Færslur: ragnar bragason

Segðu mér
Ekki að fordæma þá sem svindla á kerfinu
Kvikmyndin Gullregn fjallar um fjölskyldur sem alast upp og ala hver aðra upp við að misnota félagslega kerfið. „Þessi mynd fjallar ekki um öryrkja heldur þessa einstöku svörtu sauði sem nýta sér það sem í boði er og af sjálfsbjargarviðleitni,“ segir leikstjóri myndarinnar Ragnar Bragason.
04.02.2020 - 11:37
Gagnrýni
Vítahringur ofbeldis sem erfist milli kynslóða
Kvikmyndarýnir Lestarinnar segir Gullregn vera tragikómískan sálfræðitrylli um rasisma og vítahring ofbeldis sem flyst frá einni kynslóð til annarrar. Þó henni fatist aðeins flugið í blálokin sé hún á heildina litið mjög vel gerð kvikmynd sem skilji eftir sig óþægilega tilfinningu að áhorfi loknu.
20.01.2020 - 13:45
Reistu blokkaríbúð úr Breiðholti í Gufunesi
Í kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi er búið að endurgera blokkaríbúð í Breiðholti, sem er sögusvið kvikmyndarinnar Gullregns eftir Ragnar Bragason.
22.08.2019 - 10:34
„Fína“ diplómatalífið hjá Risaeðlunum
Síðasta verkið í þríleik Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, Risaeðlurnar, var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins 20. nóvember síðastliðinn. „Ragnar Bragason hefur sennilega ætlað með  þessu verki sínu að sýna okkur að jörðin brennur undir fótum okkur, það sé engin von. Það tekst honum ekki, en hann er þokkalegur gamanleikjahöfundur,“ segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi.
Fangar á RÚV
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur hlotið stuðning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og tökur eru fyrirhugaðar um mitt næsta ár. Framleiðendur eru Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson fyrir Mystery Productions (Á annan veg, Málmhaus, Bakk) og Vesturport.