Færslur: Rás 2

Upphaf diskósins í New York
Sumir segja að diskótónlistinn hafi orðið til á Valentínuardaginn árið 1970 í partíhúsnæði David Mancuso sem gekk undir nafninu The Loft. Diskó var partí- og danstónlist sem var mótvægi við rokk sem var allt um lykjandi, en hún var líka margt annað - meðal annars tól í baráttu minnihlutahópa við ríkjandi kerfi.
12.09.2019 - 09:30
Hljóðkerfin og plötusnúðastjörnurnar á Jamaíku
Hljóðkerfin á Jamaíku spiluðu ska, dub og reggí og ollu með því byltingunni sem gerði plötusnúða að rokkstjörnum í fyrsta skiptið á 20. öldinni og lagði grunninn að danstónlistarmenningu eins og við þekkjum hana í dag.
09.09.2019 - 15:50
Rás 2 og Airwaves endurnýja samstarf sitt
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram í tuttugasta og fyrsta sinn dagana 6.-9. nóvember og hefur hátíðin jafnan skipað veglegan sess í dagskrá Rásar 2 meðan á henni stendur. Á því verður engin undantekning í ár.
02.09.2019 - 15:50
Warmland - Unison Love
Dúettinn Warmland sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu á föstudaginn en hún hefur fengið nafnið Unison Love og er plata vikunnar á Rás 2. Fyrstu lögin af þessari plötu komu út árið 2017 þannig að spennan fyrir flauelsmjúku poppi og glerhörðum synþahljómi Warmland hefur stigmagnast meðal tónlistarunnenda, enda engir byrjendur hér á ferð.
11.06.2019 - 13:20
YouTube í vandræðum með netsóða og barnaperra
Mörg spjót beinast að YouTube þessa dagana vegna þess að kerfi þess vísar fólki í sumum tilvikum á miður smekklegt efni. Ástæða þess er að svokölluð algrím sem eru hönnuð til þess að fólk horfi sem mest á miðilinn, hafa verið misnotuð af barnaperrum á þann hátt að saklaus heimamyndbönd af léttklæddum krökkum dúkka upp hjá fólki sem er að skoða t.d. tónlistarmyndbönd með kynferðislegu ívafi.
06.06.2019 - 10:45
Viðtal
Eiríkur Hauksson heldur partí í Hörpu
Eiríkur Hauksson hefur komið víða við í bransanum og leyft sér að gera allt frá sykursætu Eurovision-poppi yfir í rokk í þyngri kantinum. Nú er komið að tímamótum hjá síðhærða rauðhausnum en hann verður sextugur í sumar og ætlar að halda partí 4. júlí í Hörpu í tilefni af því.
27.05.2019 - 14:20
20 ár og 8 breiðskífur af The National
The National hefur verið ein áhugaverðasta rokkhljómsveit heims undanfarin 20 ár. Sveitin hefur sent frá sér sjö plötur og fjórar þeirra voru á top 500 lista NME yfir bestu plötur sögunnar. Sú áttunda I Am Easy To Find kemur út um miðjan maí.
07.05.2019 - 13:50
Kött Grá Pje, Matthildur og margt fleira
Undiraldan fer að venju víða um og skoðar eitt og annað skemmtilegt og leiðinlegt sem hefur dottið inn um pósthólfið á undanförnum vikum. Við sveiflum okkur frá silkimjúku arendbíi yfir í rapp og þaðan yfir í stuðlög, draumkennt rokk og júrótrassköntríklassík. 
21.04.2019 - 15:00
Mikilvægt að tilkynna grunsamlegar mannferðir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að ganga vel frá heimilum sínum áður en það leggur í ferðalög um páskana. Þá sé mikilvægt að fylgjast með nærumhverfi sínu og láta lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir.
17.04.2019 - 17:45
Havarí tilkynnir sumardagskrána
Tónleikaröð Havarí hefur verið haldin nokkrum sinnum og margir eflaust orðnir spenntir að sjá dagskrá ársins 2019. Sumar í Havarí er nefnilega orðinn einn af vorboðunum ljúfu sem gleður með blöndu af taumlausri sveitasælu og söng.
15.04.2019 - 20:31
Stríð í uppsiglingu á milli Netflix og Apple?
Fram undan gætu verið átök milli Apple og Netflix vegna þess að Apple opnar efnisveitu í haust. Netflix lokaði Airplay-stuðningi úr Apple-tækjum á dögunum vegna tæknilegra takmarkana, en þeir vilja meina að þeir geti ekki tryggt ánægju viðskiptavina sinna af Netflix-appinu þegar útsendingu er kastað úr Apple-tækjum í sjónvörp.
10.04.2019 - 16:00
Billy Corgan í rússíbana brýtur internetið
Myndskeiðið „Billy Corgan í rússíbana“ sló í gegn á samfélagsmiðlum um helgina, síðan hafa bæst við drepfyndin myndskeið í sama dúr með bæði Freddie Mercury úr Queen og Ian Curtis úr Joy Division.
