Færslur: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir

Sögu mannkyns verður ekki komið fyrir í excelskjali
Ekki býr allt einsleitt mannkyn á jörðinni við sömu skilyrði, langt í frá. Gamla grjótharða lífsbaráttan er við lýði sums staðar, þokkaleg annars staðar, ljómandi meðal enn annarra en nú er svo komið að 1 af hverjum hundrað á helming allra svonefndra auðæfa jarðarinnar, segir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. Hún heldur áfram að velta fyrir sér litrófi mannkyns í Tengivagni Rásar 1. Í dag víkur sögunni að mannsheilanum og því sem mótar hugsun mannkyns í vestrænum samfélögum.
Allir eru sömu gerðar bæði yst og innst
„Ég á efðaefni sameiginleg með íbúum, innfluttum eða innfæddum, Evrópu, Asíu, Afríku og Eyjaálfu. Formæður mínar hafa verið kolsvartar, svartar, dökkbrúnar, brúnar, ljósbrúnar og hvítar svo nokkuð sé nefnt.“ Að gefnu og augljósu tilefni hugleiðir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir litbrigði mannkyns í öðrum pistli sínum í Tengivagninum á Rás 1.
Litbrigði mannkyns til sálar og líkama
„Allt miðaði að því að tryggja erfðarétt, halda fengnum eignum og völdum innan ættar“ og því var nauðsynlegt að þekkja kyn sitt. Að gefnu og augljósu tilefni hefur Ragnheiður Gyða Jónsdóttir verið að hugleiða litbrigði mannkyns, til sálar og líkama, í Tengivagni Rásar 1.
Pistill
Að tala við geimverur
Ólíkir menningarheimar þýða bækur og texta á víxl eins og þurfa þykir en hvað gerist þegar samtal þarf að fara fram milli eiginlegra heima eða hnatta? Ragnheiður Gyða Jónsdóttir velti þessu fyrir sér í síðasta pistli sínum í Víðsjá um töfraheima tungumálanna og tók meðal annars dæmi úr kvikmyndinni Arrival.
Sumir skræla kartöflur, meðan aðrir skralla
Í fimmta pistli sínum um töfraheima tungumála fór Ragnheiður Gyða Jónsdóttir með hlustendur í ferðalag til Englands á tímum Ríkharðs ljónshjarta, Rómarborgar og Nílarbakka, svo einhver dæmi séu nefnd. Hér má hlusta á pistilinn úr Víðsjá á Rás 1.
Óstöðugleiki tungumála
Eðli tungumála er að vera lifandi og síkvik. Lifandi tungur breytast eftir þörfum samfélaganna sem þær þjóna, tungan speglar breytingarnar sem á þeim verða. Á síðustu öld hefur orðaforði íslenskunnar gjörbreyst og ljósvakamiðlar hanna samræmdan framburð nýjan. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir með sinn fjórða pistil í Víðsjá um töfra tungumálanna.
Að tala hægt og skýrt
Töluðu menn á Sturlungaöld hægt og skýrt, líka þegar þeir rifust, börðust, spjölluðu, tuðuðu, hjöluðu, rökræddu og þrösuðu? Ragnheiður Gyða Jónsdóttir velti fyrir gullaldatungumálum hingað og þangað um veröldina. Við sögu koma Snorri Sturluson, Egill Skallagrímsson, Caesar, Cicero, Dante, Arndís Björk Ásgeirsdóttir og Bogi Ágústsson.
Pistill
Málið skiptir sköpum
„Ekkert tungumál er öðru meira eða betra, öll gera þau okkur kleift að túlka okkar mannlegu reynslu, fortíðina, nútíðina, framtíðina, hugmyndir, hugsjónir, með því getum við hvatt menn til dáða, dregið úr þeim allan mátt, sannfært, svikið, logið.“ Ragnheiður Gyða Jónsdóttir flytur pistil um tungumál.
Pistill
Mesta undur veraldar
„Öll talandi börn, hvar sem er í heiminum, feta sömu brautina, gera sömu eða svipaðar málvillur og láta leiðréttingar sem vind um eyru þjóta,“ skrifar Ragnheiður Gyða Jónsdóttir í pistli um mesta undur veraldar, máltöku barna.