Færslur: Ragnar Kjartansson

Santa Barböru-sýningu Ragnars í Rússlandi hætt
Ragnar Kjartansson listamaður hefur hætt sýningunni Santa Barbara sem stóð yfir í samtímalistasafni í Moskvu í Rússlandi. Kjartan segir ekki hafa annað komið til greina en að hætta sýningunni í gær þegar Rússar réðust inn í Úkraínu.
25.02.2022 - 17:30
Menningin
„Ég er búinn að koma mér í tóma vitleysu“
„Samtalið á milli okkar er bara eitthvað rosalega skemmtilegt,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður um samband sitt og eiginkonunnar Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Saman hafa þau síðustu mánuði staðið í ströngu við að setja upp metnaðarfulla myndlistarsýningu í Moskvu þar sem þau endurgera þáttinn Santa Barbara á rússnesku.
Víðsjá
„Við erum að horfa á endurfæðingu barns okkar“
Höfundar sápuóperunnar Santa Barbara eru dolfallnir yfir framtaki Ragnars Kjartanssonar listamanns, sem opnað hefur sýningu í Moskvu helgaða þáttunum.
09.12.2021 - 13:20
Víðsjá
Pabbi Ragnars sagði honum að vara sig á Santa Barbara
Ragnar Kjartansson myndlistarmaður opnar um helgina sýningu í nýju samtímalistasafni í miðborg Moskvu. Verkið kallast Santa Barbara, eftir samnefndri bandarískri sápuóperu, sem byrjað var að sýna í rússneska sjónvarpinu viku eftir hrun Sovétríkjanna.
03.12.2021 - 09:35
Morgunvaktin
Heimsækir leiði Muggs til að fá ráð fyrir sýningar
Sýning á verkum Muggs opnar í Listasafni Íslands 2. október. Ragnar Kjartansson er mikill aðdáandi þessa fjölhæfa listamanns sem dó langt fyrir aldur fram.
02.10.2021 - 09:32
Viðtal
Sumarnóttin fer í hringi
„Þetta er tekið um hásumarnótt, akkúrat á þeirri stundu sem fuglarnir þagna. Þegar sólin sest í þetta augnablik.“ Þannig lýsir Ragnar Kjartansson verki sínu Sumarnótt / Death Is Elsewhere sem nú er sýnt í Listasafni Íslands. 
18.05.2021 - 14:37
Viðtal
„Ég varð bara stelpa og mér fannst það æðislegt“
Ragnar Kjartansson varð fyrsti karlmaðurinn til að setjast á skólabekk í Hússtjórnarskólanum. „Mér fannst þessi horfni heimur alltaf svo áhugaverður. Þessi heimur húsmóðurinnar sem var svo mikið að hverfa á þessum árum.“
Viðtal
Að þurfa að lifa jafn mikið gegnum allt
Þungar, léttar, sárar og stórar tilfinningar eru viðfangsefni fjögurra listamanna í Kling & Bang.
Óendanleg vögguvísa Ragnars flutt í kirkju í Mílanó
Ragnar Kjartansson leggur kirkju í Mílanó á Ítalíu undir verk eftir sig þar sem söngvarar skiptast á að flytja ítalska dægurlagaperlu klukkustundum saman, hvern dag í heilan mánuð. Rætt er við Ragnar í New York Times í tilefni af sýningunni.
21.09.2020 - 14:16
Þeir komu með leikgleði í myndlistina
„Í bresku samhengi virka Gilbert & George dálítið eins og Megas gerir hér. Þeir rifja upp svona gömul minni en eru samt að opna augu fólks fyrir tvöfeldni borgaralegs siðgæðis með rakvélablöðum,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður um breska myndlistardúóið Gilbert & George en sýning með verkum þeirra er nú uppi í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.
Raggi fékk bara eina töku til að fara að gráta
Við gerð myndbands við lagið The One með gjörningasveitinni Trabant var ákveðið að Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður og söngvari sveitarinnar sálugu, skyldi fella tár á nákvæmum stað í flutningnum. Myndbandið var skotið á filmu og því brýnt að spandera ekki mörgum tökum. Það þurfti bara eina til.
22.05.2020 - 14:00
Ragnar Kjartans setur upp sápuóperu í Moskvu
Ragnar Kjartansson frumsýnir nýtt verk í september á næsta ári í víðáttumikilli listasamstæðu í Rússlandi. Þar setur hann á svið nákvæma endurgerð bandarískrar sápuóperu frá níunda áratugnum.
30.10.2019 - 11:44
Verk Ragnars Kjartans það besta á 21. öldinni
Myndbandsverkið Visitors eftir Ragnar Kjartansson er að mati stórblaðsins The Guardian besta myndlistarverk 21. aldarinnar.
