Færslur: Raggi Bjarna

Myndskeið
Hlýnar við minninguna um að leiða Ragga Bjarna á svið
„Maður tók kröftuglega í þessa hönd Guðs. Þetta var svo afalegt. Hann var svo hjartahlýr og góður karl,“ segir Erpur Eyvindarson rappari sem minnist samstarfs síns við Ragnar Bjarnason með hlýju. Rætt er við Erp í þættinum Við bjóðum góða nótt sem er á dagskrá RÚV í kvöld og helgaður minningu Ragnars.
05.03.2020 - 16:54
Myndskeið
Kvöddu Ragga Bjarna með laginu Góða nótt
Andi Ragga Bjarna sveif yfir vötnum í Vikunni í kvöld þegar hljómsveitin úr sýningunni Ellý flutti lagið Góða nótt. Raggi endaði gjarnan tónleika sína á þessu lagi sem er eftir föður hans. Við kveðjum Ragga Bjarna með þessum fallegu tónum.
28.02.2020 - 22:53
Raggi Bjarna veitti Páli Óskari fjármálaráðgjöf
Eftir að Páll Óskar gaf út plötuna Deep Inside Paul Oscar árið 1999 lenti hann í miklum fjárhagsvandræðum þar sem að platan seldist illa. Páll Óskar segist aldrei hafa farið vel með peninga en eftir að hafa fengið fjármálaráðgjöf frá Ragga Bjarna eyðir hann nú í sparnað.
Veröld sem var
Raggi Bjarna og Jólin alls staðar
Hinn eini sanni Raggi Bjarna flytur hið klassíska jólalag við undirleik Stórsveitar Reykjavíkur.
Myndskeið
Lay Low og Raggi Bjarna syngja fyrir UN Women
Í gær fór fram landssöfnun UN Women í samstarfi við RÚV um skaðlegar afleiðingar þvingaðra barnahjónabanda í Malaví. Margir lögðu söfnunni lið á ýmsan hátt en Lay Low og Raggi Bjarna tóku saman lagið Þannig týnist tíminn eftir Bjartmar Guðlaugsson í útsendingunni.
02.11.2019 - 11:29
Myndskeið
Raggi Bjarna 85 ára: „Hvaða aldur?“
Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Ragnar Bjarnason, fagnar 85 ára afmæli sínu á þessu ári. Að því tilefni blés hann til stórtónleika í Hörpu í kvöld, þar sem hann fer yfir ferilinn með aðstoð fjölmargra gesta. Raggi segir aldurinn ekki hafa nein áhrif á tónleikahöld svo lengi sem hann hafi gott fólk sér við hlið.
17.03.2019 - 21:42
Happy hour með Ragga Bjarna
Karl Orgeltríó var stofnað haustið 2013 af þeim Karli Olgeirssyni, Ásgeiri Ásgeirssyni og Ólafi Hólm. Hugmyndin var að spila orgeljazz, jazz þar sem Hammondinn er miðdepillinn enda gegnir hann einnig stöðu bassaleikara,orgelleikarinn getur gert það með vinstri!
02.10.2017 - 08:00
Mynd með færslu
Tónlist
Raggi Bjarna og Salka flytja lag eftir Björk
Karl Orgeltríó og Raggi Bjarna ásamt Sölku Sól sendu í dag frá sér tónlistarmyndband við ábreiðu sína af laginu „I‘ve Seen It All“ eftir Björk. Lagið, sem Björk flutti ásamt Thom Yorke söngvara Radiohead, var tilnefnt til Óskarverðlauna á sínum tíma, en það birtist í kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2000. Texti lagsins er eftir Björk, Sjón og Lars Von Trier.
07.04.2017 - 13:23