Færslur: Raforkuverð

Verðþak á raforkukostnað hollenskra heimila
Hollensk stjórnvöld boða þak á rafmagnsreikninga landsmanna frá 1. janúar 2023, í því augnamiði að verja neytendur gegn ört hækkandi orkuverði. Hollenska fréttastöðin NOS greindi frá þessu á mánudag. Samkvæmt heimildum NOS á þakið að miðast við raforkuverð í Hollandi í ársbyrjun 2022, áður en Úkraínustríðið hófst. Ekki stendur til að setja þak á raforkuverðið frá orkufyrirtækjunum, heldur á rafmagnskostnað notenda, og ríkissjóður greiðir mismuninn.
Ætla að hætta að borga orkureikningana
Margir Bretar fá hroll þegar þeir hugsa til komandi vetrar vegna síhækkandi verðs á flestum nauðsynjavörum. Verðbólga er komin yfir tíu prósent og jafnvel er gert ráð fyrir að hún fari í átján prósent eftir áramót. Hrollurinn jókst til muna fyrir helgi þegar Ofgem, stofnunin sem fer með orkumál í Bretlandi, tilkynnti um áttatíu prósenta hækkun á orku til húshitunar.
30.08.2022 - 08:15
Hækka verðþak á orku um áttatíu prósent
Orkuverð í Bretlandi kemur til með að hækka verulega í október. Ofgem, stofnunin sem fer með orkumál þar í landi, tilkynnti í morgun um að verðþak verði hækkað um áttatíu prósent, eða í 3.549 pund á ári. Þetta samsvarar nærri 600.000 íslenskum krónum.
26.08.2022 - 10:38
Spegillinn
Orkuverð í Svíþjóð í hæstu hæðum og orðið kosningamál
Raforkuverð í Suður-Svíþjóð hefur aldrei verið hærra en nú. Forsvarsmenn stjórnmálaflokka keppast við að lofa aðgerðum bæði í bráð og lengd; til að lækka kostnað landsmanna strax í vetur og tryggja aukna raforku í framtíðinni. Viðbúið er að raforkuverð hækki talsvert til viðbótar á næstu mánuðum, þegar vetur sverfir að.
23.08.2022 - 20:03
Morgunútvarpið
Loka fyrir rafmagn ef fólk finnur sér ekki raforkusala
Fólk sem hefur ekki valið sér raforkusala má búast við að lokað verði fyrir rafmagnið á næstu dögum.
27.06.2022 - 08:15
Eingreiðsla fyrirhuguð til fátækra ellilífeyrisþega
Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja til skattfrjálsa eingreiðslu til þeirra ellilífeyrisþega sem minnst hafa milli handanna. Forsætisráðherra vonast til að greiðsla berist fólkinu í sumar.
Segir að bönkum beri að létta undir með skuldurum
Viðskiptaráðherra segir að bönkunum beri að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti. Geri þeir það ekki segir ráðherra ekki útlokað að endurvekja bankaskattinn. Ofurhagnaður banka aukist enn með hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands.
Varar við hættu á orkuskorti verði ekkert að gert
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar varar við því að orkuskortur kunni að vera yfirvofandi verði ekkert að gert. Efirspurn eftir raforku verði meiri en framboðið sem leiði af sér að fyrirtæki fái ekki þá orku sem þau telja sig þurfa, orkuskipti gangi hægar og raforkuverð hækki meira enn ella væri.
Hörgull á rafmagni leiðir til olíunotkunar verksmiðja
Fiskimjölsverksmiðjur í landinu gætu þurft að grípa til olíu í stað rafmagns við vinnslu sína í vetur en Landsvirkjun hefur ákveðið að láta þeim nægja 25 megawött í janúar. Á fullum afköstum geta verksmiðjurnar nýtt um 100 megawött.
Hagnaður af álverinu að nýju
Umskipti hafa orðið í rekstri álversins í Straumsvík með hækkandi álverði og nýjum raforkusamningi við Landsvirkjun. Álverið skilar því hagnaði og er keyrt áfram á fullum afköstum.
15 milljarða orkufjárfesting 
Landsvirkjun og Norðurál hafa undirritað nýjan raforkusamning sem felur í sér framlengingu á fyrri samningi til þriggja ára eða út árið 2026, á föstu verði.
20.07.2021 - 14:13
Þrjú sveitarfélög hafa samþykkt Suðurnesjalínu tvö
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur, í gær. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki umfjöllun sinni en þegar hefur borist samþykki frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Myndskeið
Segir að Rio Tinto hafi ekki fengið neinn COVID-afslátt
Forstjóri Landsvirkjunar segir að enginn COVID-afsláttur hafi verið gefinn í nýjum fimmtán ára raforkusamningi fyrirtækisins við álver Rio Tinto á Íslandi. Forstjóri álversins segir að lokun þess hafi verið afstýrt.
15.02.2021 - 20:10
Segir mikilvægt að orkuverð séu opinberar upplýsingar
Trúnaði hefur verið aflétt af samningi Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls um verð á raforku til álvers Norðuráls á Grundartanga. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir birtingu slíkra upplýsinga vera í almannaþágu.
29.01.2021 - 13:16
Gjaldskrá Landsnets hækkar um tæp tíu af hundraði
Gjaldskrá Landsnets til dreifiveitna hækkar um 9,9% frá og með 1. janúar 2021. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsneti þar sem sagt er að kostnaður heimila og smærri fyrirtækja muni hækka um eitt til 1,5% því kostnaður við flutning til þeirra nemi tíu til 15% af rafmagnsreikningnum.
25.11.2020 - 22:17
Raforkuverð skerðir ekki samkeppnisstöðu
Þýska fyrirtækið Fraunhofer hefur lokið úttekt á samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi hvað varðar raforkuverð. Helsta niðurstaðan er að verðið skerði almennt ekki samkeppnishæfni gagnvart samanburðarlöndunum. Norðurál óskar eftir því að trúnaði um orkusamninga verði aflétt.
13.11.2020 - 14:03
Kvörtun Rio Tinto kom Landsvirkjun á óvart
Forstjóri Landsvirkjunar segir að kæra Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins komi á óvart. Hann vísar ásökunum um samkeppnisbrot á bug.
22.07.2020 - 20:46
Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins
Rio Tinto lagði í dag fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna Landsvirkjunar. Að þeirra mati fela mismunandi verð í raforkusamningum Landsvirkjunar í sér mismunun gagnvart viðskiptavinum, fyrirtækið misnoti þannig markaðsráðandi stöðu sína gagnvart ISAL, álverinu í Straumsvík.
Rafmagn með vind- og sólarorku í Grímsey
Ef hugmyndir starfshóps um orkuskipti í Grímsey ganga eftir verður allt rafmagn þar framleitt með vind- og sólarorku. Nú fá Grímseyingar rafmagn til lýsingar og húshitunar frá dísilrafstöð.
16.07.2020 - 13:25
Rio Tinto og Landsvirkjun ræða enn raforkuverð
Landsvirkjun á enn í viðræðum við Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um hugsanlegar breytingar á raforkusamningi og segist reiðubúin að koma til móts við fyrirtækið vegna rekstrarerfiðleika þess. Talsmaður Rio Tinto hér á landi segir að lokun á álveri móðurfélags þess á Nýja Sjálandi hafi engin áhrif á starfsemina hér á landi.