Færslur: Rás 2

Viðtal
Þríeykið er manneskja ársins á Rás 2
Þríeykið, Alma D. Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, eru manneskjur ársins á Rás 2. Víðir Reynisson segir frábært að fá viðurkenningu fyrir þá vinnu sem teymið hefur unnið allt árið. Hann segir ljóst að verkefnið sé ekki aðeins í höndum þeirra þriggja. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni sem þurfti alla til að taka þátt í,“ segir hann. Því taki þau við viðurkenningunni fyrir hönd stórs hóps.
03.01.2021 - 12:54
Daði Freyr á toppi Rásar 2 árið 2020
Lovísa Rut tekur saman vinsælustu lögin á Rás 2 árið 2020 í þættinum Árslistinn sem er á dagskrá á nýársdag.
01.01.2021 - 16:00
Viðtal
Sumargleðin breytti öllu
Þorgeir Ástvaldsson var á unglingsaldri þegar hann varð stjórstjarna á Íslandi. Hann hitaði upp fyrir The Kinks ásamt vinum sínum í hljómsveitinni Tempó. Óvænt símtal frá Ragnari Bjarnasyni breytti svo öllum áætlunum og Þorgeir átti skyndilega vinsælasta lag landsins með Sumargleðinni.
25.12.2020 - 12:18
Tónleikar
Þorláksmessutónleikar Rásar 2: Árstíðir í Fríkirkjunni
Upptaka frá tónleikum sem Árstíðir hélt í Fríkirkjunni í Reykjavík fyrir Þorláksmessutónleika Rásar 2. Útsending frá tónleikunum er einnig á Rás 2 og hefst klukkan 22:05.
23.12.2020 - 21:48
Þorláksmessutónleikar Rásar 2
Árstíðir í Fríkirkjunni - Jólin allstaðar
Hljómsveitin Árstíðir hélt sína árlegu jólatónleika fyrir framan tóma Fríkirkju fyrr í desember. Tónleikarnir voru hins vegar teknir upp í heild sinni og eru Þorláksmessutónleikar Rásar 2 í ár.
23.12.2020 - 13:28
Viðtal
Fékk skammir frá útvarpsráði fyrir óveðursfréttir
Þorgeir Ástvaldsson á að baki langan feril í fjölmiðlum. Árið 1983 fékk Þorgeir krefjandi verkefni í hendurnar. Að koma Rás 2, nýrri útvarpsstöð innan Ríkisútvarpsins, í loftið. Stöðin hóf útsendingar 1. desember 1983 og Þorgeir var fyrsti dagskrárstjóri stöðvarinnar. Það voru þó ekki allir sáttir við Rás 2 fyrstu árin.
23.12.2020 - 09:55
Tilnefndu manneskju ársins 2020
Hlustendur Rásar 2 kjósa manneskju ársins í lok árs að venju og nú biðjum við hlustendur og lesendur RÚV.is um tilnefningar.
18.12.2020 - 15:50
Útvarp RÚV flutt á Úlfarsfell eftir 90 ár á Vatnsenda
Útvarpsrásum Ríkisútvarpsins verður framvegis útvarpað frá Úlfarsfelli, eftir að slökkt verður á útvarpssendum á Vatnsenda á næstu dögum í fyrsta sinn í 90 ár. Þar rís íbúðabyggð og útvarpsendarnir víkja fyrir henni.
14.12.2020 - 17:07
Kosning
Taktu þátt í að velja jólalag Rásar 2
Um 100 frumsamin jólalög bárust í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár og tíu þeirra eru komin í úrslit. Nú viljum við fá álit landsmanna – hvert þeirra þykir þér best?
08.12.2020 - 15:30
Magni, Elín Ey, Naglbítar og fleiri komnir í jólagír
Útgáfa vikunnar er í hátíðarskapi. Í Undiröldunnar að þessu sinni eru ný jólalög frá Magna Ásgeirssyni, sem er afmælisbarn dagsins, Elínu Ey, Siggu Toll og Sigga Guðmunds, Elísabetu Ormslev og Sverri Bergman, auk þess sem Heiða Ólafs, Stefán Jakobsson og 200.000 Naglbítar koma við sögu.
01.12.2020 - 20:00
Sunnudagssögur
„Ég er sjúk í unglingana“
Grunnskólakennarinn Ólöf Ása Benediktsdóttir fékk viðurkenningu sem framúrskarandi kennari á Íslensku menntaverðlaununum. Að gerast kennari var þó aldrei ætlunin hjá henni en örlögin gripu í taumana og nú segist hún vera sjúk í unglingana sem hún kennir alla daga í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
29.10.2020 - 14:27
Mynd með færslu
Í BEINNI
Bilun í Skálafelli truflaði útsendingar Rásar 1 og 2
Vegna bilunar í útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 frá Skálafelli heyrðust ekki útvarpsrásirnar víða á Suðvestur- og Vesturlandi. Bilunin hafði áhrif á aðra senda sem miðla útvarpsrásunum áfram til hlustenda.
27.10.2020 - 09:47
Lagalistinn
Í ræktarfötunum að syngja bakraddir fyrir Bubba
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, var mikill orkubolti sem þráði athygli á sínum yngri árum. Hún þorði þó ekki að syngja fyrir foreldra sína eftir að hún hóf söngnám.
