Færslur: Rafbækur

Kiljan
Útgáfa hljóðbóka hefur hundraðfaldast
Sprenging hefur orðið á undanförnum árum á útgáfu og hlustun hljóðbóka. Nú er svo komið að þriðjungur alls bókalesturs hér á landi er í formi hlustunar, sem gefur mögulega tilefni til þess að bókaskrif, ritlistin sjálf, séu hugsuð upp á nýtt.
17.02.2022 - 09:17
Bókin lifir áfram þrátt fyrir hækkandi pappírsverð
Bókaútgefandi telur að bækur hækki lítið sem ekkert í verði þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð pappírs hafi hækkað. Fréttir af dauða bóka á pappír segir hann ótímabærar en kveðst bjartsýnn á jólabókaflóðið.
11.10.2021 - 13:25
Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á Forlaginu
Samkeppniseftirlitið óskar nú eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á 70% hlutafjár Forlagsins. Það veitir þannig þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á því að koma að sjónarmiðum vegna hans.
06.08.2020 - 13:36
Áhyggjur af kaupum Storytel á Forlaginu
Rithöfundasamband Íslands telur ástæðu til að hafa áhyggjur af fákeppni í bókaútgáfu eftir kaup Storytel AB á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Rithöfundar og bókaútgefendur hafa lýst yfir áhyggjum af samningnum um kaupin og hélt Rithöfundasambandið fund um málið í morgun.
Forlagið selur Storytel AB 70% hlut
Sænska fyrirtækið, Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70% hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Samið var um að gefa ekki upp kaupverðið, sem verður staðgreitt.
Sextíu og tvö aðildarsöfn í Rafbókasafninu
Almenningsbókasöfn um allt land bjóða nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu en þar má finna rúmlega 3.000 rafbækur og 600 hljóðbækur, flestar á ensku í formi rafbóka.