Færslur: Protasevich

Protasevich fluttur í stofufangelsi
Hvít-rússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich, sem var handtekinn um borð í flugvél sem var þvinguð til lendingar í maí hefur verið fluttur í stofufangelsi.
25.06.2021 - 15:02
Protasevich sagður liggja þungt haldinn á sjúkrahúsi
Fyrrverandi yfirmaður hvítrússneska blaðamannsins Romans Protasevich segir hann liggja þungt haldinn og hjartveikan á sjúkrahúsi. Breska ríkisútvarpið greindi frá þessu síðdegis. Protasevich var handtekinn í Minsk í gær eftir að farþegaflugvél, þar sem hann var um borð, var skyndilega snúið til Minsk.
24.05.2021 - 18:17
Lettar og Hvítrússar vísa diplómötum hvors annars burt
Lettnesk stjórnvöld tilkynntu síðdegis að þau hefðu vísað öllum hvítrússneskum diplómötum úr landi. Stuttu áður höfðu hvítrússnesk yfirvöld vísað lettneskum diplómötum úr landi, eftir að lettnesk yfirvöld flögguðu fána hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í stað hvítrússneska fánans á alþjóðlegu íshokkímóti. Með því brugðust Lettar við handtöku hvítrússneska blaðamannsins Roman Protasevich í gær. Leiðtogar Evrópusambandsríkja koma saman í kvöld og ræða þvingunaraðgerðir á hendur Hvítrússum.
24.05.2021 - 16:29
Flugfélög forðast hvítrússneska lofthelgi
SAS-flugfélagið ætlar að forðast flug um hvítrússneska lofthelgi eftir að vél sem var á leið frá Grikklandi til Litháens var þvinguð til lendingar í gær og hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich handtekinn í Minsk þegar vélin var lent.
24.05.2021 - 15:44
Óttast dauðarefsingu í Minsk
Farþegar í flugvélinni sem var snúið til Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær, þar sem hvít-rússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich var handtekinn, segja að það hafi verið óhugnanlegt þegar vélinni var skyndilega snúið við. Þeir hafi óttast að vélin væri að hrapa. Protasevich hafi orðið dauðskelkaður þegar hann áttaði sig á því að aðgerðirnar væru vegna hans.
24.05.2021 - 12:21
Segir aðgerðir Hvítrússa ólöglega yfirtöku
Írski utanríkisráðherrann Simon Coveney segir aðgerðir hvítrússneskra yfirvalda í flugvél Ryanair í gær jafngilda ólöglegri yfirtöku á vélinni af hálfu ríkisins. Michael O-Leary, forstjóri Ryan-air, telur að fulltrúar hvítrússnensku leyniþjónustunnar hafi verið um borð. Vél Ryanair var snúið til Minsk í Hvíta-Rússlandi á leið frá Grikklandi til Litháen í gær þar sem blaðamaðurinn Roman Protasevich var handtekinn.
24.05.2021 - 10:16