Færslur: #raftónlist

Landinn
Til skiptis á heilsugæslunni og í hljóðverinu
Doctor Victor er nafn sem hefur heyrst æ oftar upp á síðkastið. Hann hefur gefið út lög með bræðrunum Ingó Veðurguð og Gumma Tóta, Svölu og fótboltamanninum fyrrverandi Rúrik Gíslasyni og samdi nýlega við Sony. Doctors-viðbótin er ekki bara listamannsnafn því hann er útskrifaður læknir og vinnur á Heilsugæslunni í Efstaleiti. Hans raunverulega nafn er Victor Guðmundsson.
Ný tónlistarstefna verður til í Færeyjum
Færeyski tónlistarmaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Heiðrik á Heygum og Sigmund Zachariassen hófu nýverið samstarf.
14.06.2020 - 00:50
Verksmiðjan komin í gang
Í Verksmiðjunni fjalla tónlistarmaðurinn Daði Freyr og leikkonan Berglind Alda um nýsköpun, skapandi hugsun og iðngreinar. Fylgst er með ungum snillingum þróa hugmyndiur sínar í flottar frumgerðir.
03.05.2019 - 15:11
Pistill
Tónlist fyrir tunglið
Árið er 1969. Það er mikið rigningarsumar á Íslandi. Þú horfir á skjáinn eða hlustar á útvarpið. Í loftinu er bein útsending frá einum stærsta viðburði aldarinnar. Í dag lendir maðurinn á tunglinu.
28.04.2019 - 16:53
Myndskeið
„Þetta er allt sama lagið“
Gestir Lestarklefans ræddu nýju plötu tónlistarkonunnar Kristínar Önnu Valtýsdóttur, I must be the devil. „Þetta er innhverft, alvarlegt, fágað og vel gert en maður veltir fyrir sér hver er punkturinn? Af hverju er verið að segja mér þessar sögur?“ spyr Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður.
„Hinseginleiki af fullum krafti“
Fjöllistakonan Skaði Þórðardóttir gaf út fyrstu stuttskífu sína í síðustu viku. Á Stuttskífunni eru fjögur lög og nefnist hún Dimmar hvatir. Dansinn er í fyrirrúmi hjá Skaða, kjólar, nælonsokkabuxur, kynþokki, fljótandi kynvitund, glam-elektró og glimmer elektrópunk.
30.05.2017 - 11:00
Skautað yfir skemmtilegt hip hop
Stöðutékk á íslensku hiphop-senunni með hæfilegum útúrdúrum, ný plata með Dauðyflunum.
16.02.2016 - 18:36