Færslur: Ráðherrann

„Reyndum virkilega að koma okkur í þennan hugarheim“
„Þetta er eiginlega fyrsta stóra íslenska dramaserían sem fjallar um stjórnmál. Við erum að splæsa saman stjórnmálum og geðveiki,“ segir Björg Magnúsdóttir einn af handritshöfundum Ráðherrans en fyrsti þátturinn er sýndur á sunnudagskvöld á RÚV.
18.09.2020 - 14:01
„Magnað hvernig eineltið situr í mér“
Þegar Aníta Briem var níu ára fékk hún eitt stórkostlegasta tækifæri lífs síns, að eigin sögn, sem var að leika Idu í Emil í Kattholti. Hún upplifði frelsi og öryggi í leikhúsinu sem var kærkominn flótti frá skólanum þar sem henni var svo mikið strítt að hún er enn að glíma við afleiðingarnar. Aníta er nýflutt til Íslands frá Bandaríkjunum og leikur í Ráðherranum, nýrri þáttaröð sem er frumsýnd á RÚV á sunnudag.
15.09.2020 - 14:29
„Leyfum við stjórnmálamönnum að vera andlega veikir?“
„Þetta er Ólafur Darri eins og þið hafið aldrei séð hann áður,“ lofar Nanna Kristín Magnúsdóttir annar leikstjóri Ráðherrans sem er nýr sjónvarpsþáttur sem brátt hefur göngu sína á RÚV. Í þættinum kynnast áhorfendur forsætisráðherra Íslands sem glímir við geðhvörf.
13.09.2020 - 10:38
Ráðherrann tilnefndur til PRIX Europa-verðlaunanna
Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann er tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna PRIX Europa sem besta leikna sjónvarpsefnið. Sagafilm er framleiðandi þáttanna.
11.09.2020 - 09:05
Myndskeið
Einstigi milli snilligáfu og geðveiki
Tökum er nýlokið á sjónvarpsþáttaröðinni Ráðherrann. Þar leikur Ólafur Darri Ólafsson forsætisráðherra sem glímir við geðhvörf.
28.08.2019 - 19:50