Færslur: Rannsóknarnefnd samgönguslysa

Telja bilun í flugvél vera ástæðu nauðlendingar
Allt bendir til þess að ástæða nauðlendingar á Nýjabæjarfjalli vestur af Kaldbaksdal á Öxnadalsheiði á laugardaginn hafi verið vélarbilun. Flugvélin er af gerðinni I.C.P. Savannah S og er skráð sem heimasmíðað loftfar.
Þreyta ökumanns orsök banaslyss í Skötufirði
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað skýrslu um banaslys í Skötufirði í janúar í fyrra. Meginniðurstaða skýrslunnar er að ökumaður hafi verið þreyttur og sennilega sofnað undir stýri. 
08.06.2022 - 10:17
Viðtal
Hífa flugvélina upp á tíu metra dýpi til rannsóknar
Vegna veðurs verður í fyrsta lagi hægt að hífa flugvélina TF-ABB úr Þingvallavatni á fimmtudag. Köfunarhópur sérsveitar ríkislögreglustjóra undirbýr hvert handtak á þurru landi, en áætlað er að sextán atvinnukafarar kafi í tíu mínútur hver í ísköldu vatninu. Vélin verður hífð upp á tíu metra dýpi til frekari rannsóknar áður en hún verður hífð upp á yfirborðið.
Ekki vitað hvort keyrði bílinn
Ökumaður bíls sem hafnaði utan vegar í Heydal á Snæfellsnesi í október í fyrra með þeim afleiðingum að einn lést, var undir áhrifum áfengis. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Hraðakstur talinn ástæða banaslyss á Suðurlandsvegi
Rannsóknarnefnd samgönguslysa álítur að kenna megi vanbúnaði ökumanns bifhjóls og of miklum hraða um banaslys sem varð á Suðurlandsvegi vestan við Stígá um miðjan ágúst í fyrra.
Skoða atvik í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) er með mál til skoðunar varðandi atvik sem varð í aðflugi vélar Icelandair frá Egilsstöðum til Reykjavíkur síðasta laugardag.
Snjór og úreltar mælingar sköpuðu hættu á flugbraut
Helstu ástæður þess að farþegaþota lenti utan flugbrautar við lendingu á Keflavíkurflugvelli seint í apríl 2017 voru ófullnægjandi snjóruðningur og slæmar aðstæður á flugbraut. Brautin hafði ekki verið rudd á þann hátt sem æskilegt er og aðstæður á brautinni höfðu versnað frá því þær voru síðast metnar. Útreikningar um lendingu byggðu því ekki á réttum forsendum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugóhappið.
Hættustig á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag
Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag í dag eftir að flugmaður einkaþotu tilkynnti um bilun í lendingabúnaði eftir flugtak. Í ljós kom að nefhjól þotunnar hafði skekkst.
Banaslys á Reykjanesbraut rakið til ölvunaraksturs
Ökumaður fólksbíls sem lést eftir að hafa ekið í veg fyrir vörubíl á Reykjanesbraut við Álverið í Straumsvík 12.janúar í fyrra var ofurölvi. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Umtalsvert alkóhól mældist í blóði hans, segir í skýrslunni.
Ekkert banaslys á sjó árið 2020
Enginn lést við störf á sjó á síðasta ári þannig að 2020 verður fjórða árið í röð sem svo háttar til. Slysum á sjó fækkaði einnig á árinu. Drætti báta og skipa til hafnar fjölgaði hins vegar árið 2020.
Eldsneytisskortur og lítil flugreynsla talin orsökin
Eldsneytisskortur til hreyfla, mögulegt reynsluleysi flugmanna á tiltekna tegund flugvéla og skortur á eldsneytisútreikningum urðu til þess að flugvél brotlenti við flugvöllinn í Múlakoti þannig að þrír létust og tveir slösuðust alvarlega. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Engu eldsneyti var bætt á vélina á þeim stöðum sem vélinni var lent daginn sem slysið varð.
16.11.2020 - 12:26
Skoða notkun sætisbeltis sem stýrisláss í flugslysi
Rannsókn á flugslysi þar sem einn lést við Haukadalsmela í fyrra beinist meðal annars að notkun sætisbeltis sem stýrisláss. Slíkt getur komið í veg fyrir skemmdir af völdum veðurs á jörðu niðri en hindrar að hægt sé að stýra flugvélinni ef lásinn er ekki fjarlægður fyrir flugtak. 
17.08.2020 - 10:51
Ísilagt Þingvallavatn ekki ákjósanlegur lendingarstaður
Ekki var tilkynnt um nauðlendingu lítillar flugvélar af gerðinni I.C.P. Savannah S, TF-ASK, á Þingvallavatni í mars fyrr en vitni tilkynnti lögreglu um það fjórum og hálfum tíma eftir að vélin lenti og hlekktist á. Rannsókn samgönguslysa hefur lokið við bókun slyssins og er það mat hennar að aðstæður á Þingvallavatni hafi ekki verið ákjósanlegar til lendingar.