17.09.2019 - 12:29
Viðtal
„Maður er bara: Jess!“
„Ég held að maður sé bara ósköp einföld sál, vinni mest með ástina og dauðann í verkum sínum eins og flestir. Ég held að þetta sé bara ekkert það flókið,“ segir Ragnar Kjartansson sem nýlega opnaði sýninguna Death is elsewhere í Metropolitan-safninu í New York.
04.06.2019 - 11:48
Viðtal
„Ekki hollt fyrir auðmýktina“
„Þetta er ekki hollt fyrir auðmýktina," sagði listamaðurinn Ragnar Kjartansson um þá staðreynd að risastór mynd úr verki hans prýðir framhlið Metropolitan safnsins í New York borg. Þar er nú til sýningar myndbandsverkið hans Death is elsewhere, og verður fram til 2. september. 
31.05.2019 - 11:42
Viðtal
„Það er ekkert gaman að þessu“
Stærsta listasafn Bandaríkjanna frumsýnir nýtt verk eftir Ragnar Kjartansson á morgun. „Manni finnst þetta ekki alveg eiga að vera þarna; bara Rembrandt og Ragnar „litli“ Kjartansson,“ segir listamaðurinn í viðtali.
29.05.2019 - 16:05
Brjálæðislega kúl brautryðjandi
„Hún var svo mikil fyrirmynd um hvernig maður getur verið alveg trúr listinni,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður um bandarísku myndlistarkonuna Carolee Schneemann, sem lést í síðustu viku 79 ára gömul.
Læknar á sloppum í lifandi málverkum
Gestir Lestarklefans voru á einu máli um það að sýningin Fígúrur í landslagi eftir Ragnar Kjartansson sem nú er sýnd í galleríi i8 sé skemmtileg og falleg þar sem snúið sé upp á hugmyndina um málverk.
12.02.2019 - 14:17
Viðtal
Hvíti sloppurinn er geggjað tákn
Í nýrri byggingu heilbrigðissviðs Kaupmannahafnarháskóla var nýtt verk eftir Ragnar Kjartansson frumsýnt á dögunum. Verkið tekur allt í allt heila viku í flutningi og er sýnt í gallerí i8 í Tryggvagötu nú um stundir. Ragnar segist sjálfur ekki skilja verkið sitt að fullu – en þannig eigi það að vera.
01.02.2019 - 14:32
Alvöru leikhús
„Verkið gefur áhorfendum tíma til að hugsa, og horfa, og skoða. Verk sem er opið, eins og flest verkin hans Ragnars, eitthvað mjög banalt en á sama tíma hægt að tala um í sömu setningu og stríðið í Sýrlandi eða afstöðu Íslendinga til Ísrael.“ Starkaður Sigurðarson, myndlistarrýnir Víðsjár, sá Stríð í Þjóðleikhúsinu.
Myndskeið
„Þetta er bara þjáning, þjáning, þjáning“
„Það er hægt að segja að þetta sé harmleikur og líka að þetta sé brandari sem er genginn allt of langt,“ segir Ragnar Kjartansson listamaður um einþáttungsóperuna Stríð sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld.
16.05.2018 - 15:24
Stríð og harmur svakalega skrýtin fyrirbæri
„Það er best að vera bara eins og Pet Shop Boys í þessu, bara svona tveir,“ segir myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson um samstarf hans og Kjartans Sveinssonar tónskálds en þeir eru höfundar að sýningunni Stríð.
Heimurinn í andlitsdráttunum
„Maður fær svo margháttaðar upplýsingar frá andlitum fólks, sér þar fegurð og liti, skapfestu,“ segir segir bandaríski málarinn Elizabeth Peyton, sem átt hefur talsverðan þátt í að blása nýju lífi í portrett-málverkið síðastliðinn aldarfjórðung. Þessi heimskunna listakona opnaði á dögunum sýningu í Kling & Bang, sem nefnist Universe of the World Breath.
06.04.2018 - 10:20
Ragnar fær fimm stjörnur í The Guardian
„Þetta eru hreinir töfrar, skellið ykkur,“ segir gagnrýnandi The Guardian, Adrian Searle um nýtt gjörnlingalistaverk listamannsins Ragnars Kjartanssonar The Sky in a Room sem flutt er í Þjóðminjasafninu í Cardiff í Wales. Sýningin stendur alla daga til 11. Mars.
03.02.2018 - 13:55
Ragnar Kjartansson í gullnærbuxum í myndbandi
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson klæðist gullnærbuxum og brjóstadúskum í nýju tónlistarmyndbandi bandarísku hljómsveitarinnar The National.
24.10.2017 - 16:47