Færslur: rafræn stjórnsýsla

Brasilíuforseti gagnrýnir enn rafrænt kosningakerfi
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu upphóf í dag að nýju gagnrýni sína á rafrænt kosningakerfi landsins sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1996. Hann hefur löngum dregið öryggi kerfisins í efa.
Víðtækt samstarf um rafrænar lausnir
Unnið er að því að koma upp stafrænu umboðsmannakerfi hjá stjórnsýslunni til að tryggja aðgengi aðstandenda að stafrænni þjónustu fyrir hönd þeirra sem geta ekki nýtt hana sjálfir. Um helgina var greint frá því að dæmi séu um að fólk með þroskahömlun hafi ekki aðgang að bankareikningum og frá ungum fötluðum manni sem gat ekki séð niðurstöðu úr COVID-prófi þar sem hann getur ekki fengið rafræn skilríki.
Myndskeið
Skjalakassar alla leið frá Reykjavík að Seljalandsfossi
Þjóðskjalasafnið mun fyllast af pappír á næstu árum eða áratugum vegna þess að safninu eru send skjöl á pappír. Skjöl sem þó eru fyrst og fremst rafræn. Starfsmenn safnsins hvetja fólk til að hætta að prenta út skjöl og skila þeim þess í stað á rafrænu formi. Það stefnir í að skjalakassar á safninu nái alla leið frá Reykjavík að Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum sem er nokkru austar en Seljalandsfoss.
01.10.2021 - 19:50