26.10.2020 - 15:22
Útvarpsútsendingar lágu niðri
Útvarpsútsendingar Rásar 1 og Rásar 2 lágu niðri í gegnum stuttbylgju frá því upp úr miðnætti þar til rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Bilunin átti við um höfuðborgarsvæðið, og mögulega stærra svæði. Strengur rofnaði í viðhaldsvinnu,og af einhverjum sökum fór varaaflskerfi ekki í gang. Útsendingar ættu að vera komnar í lag.
03.07.2020 - 00:56
 · Rás 1 · Rás 2
Laura Secord - Ending Friendships
Ending Friendships er fyrsta plata rokksveitarinnar Laura Secord sem skipuð er fólki frá Íslandi, Kanada, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Platan kom út í lok árs 2019 en sveitin hefur verið virk í póst-pönksenu Reykjavíkur í nokkurn tíma.
22.06.2020 - 15:20
Saga The Stranglers á Íslandi rifjuð upp
Tónlistarmaðurinn Dave Greenfield lést nýverið af völdum COVID-19, 71 árs að aldri. Greenfield er þekktastur fyrir að hafa leikið á hljómborð í hljómsveitinni The Stranglers. Óhætt er að tala um The Stranglers sem Íslandsvini en sveitin kom fyrst til landsins árið 1978 og síðast árið 2007.
07.05.2020 - 08:58
epa05221644 Of Monsters and Men from Iceland performs on stage at the sixth edition of the Lollapalooza Festival 2016, in Santiago, Chile, on 19 March 2016. Some of the international groups are Florence + The Machine, Eminem, Noel Gallagher, Eagles of Death Metal.  EPA/Mario Ruiz
Bein útsending frá Iceland Airwaves
Bein útsending frá hátindi dagskrár Iceland Aiwaves hátíðarinnar í ár. Fram koma Daði Freyr, Agent Fresco, CHAI, Vök og Of Monsters And Men í Valsheimilinu við Hlíðarenda.
09.11.2019 - 19:00
Ólöf Arnalds, Mr.Silla og Radical Face...
Iceland Airwaves fer fram dagana 6. - 9. nóvember.
Upphaf diskósins í New York
Sumir segja að diskótónlistinn hafi orðið til á Valentínuardaginn árið 1970 í partíhúsnæði David Mancuso sem gekk undir nafninu The Loft. Diskó var partí- og danstónlist sem var mótvægi við rokk sem var allt um lykjandi, en hún var líka margt annað - meðal annars tól í baráttu minnihlutahópa við ríkjandi kerfi.
12.09.2019 - 09:30
Hljóðkerfin og plötusnúðastjörnurnar á Jamaíku
Hljóðkerfin á Jamaíku spiluðu ska, dub og reggí og ollu með því byltingunni sem gerði plötusnúða að rokkstjörnum í fyrsta skiptið á 20. öldinni og lagði grunninn að danstónlistarmenningu eins og við þekkjum hana í dag.
09.09.2019 - 15:50
Rás 2 og Airwaves endurnýja samstarf sitt
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram í tuttugasta og fyrsta sinn dagana 6.-9. nóvember og hefur hátíðin jafnan skipað veglegan sess í dagskrá Rásar 2 meðan á henni stendur. Á því verður engin undantekning í ár.
02.09.2019 - 15:50
Warmland - Unison Love
Dúettinn Warmland sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu á föstudaginn en hún hefur fengið nafnið Unison Love og er plata vikunnar á Rás 2. Fyrstu lögin af þessari plötu komu út árið 2017 þannig að spennan fyrir flauelsmjúku poppi og glerhörðum synþahljómi Warmland hefur stigmagnast meðal tónlistarunnenda, enda engir byrjendur hér á ferð.
11.06.2019 - 13:20
YouTube í vandræðum með netsóða og barnaperra
Mörg spjót beinast að YouTube þessa dagana vegna þess að kerfi þess vísar fólki í sumum tilvikum á miður smekklegt efni. Ástæða þess er að svokölluð algrím sem eru hönnuð til þess að fólk horfi sem mest á miðilinn, hafa verið misnotuð af barnaperrum á þann hátt að saklaus heimamyndbönd af léttklæddum krökkum dúkka upp hjá fólki sem er að skoða t.d. tónlistarmyndbönd með kynferðislegu ívafi.
06.06.2019 - 10:45
Viðtal
Eiríkur Hauksson heldur partí í Hörpu
Eiríkur Hauksson hefur komið víða við í bransanum og leyft sér að gera allt frá sykursætu Eurovision-poppi yfir í rokk í þyngri kantinum. Nú er komið að tímamótum hjá síðhærða rauðhausnum en hann verður sextugur í sumar og ætlar að halda partí 4. júlí í Hörpu í tilefni af því.
27.05.2019 - 14:20
20 ár og 8 breiðskífur af The National
The National hefur verið ein áhugaverðasta rokkhljómsveit heims undanfarin 20 ár. Sveitin hefur sent frá sér sjö plötur og fjórar þeirra voru á top 500 lista NME yfir bestu plötur sögunnar. Sú áttunda I Am Easy To Find kemur út um miðjan maí.
07.05.2019 - 13:50