
Viðtal
Fann fyrst fyrir rasisma í Háskólanum
„Hey, sjáið hvað við erum góð. Við erum með útlending hjá okkur,“ er viðhorf margra félaga og samtaka á Íslandi sem vilja sýna hve pólitískt rétthugsandi þau eru, án þess að vilja í raun nýta krafta útlendinganna sem þau státa sig af að hafa innan sinna raða. Þetta segir Lenya Rún Taha Karim laganemi sem hefur lent í því sem hún kallar tókenrasisma, meðal annars í Háskóla Íslands.
04.02.2021 - 13:59
Ísland sat hjá við fordæmingu á nasisma
Ísland sat hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um fordæmingu nasisma, nýnasisma og annarra hátta sem ýta undir rasisma á miðvikudaginn. Aðeins Úkraína og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn ályktuninni.
Á annað hundrað handtekin í óeirðum í Chicago
Yfir eitt hundrað voru handtekin í fjölmennum óeirðum í miðborg Chicago í gærkvöld. Þrettán lögreglumenn slösuðust.
10.08.2020 - 18:00
Mississippi-ríki hyggst breyta ríkisfánanum
Báðar deildir ríkisþingsins í Missisippi í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp í gær sem gerir ráð að gunnfáni Suðurríkjanna verði fjarlægður úr fána ríkisins.
29.06.2020 - 00:25
Hvítir hætta að túlka þeldökka
Kvikmyndaframleiðandinn Fox sem stendur að framleiðslu þáttanna um Simspon fjölskylduna og Family Guy mun héðan í frá ekki fá hvíta leikara til að tala fyrir persónur af öðrum uppruna.
27.06.2020 - 04:26
Vilja reisa minnisvarða um fyrsta svarta íbúa landsins
Hans Jónatan var búsettur hér á landi frá 1802 og er talinn vera einn fyrsti svarti maðurinn sem settist að á Íslandi. Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að minnisvarði verði reistur til minningar um hann á Djúpavogi.
25.06.2020 - 11:34
Hluti af samfélaginu eða staðalímynd?
Pétur Jóhann hefur beðist afsökunar á myndskeiði sem sýnir hann leika og gera kynferðislegt grín að asískri konu. Í umræðum um rasisma, í kjölfar mótmælaöldu sem geisar í Bandaríkjunum, spyr leikkonan María Thelma Smáradóttir hvers vegna fólki þyki almennt í lagi að hlæja að slíku gríni.
Pétur Jóhann biðst afsökunar
Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur beðist afsökunar á leikrænum athöfnum sínum í myndbandi sem fór víða um samfélagsmiðla fyrr í mánuðinum.
13.06.2020 - 22:46
Innlent · Rasismi · Grín · Uppistand
Skandall kynþáttahyggju skekur Dove
Nígerísk-Breska fyrirsætan Lola Oguynemi vísar gagnrýnisröddum á bug sem beinast að því að auglýsingaherferð snyrtivörufyrirtækisins Dove byggi á kynþáttahyggju. Í auglýsingunni sést Oguynemi, sem er dökk á hörund, klæða sig úr húðlitnum, þannig að kona ljósari á hörund birtist í hennar stað.
11.10.2017 - 16:06