Færslur: Procar

Procar fær ekki sex Opel-bíla frá Bílabúð Benna
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu bílaleigunnar Procar um að sex Opel Mokka-bílar yrðu teknar úr vörslum Bílabúðar Benna og afhentir bílaleigunni var hafnað. Númeraplötur bílanna hafa verið fjarlægðar og þeim verið komið fyrir á malarplani við Bílabúð Benna vegna ógreiddra reikninga upp á samtals sex milljónir króna.
06.05.2020 - 11:41
Myndskeið
Níu ný tilvik um kílómetrasvindl ári eftir Procar
FÍB veit af níu tilvikum um kílómetrasvindl síðastliðið ár. Ekkert er tengt bílaleigunni Procar sem varð uppvís að slíku svindli í fyrra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að eitt mál hafi verið kært til lögreglu, önnur séu í rannsókn. 
12.02.2020 - 19:19
130 tilvik til rannsóknar vegna Procar-svindlsins
Héraðssaksóknari hefur rúmlega 130 tilvik til rannsóknar þar sem rökstuddur grunur er um að kílómetrastaða bifreiða sem bílaleigan Procar seldi hafi verið færð niður. Samkvæmt svörum frá embætti héraðssaksóknara miðar rannsókninni ágætlega.
21.01.2020 - 12:00
Myndskeið
Helmingur hefur þegið bætur frá Procar
Helmingur þeirra sem keypti bíl sem Bílaleigan Procar hafði breytt kílómetrastöðu í, hefur þegið bætur. Procar hefur alls boðið eigendum um 130 bíla bætur. Fólk fær fjórar vikur til að ákveða hvort það þiggi bæturnar sem boðnar eru eða ekki.
30.06.2019 - 20:00
Samgöngustofa svarar um Procar
Samgöngustofa hafði ekki lagaheimild til þess að svipta bílaleigu starfsleyfi að því er kemur fram í tilkynningu Samgöngustofu. Bílaleigan Procar er ekki nefnd á nafn í tilkynningunni en á samhenginu virðist greinilegt að átt er við hana.
Hátt í 20 kærur á hendur Procar til lögreglu
Héraðssaksóknari tók að sér lögreglurannsókn á Procar-málinu fyrir rúmri viku síðan. „Það liggja fyrir hátt í tuttugu kærur. Í sumum eru fleiri en einn einstaklingur að kæra,“ segir Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn.
05.06.2019 - 12:21
Íþyngjandi að svipta rekstrarleyfi
Rannsókn lögreglu á Procar málinu er umfangsmikil og óvíst hvenær henni lýkur. Enginn hefur verið handtekinn. Dómsmálaráðherra segir það mjög íþyngjandi að svipta fyrirtæki starfsleyfi .
25.04.2019 - 19:00
Staðfesta hvort kílómetra­staðan sé rétt
Bílaumboðið Askja telur sig geta staðfest hvort átt hafi verið við kílómetrastöðu bíla af þeim tegundum sem fyrirtækið flytur inn. Þeim sem eiga bíla frá umboðinu, sem áður voru í eigu Procar, býðst að láta kanna hvort kílómetrastöðunni hafi verið breytt.
12.03.2019 - 22:00
Fréttaskýring
Gögn Procar stemma ekki
Frá því að Kveikur upplýsti um umfangsmikil og skipulögð svik bílaleigunnar Procar við sölu notaðra bíla, þar sem kílómetrastaða þeirra var færð niður, hafa þeir sem eiga gamla bíla frá leigunni reynt að sannreyna hvort átt hafi verið við bílana.
12.03.2019 - 20:00
SVÞ vilja bílaleigubíla í skoðun árlega
Samtök verslunar og þjónustu telja að nauðsynlegt sé að eftirlit með bílaleigubílum sé tíðara. Vísbendingar séu um að bílaleigubílum sé ekið jafn mikið á fyrsta eina til eina og hálfa árinu eftir nýskráningu og fólksbíl í einkaeigu er ekið á fjórum árum.
27.02.2019 - 10:17
Procar: Krefjast ýmist skaðabóta eða riftunar
Verið er að undirbúa kröfubréf og í öðrum tilvikum riftunarbréf fyrir tuga eigenda bíla sem áður voru í eigu bílaleigunnar Procar, að sögn Páls Bergþórssonar, lögmanns hjá Rétti.
27.02.2019 - 06:51
Myndskeið
Vilja efla traust á bílasölugreinina
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar segir að í flestum bílategundum sé bara haldið utan um kílómetrastöðu á einum stað. Erfitt sé að sannreyna hana ef bílarnir hafi ekki komið í þjónustuskoðun. Procar-svindlið sé slæmt fyrir bílasölugreinina í heild.
20.02.2019 - 08:30
Myndskeið
Svikin umfangsmeiri en Procar hefur viðurkennt
Svik bílaleigunnar Procar gagnvart þeim sem keyptu notaða bíla af fyrirtækinu spanna mun lengra tímabil en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt. Bílasalar sem hafa haft bíla fyrirtækisins í sölu hafa í gær og í dag reynt að afhenda fyrirtækinu bílana.
14.02.2019 - 19:00
Procar vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar
Bílaleigunni Procar ehf. hefur verið vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) vegna þeirra brota sem bílaleigan hefur verið uppvís að og greint var frá í fréttaskýringarþættinum Kveik í gærkvöldi. Brottvísunin var einróma ákvörðun stjórnar samtakanna.
13.02.2019 - 18:10
Fréttaskýring
Breyta kílómetrastöðu bíla fyrir sölu
Sprengingin sem varð í fjölda ferðamanna eftir hrun hefur haft mikil og jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi. Eitt af því sem hefur gerst er að bílaleigum hefur fjölgað mikið og með þeim auðvitað bílaleigubílum. Á síðustu árum hafa bílaleigurnar verið drifkrafturinn í endurnýjun bílaflotans – og því eru gamlir bílaleigubílar stór hluti þeirra bíla sem hér eru seldir notaðir.
12.02.2019 - 20:00