Færslur: Rafmynt

Kalush seldi verðlaunagripinn til styrktar landvörnum
Úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra hefur selt verðlaunagripinn sem henni áskotnaðist fyrir sigur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. Gripurinn var seldur á uppboði og andvirðið rennur til úkraínska hersins.
Frjálsu falli rafmynta líkt við hrunið 2008
Virði fjölmargra rafmynta hefur hrapað í vikunni. Viðskiptablaðamenn ytra líkja ástandinu við hrunið 2008 en í gær hafði heildarvirði rafmynta í heiminum minnkað um 300 milljarða dala frá upphafi viku.
13.05.2022 - 15:29
Rafmyntarglæpum fjölgar mjög í heiminum
Svokölluðum rafmyntarglæpum, netglæpum þar sem rafmynt kemur við sögu með einum eða öðrum hætti, hefur fjölgað afar mikið að undanförnu og verðmæti hins rafræna þýfis nær tvöfaldaðist á milli áranna 2020 og 2021, þegar það fór úr 7,8 milljörðum Bandaríkjadala í fjórtán milljarða, samkvæmt greiningu tæknifyrirtækisins Chain-analysis. Fréttablaðið greinir frá.
08.01.2022 - 05:34
Írönsku kjarnorkuveri lokað af tæknilegum orsökum
Starfsemi Bushehr kjarnorkuversins í Íran hefur verið stöðvuð tímabundð af tæknilegum orsökum. Það hefur því látið af rafmagnsframleiðslu meðan á lokuninni stendur.
21.06.2021 - 06:33
Myndskeið
Um 600 milljóna króna viðskipti með Bitcoin í janúar
Íslendingar versluðu með rafmyntina Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í síðasta mánuði samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Framkvæmdastjóri ráðsins segir að eftirlit með rafmyntinni hafi aukist verulega á síðustu árum.
18.02.2021 - 19:27
Ekkert eftirlit með „námagreftri“ eftir rafmynt
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands fylgist hvorki með né hefur upplýsingar um rafmynt, eða sýndarfé, sem „grafin er upp“ í námum í íslenskum orkuverum. Það varar þó við áhættu af notkun hennar.
11.02.2021 - 08:05
Fær ekki sekt fyrir 27 milljóna króna Bitcoin-uppskeru
Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu skattrannsóknarstjóra sem krafðist sektar yfir manni fyrir að vanframtelja fjármagnstekjur sínar sem voru til komnar vegna sölu á rafmyntinni Bitcoin. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hefði ekki fært skýr rök fyrir af hverju nauðsynlegt væri að sekta manninn.
26.07.2020 - 10:15
Viðtal
Ásdís Rán stjórnaði viðburðum fyrir svikamyllu
Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta skipulagði viðburði fyrir rafmyntarfyrirtækið OneCoin sem sætir lögreglu- og skattrannsóknum víða um heim. Stofnandi fyrirtækisins Ruja Ignatova er náin vinkona Ásdísar til tíu ára. Ásdís segist ekki líta svo á að OneCoin sé svikamylla. Málið hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum. Í viðtali við RÚV vill Ásdís ekki svara því hvort hún hafi fjárfest í OneCoin en segist alla vega ekki hafa tapað peningum á því.
22.11.2019 - 15:08
Facebook gefur út sitt eigið sýndarfé
Þriðjudaginn 18. júní tilkynnti stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, stofnun nýs gjaldmiðils á vegum tæknirisans, rafmyntina Libra. Yfirlýst markmið Facebook er að tengja saman fólk og hefur fyrirtækið smám saman reynt að verða nauðsynlegur vettvangur fyrir æ fleiri svið mannlegra samskipta – kannski var það bara timaspursmál þar til að tæknirisinn reyndi að verða vettvangur fyrir fjárhagsleg samskipti.
Valitor varar við svikamyllum
Greiðsluþjónustufyrirtækið Valitor varar fólk við að láta blekkjast af auglýsingum á samfélagsmiðlum þar sem þekktir Íslendingar eru sagðir hafa hagnast á viðskiptum með rafmyntina Bitcoin.
10.06.2019 - 07:30
Peningaþvættissíðu fyrir rafmyntir lokað
Hollenska fjársvikaeftirlitið, í samstarfi við Europol og yfirvöld í Lúxemborg, hefur lokað vefsíðunni bestmixer.io þar sem hægt var að þvætta illa fengnar rafmyntir. Síðan var ein stærsta sinnar tegundar í heiminum og var velta hennar um 200 milljónir dollara á ári.
23.05.2019 - 03:00
Tók milljónavirði rafmyntar með sér í gröfina
Um 190 milljóna bandaríkjadala virði rafmyntar er fast í nokkurs konar stafrænu svartholi eftir að stofnandi rafmyntarinnar lést. Svo virðist sem hann hafi tekið dulkóðaðan aðganginn að myntinni með sér í gröfina.
05.02.2019 - 06:29
Viðtal
Rafkrónur í stað reiðufjár
Seðlabanki Íslands kannar forsendur þess að gefa út rafrænt reiðufé. Seðlabankar víða um heim eru að gera slíkt hið sama til þess að bregðast við breyttum aðstæðum.
22.09.2018 - 20:06
Fréttaskýring
Bitcoin: Bull eða vísir að kerfisbyltingu?
Þetta er óstöðug mynt, fjármálaeftirlitið varar við henni en áhættusæknir fjárfestar hrífast. Á rafeyrir eftir að sigra heiminn eða er þetta bóla sem springur? Er hægt að treysta kerfi sem enginn veit hver hannaði fyrir opinberum skrám og alþjóðlegum skipaflutningum? Sýn viðmælenda Spegilsins er ólík en þeir eru sammála um að tæknin að baki rafmyntum, Kassakeðjutækni eða blockchain, sé byltingarkennd og komin til að vera. 
01.02.2018 - 16:53