Færslur: R. Kelly

Verjandi R. Kelly segir hann kyntákn og glaumgosa
Verjendur tónlistarmannsins R. Kelly sögðu hann vera kyntákn og glaumgosa í lokaræðu sinni í réttarhöldum gegn honum vegna kynferðisbrota í gær. Þeir sögðu þau sem ásökuðu Kelly um brotin vera æsta aðdáendur sem vilji græða pening. 
24.09.2021 - 04:57
Réttarhöldum yfir R. Kelly við það að ljúka
Saksóknari í málinu gegn söngvaranum R. Kelly segir hann hafa notað lygar, stjórnun, hótanir og líkamlega áreitni til þess að gera sér kleift að fremja kynferðisbrot áratugum saman. Saksóknari flutti lokaræðu sína í réttarhöldunum yfir Kelly í gærkvöld.
23.09.2021 - 03:28
Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í New York í dag
Réttarhöld yfir söngvaranum, lagahöfundinum og framleiðandanum R. Kelly hefjast í New York í dag. Kelly sætir ákæru fyrir mörg og margvísleg kynferðisbrot.
18.08.2021 - 12:02
Myndskeið
Laus úr fangelsi en gæti fengið þungan dóm
Tónlistarmaðurinn R Kelly er laus úr fangelsi en hann er ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum og ungum konum. Meint brot teygja sig yfir langt tímabil en hann hefur verið einnig verið sakaður um kynferðisbrot gegn táningsstúlkum á tíunda áratugnum. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
26.02.2019 - 15:29
Erykah Badu kemur R. Kelly til varnar
Söngkonan Erykah Badu kom tónlistarmanninum R. Kelly til varnar á tónleikum sínum í Chicago á laugardagskvöld. Þar fór hún með „bæn“ fyrir hinum vinsæla söngvara sem er þó óðum að vera gerður útlægur úr tónlistarbransanum vegna ásakana um kynferðisofbeldi.
21.01.2019 - 13:59
Plötusamningi við R. Kelly rift
Bandaríska hljómplötuútgáfan Sony Music hefur rift plötusamningi við tónlistarmanninn R. Kelly. Frá þessu var greint í tímaritunum Variety og Billboard í dag. Þetta gerðist eftir að heimildarþátturinn Surviving R. Kelly var sýndur þar sem hann var sakaður um að hafa beitt konur kynferðislegu ofbeldi.
18.01.2019 - 22:47
Lady Gaga opnar sig um kynferðisbrot R. Kelly
Poppstjarnan Lady Gaga hefur nú fjarlægt lag sitt Do What You Want (With My Body) af Spotify þar sem R. Kelly er gestasöngvari, en Kelly hefur verið ásakaðar um kynferðisbrot og misneytingu gegn tugum ungra kvenna um áratugaskeið
10.01.2019 - 18:44
R. Kelly neitar ásökunum í 19 mínútna lagi
Söngvarinn R. Kelly gaf út í gær 19 mínútna langt lag, I admit, þar sem hann játar einmitt ekki ásakanir sem hafa beinst að honum um að halda ungum konum í kynlífsánauð.
24.07.2018 - 12:23
Spotify endurskoðar ritskoðunarstefnu
Spotify hyggst endurskoða stefnu sína um ritskoðun efnis á lagalistum streymisveitunnar. Pressa frá stjörnum á borð við Kendrick Lamar hefur þar áhrif. Mikil umræða hefur skapast í kringum þá ákvörðun fyrirtækisins að fjarlægja efni tónlistarmannsins R. Kelly af lagalistum vegna ásakana um kynferðisofbeldi sem á hann hafa verið bornar.
Heimildarmynd væntanleg um kvennabúr R. Kelly
Ásakanir á hendur tónlistarmanninum R. Kelly eru viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar sem Buzzfeed News framleiðir fyrir Hulu. Fjölmiðlamaðurinn Jim DeRogatis verður meðal viðmælenda í myndinni en hann skrifaði eldfima 4.800 orða grein í júlí í fyrra þar sem R. Kelly var borinn þungum sökum.