Færslur: ræðismaður

Myndskeið
Rússar fordæma framferði norsks ræðismanns
Utanríkisráðuneyti Rússlands fordæmdi í dag hegðun norsks ræðismanns í Rússlandi. Ráðuneytið segir framferði konunnar smánarlegt en á upptökum úr öryggismyndavélum má heyra hana og sjá hella óbótaskömmum yfir hótelstarfsmenn.
Bandaríkjamenn skipa starfsfólki heim frá Shanghai
Öllu starfsfólki sem ekki hefur brýnum skyldum að gegna innan bandarísku ræðismannsskrifstofunnar í kínversku borginni Shanghai hefur verið skipað að yfirgefa borgina. Mikil fjölgun kórónuveirusmita og hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda eru ástæða heimkvaðningarinnar.
12.04.2022 - 03:20
Eldflaugum skotið að Arbil í Kúrdistan
Nokkrum eldflaugum var skotið í dögun að Arbil, höfuðstað sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í norðurhluta Íraks. Enginn virðist hafa særst í árásinni. Flaugunum var skotið úr austri utan landamæra Íraks og Kúrdistan.
13.03.2022 - 03:05