Færslur: Rafbílar

300 megawött til að ná Paríasarsamkomulaginu
Til að loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð er áætlað að tveir af hverjum þremur fólksbílum verði rafknúnir árið 2030. Til þess þarf um 300 megawött. Sérfræðingur segir ljóst að bæta verði við einhverju afli og styrkja flutningskerfið. Meðaleyðsla rafbíla er um 20 kílöwött á hverja ekna 100 kílómetra.
09.09.2020 - 17:00
Hætta vonandi að slást með köplum og leiðslum
„Þetta er mikil réttarbót og vonandi hætta menn nú að slást með köplum og leiðslum,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, um breytingar á lögum um fjöleignarhús sem samþykktar voru í vikunni og eiga að liðka fyrir rafbílavæðingu.
11.06.2020 - 13:20
Þurfa ekki samþykki annarra íbúa fyrir hleðslubúnaðinum
Íbúar fjölbýlishúsa þurfa ekki samþykki annarra eigenda hússins til að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla.
11.06.2020 - 07:57
Blasir feigð við Renault?
Hugsanlegt er að franski bílaframleiðandinn Renault lifi ekki af samdráttinn sem fylgir kórónuveirufaraldrinum án aukins stuðnings franska ríkisins. CNN greinir frá þessu.
23.05.2020 - 05:24
Spegillinn
Vilja bjóða ferðamönnum hreinorkubíla
Eggert Benedikt Guðmundsson forstöðumaður Grænvangs segir að ef tækist að raforkuvæða alla bílaleigubíla myndi það flýta innleiðingu hreinorkubíla hér á landi og hafa jákvæð áhrif á ímynd Íslands. Rafvæðing allra bílaleigubíla á Íslandi er nú til skoðunar hjá aðilum í atvinnulífinu.     
Spegillinn
Ekki hægt að útiloka bílageymslubruna hér
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins á varð við flugvöllinn í Stavanger. Krafa sé um úðunarkerfi í bílakjöllurum og mikilvægt að reglulegt eftirlit sé með þeim. Hann segir líka að brunahætta sé ekki meiri í rafbílum en í venjulegum bílum.
10.01.2020 - 16:49
 · Innlent · Erlent · Bruni · Rafbílar · Slökkvilið
Nýorkubílar 26,7 prósent af bílasölu ársins
Skráningar á nýorkubílum hér á landi er töluvert langt á undan Evrópu, segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. 43 prósent af sölu nýrra fólksbíla í október hafi verið nýorkubílar og 26,6 prósent af heildarbílasölu ársins.
01.11.2019 - 11:03
Telur innviðina geta orðið mjög sterka
Samgönguráðherra telur að með fyrirhugaðri uppbyggingu hraðhleðslustöðva á landsbyggðinni geti innviðir fyrir orkuskipti bílaflotans orðið mjög sterkir. Íslensk stjórnvöld ætla að veita 250 milljónir króna í styrki á þessu ári til að fjölga hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla á þjóðvegum og hleðslustöðvum við gististaði. Gert er ráð fyrir jafnháu mótframlagi frá styrkþegum. 
Tuttugu sinnum fleiri rafbílar nú en árið 2015
Tuttugu sinnum fleiri raf- og tvinnbílar eru á götum landsins nú en fyrir fjórum árum. Hlutfall bílanna af heildarbílaflota landsmanna fer sífellt stækkandi og er nú um þrjú prósent. Stór hluti þingmanna á raf- eða tvinnbíl.
21.05.2019 - 20:53
Guðni fyllti á vistvæna bíla
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók nýja fjölorkustöð við Miklubraut formlega í notkun í dag þegar hann fyllti á þrjá vistvæna bíla með þremur endurnýjanlegum innlendum orkugjöfum. Evrópusambandið styrkti verkefnið um tæplega 280 milljónir króna.
15.05.2019 - 16:59
Segir að bensínstöðvum muni fækka á Akureyri
Það eru nærri helmingi fleiri bensínstöðvar á Akureyri en í Reykjavík miðað við íbúafjölda í þessum sveitarfélögum. Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir það stefnu bæjarins að jarðefnaeldsneyti víki fyrir nýjum orkugjöfum og þá fækki bensínstöðvum.
12.05.2019 - 11:10
Viðtal
28 bensínstöðvar í 5 km radíus frá Landspítala
Eðlilegt er, út frá hagrænu sjónarmiði, að bensínstöðvum í Reykjavík verði fækkað, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Talning félagsins fyrir tveimur árum leiddi í ljós að í 5 kílómetra radíus frá Landspítala við Hringbraut eru 28 bensínstöðvar.
11.05.2019 - 10:39
Sóun að hafa svo margar bensínstöðvar
Forsvarsfólk Skeljungs er jákvætt gagnvart þeirri ákvörðun borgarráðs í gær að flýta fækkun bensínstöðva. Aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, Már Erlingsson, segir að það sé sóun að hafa eins margar bensínstöðvar og verið hafa undanfarin ár.
