Færslur: rannsóknarblaðamennska

Talið líklegt að stjórn Abela á Möltu haldi velli
Robert Abela forsætisráðherra Möltu vonast til að endurnýja umboð sitt í þingkosningum sem háðar voru í gær. Yfirferð atkvæðaseðla hófst í nótt og rafræn talning með morgninum. Búist er við að fyrstu tölur liggi fyrir á næstu klukkustundum.
Segir yfirheyrslur yfir blaðamönnum óverjandi
Ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi um að kalla til þrjá blaðamenn til yfirheyrslu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða skæruliðadeild Samherja, er óskiljanleg og óverjandi að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Af málavöxtum að dæma virðist það vera ætlun lögreglu að krefjast þess að blaðamennirnir gefi upp heimildamenn sína, sem þeir hafi fullan rétt á að vernda.
Margir blaðamenn myrtir í Evrópu síðustu ár
Hollenski blaðamaðurinn Peter R. de Vries lést fyrr í dag af sárum sínum en hann var skotinn um hábjartan dag í Amsterdam í síðustu viku. Er hann sá síðasti í röð blaða- og fréttamanna sem hafa verið myrtir í Evrópu undanfarin ár.
Hollenskur blaðamaður við dauðans dyr eftir skotárás
Hollenski rannsóknarblaðamaðurinn Peter R. de Vries liggur milli heims og helju á gjörgæsludeild í Amsterdam eftir að hann var skotinn í höfuðið að kvöldi þriðjudags. Skotið var á de Vries um klukkan 19.30 að staðartíma, skömmu eftir að hann tók þátt í umræðum í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni RTL. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið fimm sinnum og eitt skotið fór í höfuð blaðamannsins.
Játaði morð á maltneskum blaðamanni
Karlmaður, sem viðurkenndi í dag að hafa myrt blaðamanninn Daphne Caruana Galizia, hlaut fimmtán ára fangelsisdóm fyrir ódæðið. Bíll blaðamannsins var sprengdur í loft upp nærri heimili hennar í október árið 2017.
23.02.2021 - 20:17