Færslur: Ráðherrann

„Það borðar enginn í Kringlunni í Alþingi“
Svanhildur Hólm, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, segir af og frá að aðstoðarmenn séu með talhólf eins og Hrefna í Ráðherranum. Enn fremur myndi ekki nokkur þingmaður láta grípa sig að snæðingi í Kringlunni, setustofu Alþingis, eins og formaður Framsóknarflokksins geri. Þrátt fyrir slík smáatriði naut hún þess að horfa á Ráðherrann líkt og aðrir gestir Lestarklefans.
18.11.2020 - 13:34
„Maður getur ekki verið algjörlega með Benedikt í liði“
Lokaþáttur Ráðherrans er á dagskrá á RÚV í kvöld og þá fá áhorfendur loksins að sjá hvernig fer fyrir forsætisráðherranum sem var kominn í afar sérkennilegar aðstæður þegar við sáum hann síðast. Hinn ofureinlægi og réttsýni Benedikt, sem leikinn er af Ólafi Darra, leggur í byrjun þáttaraðar upp með að bæta heiminn en gengur illa. Hann glímir við geðhvörf, kemst í mikla maníu og tekst að hrista upp í pólitíkinni og einkalífinu.
08.11.2020 - 11:48
Áhugaverðar staðreyndir Ráðherrans
Það eru margar áhugaverðar og duldar staðreyndir sem koma fyrir í Ráðherranum sem áhorfendur heima vita ekki um. Gísli Marteinn fékk þau Þuríði Blævi og Þorvald Davíð til að leysa frá skjóðunni.
Ráðherrann á meðal sjö efstu þátta Prix Europa
Ráðherrann er á meðal sjö þáttaraða sem tilnefndar eru til evrópsku ljósvakaverðlaunanna, Prix Europa, í ár. Verðlaunin verða afhent 27. október.
20.10.2020 - 11:15
4 atriði í Ráðherranum sem gátu orðið kynlífsatriði
Þetta er ekki rétti tíminn til að afneita tilfinningum sínum og löngunum. Það er hellingur af kynlífi í Ráðherranum en það gæti verið meira.
15.10.2020 - 12:07
Ráðherrann seldur til Bandaríkjanna og víðar
Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann í framleiðslu Sagafilm hefur verið seld til sýninga í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og Suður Evrópu.
14.10.2020 - 11:13
Ráðherrann tilnefndur til verðlauna í Feneyjum
Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann var tilnefnd til Venice TV Award sem veitt voru í Feneyjum í gær fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni á árinu. Það var stuttserían The New Pope sem varð hlutskörpust en meðal annars sem tilnefnt var í sama flokki voru bresku glæpaþættirnir Peaky Blinders. Tilkynnt var um sigurvegara á sama tíma og tilnefningarnar voru kynntar.
29.09.2020 - 15:12
Ben Stiller í óvæntu gestahlutverki í Ráðherranum
Stórleikarinn Ben Stiller átti stutta en óvænta innkomu í öðrum þætti af Ráðherranum sem sýndur var í gær. Þar leikur hann sjálfan sig og birtist skyndilega á síma einnar persónunnar í myndbandi þar sem hann mótmælir hvalveiðum Íslendinga.
28.09.2020 - 11:42
Sjáðu Boga og Ólaf Harðar spinna í Ráðherranum
Í fyrsta þætti af Ráðherranum á sunnudagskvöld mátti sjá Ólaf Þ. Harðarson og Boga Ágústsson leika sjálfa sig í kunnulegum aðstæðum á kosninganótt. Alls voru teknar upp 20 mínútur af spjalli félaganna en þeir studdust ekki við neitt handrit heldur spunnu af fingrum fram út frá skálduðum kosninganiðurstöðum þáttarins.
23.09.2020 - 11:11
Ólafur Darri á nálum yfir Ráðherranum
Ólafur Darri Ólafsson er alla jafna ekki stressaður fyrir „stóra kvöldinu“ svokallaða, enda leikari hokinn af reynslu. Nýjasta verkefnið, sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann þar sem hann fer með aðalhlutverkið, reynist honum þó erfiðara en önnur.
20.09.2020 - 12:49
„Reyndum virkilega að koma okkur í þennan hugarheim“
„Þetta er eiginlega fyrsta stóra íslenska dramaserían sem fjallar um stjórnmál. Við erum að splæsa saman stjórnmálum og geðveiki,“ segir Björg Magnúsdóttir einn af handritshöfundum Ráðherrans en fyrsti þátturinn er sýndur á sunnudagskvöld á RÚV.
18.09.2020 - 14:01
„Magnað hvernig eineltið situr í mér“
Þegar Aníta Briem var níu ára fékk hún eitt stórkostlegasta tækifæri lífs síns, að eigin sögn, sem var að leika Idu í Emil í Kattholti. Hún upplifði frelsi og öryggi í leikhúsinu sem var kærkominn flótti frá skólanum þar sem henni var svo mikið strítt að hún er enn að glíma við afleiðingarnar. Aníta er nýflutt til Íslands frá Bandaríkjunum og leikur í Ráðherranum, nýrri þáttaröð sem er frumsýnd á RÚV á sunnudag.
15.09.2020 - 14:29
„Leyfum við stjórnmálamönnum að vera andlega veikir?“
„Þetta er Ólafur Darri eins og þið hafið aldrei séð hann áður,“ lofar Nanna Kristín Magnúsdóttir annar leikstjóri Ráðherrans sem er nýr sjónvarpsþáttur sem brátt hefur göngu sína á RÚV. Í þættinum kynnast áhorfendur forsætisráðherra Íslands sem glímir við geðhvörf.
13.09.2020 - 10:38
Ráðherrann tilnefndur til PRIX Europa-verðlaunanna
Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann er tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna PRIX Europa sem besta leikna sjónvarpsefnið. Sagafilm er framleiðandi þáttanna.
11.09.2020 - 09:05
Myndskeið
Einstigi milli snilligáfu og geðveiki
Tökum er nýlokið á sjónvarpsþáttaröðinni Ráðherrann. Þar leikur Ólafur Darri Ólafsson forsætisráðherra sem glímir við geðhvörf.
28.08.2019 - 19:50