Viðtal
Bensínstöðvar í íbúðahverfum fjarlægðar fyrst
Stjórnendur olíufélaganna hafa tekið vel í að bensínstöðvum verði fækkað í Reykjavík, segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar. Þar eru 44 bensínstöðvar. Á höfuðborgarsvæðinu er ein bensínstöð á hverja 2.700 íbúa. Til samanburðar er ein bensínstöð á hverja tíu þúsund íbúa í Lundúnum.
Fréttaskýring
Örlög bensínstöðva á rafbílaöld
Bensíndælum í Reykjavík verður fækkað um helming til ársins 2030 og árið 2040 verða þær að mestu horfnar, gangi loftslagsáætlun borgarinnar eftir. Olíufyrirtækin hafa breytt áherslum í rekstri, meðal annars til að búa sig undir orkuskiptin.
01.05.2019 - 07:21
Viðtal
Rafbílar helmingur bílaflotans árið 2030
Rafbílar verða um helmingur allra bíla hér á landi árið 2030 ef spá Orkuveitu Reykjavíkur gengur eftir. Þá verða þeir orðnir um 100.000 talsins. Á heimsvísu eru rafbílarnir flestir í Noregi, sé miðað við höfðatölu en næst flestir hér á landi.
16.04.2019 - 15:43
Viðtal
Venjulegar innstungur ekki fyrir rafbíla
Það hafa komið upp tvö tilvik hér á landi að undanförnu þar sem kviknað hefur í rafbílum því að venjuleg framlengingarsnúra var notuð til að hlaða þá. Jóhann Ólafsson, fagstjóri rafmagnsöryggissviðs hjá Mannvirkjastofnun, segir ekki öruggt að stinga rafbílum í samband í venjulegar innstungur. Hann hvetur fólk eindregið til að fá sér hleðslustöð og að fá faglærðan rafverktaka til að fara yfir málin á heimilinu áður en rafhleðsla hefst.
03.04.2019 - 16:31
Tesla fundaði með OR um hraðhleðslustöðvar
Tesla, bandaríski bíla- og tækniframleiðandinn, hefur átt í samræðum við Orku náttúrunnar og Orkuveitu Reykjavíkur um að eiga í samstarfi með hraðhleðslustöðvar hér á landi fyrir rafbíla. Hleðslustöðvar Teslu hlaða hraðar en aðrar hraðhleðslustöðvar.
Sala rafbíla heldur velli þrátt fyrir samdrátt
Sala nýrra bíla dregst nokkuð saman milli ára, hún var um sextán prósentum minni í ár en í fyrra. Sala rafmagnsbíla heldur hins vegar velli og ef svokallaðir tengiltvinnbílar eru taldir með eykst sala á rafmagnsknúnum bílum milli ára. Í fyrra var slegið met í skráningum nýrra fólksbíla, enda uppsöfnuð þörf talsverð að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Forstöðumaður greiningardeildar Arionbanka býst við meiri stöðugleika í greininni en verið hefur undanfarin ár.
30.12.2018 - 18:52
Á 0,4 kílómetra hraða að Suðurpólnum
Nú virðist það vera fjarlægur draumur að hollensk hjón komist á Suðurpólinn á rafbíl úr endurunnu plasti. Ferðin hefur sóst seint vegna veðurs. Verkefnastjóri hjá Artic Trucks segir að bílinn hafi staðið sig vel og að hver kílómetri sé sigur.
12.12.2018 - 16:50
 · Erlent · loftlagsmál · Rafbílar
„Slást með köplum og leiðslum“ út af rafbílum
Skeggöld og skálmöld er í uppsiglingu í fjölbýlishúsum vegna rafbílavæðingarinnar að mati formanns Húseigendafélagsins. Hann segir að orð um rafbílavæðingu séu fögur en innihaldslítil ef ekki sé farið að huga að innviðum. Stjórnvöld bregðist of seint við þróuninni.
13.11.2018 - 22:26
Fréttaskýring
Rafbílafjölgun nær ekki Parísarsamkomulaginu
Þó að rafbílum muni fjölga nokkuð ört á næstu árum mun það ekki nægja til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um rafbílavæðinguna. Einn skýrsluhöfunda segir að huga verði að fleiri aðgerðum til að flýta fyrir breytingum á bílaflota landsmanna.
01.11.2018 - 14:16
Ódýrara að reka rafbíl
Ríkisstjórnin stefnir að því að banna nýskráningu bíla sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu eftir árið 2030. Núllið talaði við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra um nýja aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
13.09.2018 - 13:11
Tesla flýr tollastríð og framleiðir í Kína
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur komist að samkomulagi við borgaryfirvöld í Sjanghæ í Kína um að setja þar á stofn verksmiðju og framleiða 500.000 rafbíla á ári.
10.07.2018 - 15:05
Skylt að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla
Þeim sem hanna íbúðarhúsnæði er nú skylt að gera ráð fyrir tengibúnaði fyrir hleðslu rafbíla við hvert bílastæði. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðar þessa breytingu á byggingarreglugerð um íbúðir, sem hefur þegar tekið gildi. 
06.07.2018 - 14:37