06.08.2020 - 10:11
Engin þeirra sem létust var í bílbelti
Rannsóknarnefnd samgönguslysa tilgreinir í nýlegri skýrslu fimm orsakaþætti banaslyss sem varð við Núpsvötn í desember árið 2018. Þrjár létust í slysinu, tvær konur á fertugsaldri og ellefu mánaða gamalt stúlkubarn.
Lífi 74 hefði mátt bjarga með bílbeltum
Af þeim sem dóu í bílslysum síðastliðin tuttugu ár hefðu 74, eða um fjórðungur, sennilega lifað af hefðu þeir verið í bílbeltum, samkvæmt upplýsingum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Um tíu prósent landsmanna nota ekki bílbelti að staðaldri. Það er sorglegt að svo margir noti ekki bílbelti, segir rannsóknastjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þau séu öflugt öryggistæki.
Misbrestur í upplýsingagjöf flugturns og flugvélar
Isavia segir að það þurfi að vera á hreinu hvers konar aðflugi flugmenn beita. Vantað hafi upp á upplýsingaflæði milli flugturns og flugvélar þegar litlu munaði að flugvél brotlenti árið 2016. Flugmenn vilja sjá breytingar á tilkynningakerfi til flugmanna.
Vesturlandsvegi lokað vegna rannsóknar á slysstað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun loka hluta Vesturlandsvegar klukkan eitt í dag vegna framhaldsrannsóknar á banaslysi sem varð í gær norðan Grundarhverfis.
Aðskotahlutur á flugbrautinni olli tæknibilun
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á tæknibilun sem varð eftir flugtak í flugvél Norwegian af gerðinni Boeing 737-800 í júní 2018 á Keflavíkuflugvelli.
15.06.2020 - 23:15
Flugmaður mislas eldsneytisstöðu og sveif til lendingar
Flugmaður Piper-vélar, sem flaug með ljósmyndara til að taka mynd af annarri flugvél á flugi, varð eldsneytislaus í 200 feta hæð yfir flugbrautinni á flugvellinum á Akureyri. Hann sveif til lendingar og þurfti aðstoð við að aka flugvélinni út af flugbrautinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaðurinn hafi mislesið eldsneytisstöðuna áður en lagt var af stað.
Rannsókn á veikindum flugfreyja beinist að hreyflum
Rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa á veikindum flugfreyja í Boeing 767-vélum Icelandair beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu um atvik sem átti sér stað í janúar á síðasta ári. Tvö önnur sambærileg mál varðandi Boeing 767-flugvélar Icelandair hafa verið til skoðunar hjá nefndinni og hafa þau verið sameinuð þessari rannsókn.
Kranar og loftpúðar notaðir til að koma vélinni í burtu
Notast þurfti við tvo krana, loftpúða og tjakk þannig að hægt væri að flytja Herðubreið, flugvél Icelandair, af flugbrautinni í Keflavík. Verið er að koma henni fyrir flugskýli þar sem hún verður rannsökuð frekar. Hjólabúnaður vélarinnar brotnaði við lendingu í gær og það verður „talsverður tími,“ þar til vélin verður tekin í notkun á ný.
08.02.2020 - 17:18
Flugritar vélarinnar sendir til greiningar á næstunni
Boeing flugvél Icelandair, þar sem hjólabúnaður brotnaði í lendingu í gær, er mikið skemmd og hefur verið tekin úr umferð. Vélin var framleidd um aldamót. Flugritar vélarinnar verða sendir til greiningar á næstu dögum.
08.02.2020 - 12:16
Höfðu ætlað að fjarlægja grjót skömmu fyrir banaslys
Talið er að ökumaður sendibíls, sem lést eftir að bíll hans rann út af veginum í Hestfirði og lenti á stóru grjóti, hafi sofnað undir stýri. Vegagerðin hafði gert ráðstafanir til að fjarlægja grjótið skömmu fyrir slysið.
Flugvirkjar létu undan þrýstingi að koma vél í loftið
Rannsóknarnefnd samgönguslysa metur það sem svo að vinna flugvirkja hafi verið ábótavant þegar flugvél Air Iceland Connect missti afl á öðrum hreyfli í ágúst 2018. Vélinni var snúið við skömmu eftir flugtak frá Reykjavíkurflugvelli þar sem hún lenti heilu og höldnu með 44 farþega innanborðs.
19.12.2019 - 20:58
Vill breytingar vegna hættulegs útbúnaðar
Rannsóknarnefnd Samgönguslysa vill breytingar í framhaldi af ófullnægjandi útbúnaði Toyota-bifreiðar, sem lenti í árekstri. Upplýsingafulltrúi Toyota segir umboðið ekki bera ábyrgð á breytingum sem gerðar voru á henni.