Færslur: Rasismi

Lestin
„Þeir banka og segjast ætla að brjóta hurðina upp“
Ezekiel Carl var að horfa á sjónvarpið heima hjá sér í æsku, eftir að faðir hans hafði skammað drengina sína tvo fyrir að fikta við að reykja í herberginu sínu, þegar lögreglan knúði dyra vegna meints heimilisofbeldis. Faðir hans var saklaus handjárnaður en svo fannst enginn þolandi enda ekkert ofbeldi í gangi. Ezekiel fjallar um rasisma í nýlegu rapplagi.
27.04.2022 - 14:12
Tóku frétt úr birtingu vegna rasískra viðbragða lesenda
Ritstjóri vefritsins Kjarnans tók í dag frétt sem unnin var upp úr lengra viðtali við Lenyu Rún Taha Karim, varaþingmann Pírata, úr birtingu á vefnum vegna viðbragða á samfélagsmiðlum, sem einkenndust af rasisma og hatursorðræðu í garð Lenyu Rúnar. Þetta kemur fram í pistli Þórðar Snæs Júlíussonar á Facebook-síðu Kjarnans. Kjarninn birti viðtal við Lenyu Rún á föstudag, um þær svívirðingar og rasisma sem hún mátti þola vegna uppruna síns, þegar hún bauð sig fram til þings.
17.04.2022 - 23:04
Ákærðir fyrir að steypa styttu af þrælasala af stalli
Fjórir Bretar þurfa í dag að mæta fyrir dóm til að verjast ákæru fyrir að hafa fellt af stalli styttu af sautjándu aldar þrælasala, Edward Colston að nafni. Huldulistamaðurinn Banksy lýsir stuðningi við fjórmenningana og hyggst láta ágóðann af sölu nokkurra stuttermabola úr hans smiðju renna til þeirra.
13.12.2021 - 05:50
Eru orðin þreytt á „hvítrar konu saknað“-heilkenninu
Fjölskyldur þeldökkra Bandaríkjamanna sem horfið hafa sporlaust segjast eiga í miklum erfiðleikum með að ná athygli almennings. Sumir ættingjanna segjast vera orðnir vonsviknir yfir hversu mikla athygli mál hvítra kvenna á borð við Gabby Petito fá meðan lögregla aðhefst lítið í leit að týndum ættingjum þeirra og flokka þá jafnvel sem strokupilta og -stúlkur.
23.09.2021 - 17:40
Sameinuðu þjóðirnar rannsaka rasisma í Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn bauð í gær nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að rannsaka rasismsa í Bandaríkjunum. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nýverið tilskipun um að rannsaka óhóflega valdbeitingu og önnur brot á réttindum fólks af afrískum uppruna á heimsvísu.
15.07.2021 - 03:20
Viðtal
Fann fyrst fyrir rasisma í Háskólanum
„Hey, sjáið hvað við erum góð. Við erum með útlending hjá okkur,“ er viðhorf margra félaga og samtaka á Íslandi sem vilja sýna hve pólitískt rétthugsandi þau eru, án þess að vilja í raun nýta krafta útlendinganna sem þau státa sig af að hafa innan sinna raða. Þetta segir Lenya Rún Taha Karim laganemi sem hefur lent í því sem hún kallar tókenrasisma, meðal annars í Háskóla Íslands.
04.02.2021 - 13:59
Ísland sat hjá við fordæmingu á nasisma
Ísland sat hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um fordæmingu nasisma, nýnasisma og annarra hátta sem ýta undir rasisma á miðvikudaginn. Aðeins Úkraína og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn ályktuninni.
Á annað hundrað handtekin í óeirðum í Chicago
Yfir eitt hundrað voru handtekin í fjölmennum óeirðum í miðborg Chicago í gærkvöld. Þrettán lögreglumenn slösuðust.
10.08.2020 - 18:00
Mississippi-ríki hyggst breyta ríkisfánanum
Báðar deildir ríkisþingsins í Missisippi í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp í gær sem gerir ráð að gunnfáni Suðurríkjanna verði fjarlægður úr fána ríkisins.
29.06.2020 - 00:25
Hvítir hætta að túlka þeldökka
Kvikmyndaframleiðandinn Fox sem stendur að framleiðslu þáttanna um Simspon fjölskylduna og Family Guy mun héðan í frá ekki fá hvíta leikara til að tala fyrir persónur af öðrum uppruna.
27.06.2020 - 04:26
Vilja reisa minnisvarða um fyrsta svarta íbúa landsins
Hans Jónatan var búsettur hér á landi frá 1802 og er talinn vera einn fyrsti svarti maðurinn sem settist að á Íslandi. Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að minnisvarði verði reistur til minningar um hann á Djúpavogi.
25.06.2020 - 11:34
Hluti af samfélaginu eða staðalímynd?
Pétur Jóhann hefur beðist afsökunar á myndskeiði sem sýnir hann leika og gera kynferðislegt grín að asískri konu. Í umræðum um rasisma, í kjölfar mótmælaöldu sem geisar í Bandaríkjunum, spyr leikkonan María Thelma Smáradóttir hvers vegna fólki þyki almennt í lagi að hlæja að slíku gríni.
Pétur Jóhann biðst afsökunar
Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur beðist afsökunar á leikrænum athöfnum sínum í myndbandi sem fór víða um samfélagsmiðla fyrr í mánuðinum.
13.06.2020 - 22:46
Innlent · Rasismi · Grín · Uppistand
Skandall kynþáttahyggju skekur Dove
Nígerísk-Breska fyrirsætan Lola Oguynemi vísar gagnrýnisröddum á bug sem beinast að því að auglýsingaherferð snyrtivörufyrirtækisins Dove byggi á kynþáttahyggju. Í auglýsingunni sést Oguynemi, sem er dökk á hörund, klæða sig úr húðlitnum, þannig að kona ljósari á hörund birtist í hennar stað.
11.10.2017 - 16:06