Færslur: Rannsóknarnefnd samgönguslysa

Engin þeirra sem létust var í bílbelti
Rannsóknarnefnd samgönguslysa tilgreinir í nýlegri skýrslu fimm orsakaþætti banaslyss sem varð við Núpsvötn í desember árið 2018. Þrjár létust í slysinu, tvær konur á fertugsaldri og ellefu mánaða gamalt stúlkubarn.
Lífi 74 hefði mátt bjarga með bílbeltum
Af þeim sem dóu í bílslysum síðastliðin tuttugu ár hefðu 74, eða um fjórðungur, sennilega lifað af hefðu þeir verið í bílbeltum, samkvæmt upplýsingum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Um tíu prósent landsmanna nota ekki bílbelti að staðaldri. Það er sorglegt að svo margir noti ekki bílbelti, segir rannsóknastjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þau séu öflugt öryggistæki.
Misbrestur í upplýsingagjöf flugturns og flugvélar
Isavia segir að það þurfi að vera á hreinu hvers konar aðflugi flugmenn beita. Vantað hafi upp á upplýsingaflæði milli flugturns og flugvélar þegar litlu munaði að flugvél brotlenti árið 2016. Flugmenn vilja sjá breytingar á tilkynningakerfi til flugmanna.
Vesturlandsvegi lokað vegna rannsóknar á slysstað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun loka hluta Vesturlandsvegar klukkan eitt í dag vegna framhaldsrannsóknar á banaslysi sem varð í gær norðan Grundarhverfis.
Aðskotahlutur á flugbrautinni olli tæknibilun
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á tæknibilun sem varð eftir flugtak í flugvél Norwegian af gerðinni Boeing 737-800 í júní 2018 á Keflavíkuflugvelli.
15.06.2020 - 23:15
Flugmaður mislas eldsneytisstöðu og sveif til lendingar
Flugmaður Piper-vélar, sem flaug með ljósmyndara til að taka mynd af annarri flugvél á flugi, varð eldsneytislaus í 200 feta hæð yfir flugbrautinni á flugvellinum á Akureyri. Hann sveif til lendingar og þurfti aðstoð við að aka flugvélinni út af flugbrautinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaðurinn hafi mislesið eldsneytisstöðuna áður en lagt var af stað.
Rannsókn á veikindum flugfreyja beinist að hreyflum
Rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa á veikindum flugfreyja í Boeing 767-vélum Icelandair beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu um atvik sem átti sér stað í janúar á síðasta ári. Tvö önnur sambærileg mál varðandi Boeing 767-flugvélar Icelandair hafa verið til skoðunar hjá nefndinni og hafa þau verið sameinuð þessari rannsókn.
Kranar og loftpúðar notaðir til að koma vélinni í burtu
Notast þurfti við tvo krana, loftpúða og tjakk þannig að hægt væri að flytja Herðubreið, flugvél Icelandair, af flugbrautinni í Keflavík. Verið er að koma henni fyrir flugskýli þar sem hún verður rannsökuð frekar. Hjólabúnaður vélarinnar brotnaði við lendingu í gær og það verður „talsverður tími,“ þar til vélin verður tekin í notkun á ný.
08.02.2020 - 17:18
Flugritar vélarinnar sendir til greiningar á næstunni
Boeing flugvél Icelandair, þar sem hjólabúnaður brotnaði í lendingu í gær, er mikið skemmd og hefur verið tekin úr umferð. Vélin var framleidd um aldamót. Flugritar vélarinnar verða sendir til greiningar á næstu dögum.
08.02.2020 - 12:16
Höfðu ætlað að fjarlægja grjót skömmu fyrir banaslys
Talið er að ökumaður sendibíls, sem lést eftir að bíll hans rann út af veginum í Hestfirði og lenti á stóru grjóti, hafi sofnað undir stýri. Vegagerðin hafði gert ráðstafanir til að fjarlægja grjótið skömmu fyrir slysið.
Flugvirkjar létu undan þrýstingi að koma vél í loftið
Rannsóknarnefnd samgönguslysa metur það sem svo að vinna flugvirkja hafi verið ábótavant þegar flugvél Air Iceland Connect missti afl á öðrum hreyfli í ágúst 2018. Vélinni var snúið við skömmu eftir flugtak frá Reykjavíkurflugvelli þar sem hún lenti heilu og höldnu með 44 farþega innanborðs.
19.12.2019 - 20:58
Vill breytingar vegna hættulegs útbúnaðar
Rannsóknarnefnd Samgönguslysa vill breytingar í framhaldi af ófullnægjandi útbúnaði Toyota-bifreiðar, sem lenti í árekstri. Upplýsingafulltrúi Toyota segir umboðið ekki bera ábyrgð á breytingum sem gerðar voru á henni. 
Flugvél endaði á hvolfi utan flugbrautar
Einshreyfilsflugvél hlekktist á í lendingu á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum á Suðurlandi seinni hluta dags í gær. Flugmaður var einn í vélinni og slapp ómeiddur. Flugsvið rannsóknarnefndar samgönguslysa lauk upphafsrannsókn seint í gær.
Lendingin skilgreind sem alvarlegt flugatvik
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilgreint lendingu flugvélar Primera Air á föstudagskvöld sem alvarlegt flugatvik. Þar er átt við flugatvik við aðstæður sem benda til þess að legið hafi við slysi.  
Ógnar eitrað loft heilsu flugliða?
Upplýsingafulltrúi Icelandair vísar því á bug að einhver einn undirliggjandi þáttur kunni að valda veikindum hjá flugliðum á flugtíma. Rannsóknarnefnd samgönguslysa sem nú hefur þrjú mál tengd veikindum starfsmanna félagsins á sínu borði segir að ekkert hafi verið útilokað, eitt af því sem verið sé að kanna sé hvort eiturgufur og agnir hafi borist inn í vélarrýmið með inntökulofti í gegnum hreyfil og valdið veikindum starfsmannanna. 
23.08.2016 - 18:05