03.04.2019 - 14:02
Cell7 - Is anybody listening?
Ragna Kjartansdóttir á plötu vikunnar á Rás 2 að þessu sinni en hún gengur undir listamannsnafninu Cell7. Platan er hennar önnur sólóplata en áður hafði hún verið einn af brautryðjendum íslensku rappsenunar með hljómsveit sinni Subterranean sem var gríðarlega vinsæl á tíunda áratugnum.
26.03.2019 - 16:12
Viðtal
Selma ætlar að sjá um útfarir hjá Siðmennt
Söng- og leikkonan Selma Björnsdóttir hefur verið leitandi í trúmálum gegnum tíðina en fann sig sem húmanisti. Selma er athafnastjóri hjá félagi Húmanista - Siðmennt og hefur tekið þátt í stórum viðburðum í lífi fólks eins og giftingum og nafngjöfum. Nú er næsta skref að sjá um útfarir líka.
25.03.2019 - 14:39
Aðventugleði Rásar 2 á föstudag
Rás 2 býður landsmönnum til aðventugleði föstudaginn 7. desember. Þétt jóladagskrá verður frá klukkan 9 til 16, þar sem fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur og tekur lagið í beinni útsendingu á Rás 2 og í hljóði og mynd á RÚV.is.
04.12.2018 - 14:20
Aldamótakynslóðin með yfirtöku á Arnarhóli
Rúv Núll stóð fyrir hip hop veislu á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Á sviðinu kom fram stór hluti ungra tónlistamanna sem hlotið hafa mikilla vinsælda á árinu.
18.08.2018 - 22:03
Kjarnasamruni Hjálma og Prins Póló
„Þetta verður bara einhver eðlilegur kjarnasamruni,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló um fyrirhugaðan bræðing Prins Póló og Hjálma á Tónaflóðstónleikum Rásar 2 á menningarnótt. Böndin eiga langa sögu af samvinnu en hafa þrátt fyrir það aldrei spilað saman á sviði áður.
17.08.2018 - 11:20
Myndskeið
Menningarverðmætum bjargað í stafrænan heim
Stutt myndskeið á Facebook síðu útvarpsmannsins Ólafs Páls Gunnarssonar eða Óla Palla, sýnir tæknimanninn Hrein Valdimarsson yfirfæra gögn af upptökutæki með stálþræði. Hreinn starfar við að bjarga upptökum af „deyjandi formum“ yfir á nýrri stafræn form.
09.02.2018 - 17:14
Myndskeið
Lefty Hooks & The Right Thingz í Stúdíói 12
Reggísveitin Lefty Hooks & The Right Thingz var gestur Popplands á Rás 2 í dag og tók nokkur lög í beinni útsendingu úr Stúdíói 12. Hljómsveitin kemur fram á tónleikum í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið.
Lokadagur kosningar í jólalagakeppni Rásar 2
Frestur til að kjósa sitt eftirlætis jólalag í jólalagakeppni Rásar 2 rennur út á miðnætti í kvöld, 13. desember. Úrslitin verða kynnt á morgun en sigurvegari keppninnar hlýtur stórglæsilega vinninga að launum.
13.12.2017 - 14:21
Ólag á útvarpsútsengingu á SA-landi
Báðar rásir RÚV eru með útsendingu í ólagi á Suðausturlandi, eins og hlustendur hafa tekið eftir. Unnið er að viðgerð. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
01.12.2017 - 18:34
Mynd með færslu
Mugison í Hörpu
Rás 2 býður öllum landsmönnum í aðventugleði. Það var þétt dagskrá frá klukkan 9.30 til 18, þar sem fjöldinn allur af tónlistarmönnum kemur og tekur lagið í beinni útsendingu á Rás 2 og í hljóði og mynd hér á RÚV.is
01.12.2017 - 09:06
Góður þristur!
Í þætti kvöldsins heyrum við upptökur Rásar 2 frá síðustu Airwaves hátíð
05.10.2017 - 10:17
Myndband: HAM í Stúdíó 12
Rokkararnir í HAM sendu frá sér nýja plötu á dögunum. Þeir mættu galvaskir til leiks í Poppland Rásar 2 og tóku lagið í beinni útsendingu úr Stúdíó 12.
23.06.2017 - 16:40
Græða milljónir á því að spila tölvuleiki
Rafíþróttir, eða eSports, eru sífellt að verða vinsælli með árunum, til dæmis voru fleiri áhorfendur sem fylgdust með Counterstrike mótinu Katowice 2016 heldur en horfðu á Superbowl sama ár. Guðmundur Hrafn Gunnarsson og Andri Freyr Eyjólfsson, starfsnemar á Rás 2, kynntu sér málið.
19.04.2017 - 11:58
 · Rás 2