Færslur: Prikið

„Nú getum við notið samvistar við Margeir á ný“
Veitingastaðurinn Prikið tók í dag við strætóskýli sem áður stóð við Njarðargötu í Vatnsmýri til varðveislu. Skýlið er merkilegt fyrir þær sakir að á því er listaverk eftir Mar­geir Dire Sig­urðar­son, mynd­list­ar­mann sem lést árið 2019. Einn eig­enda Priks­ins segir magnað að geta varðveitt verkið á þennan hátt en Margeir var tíður gestur á staðnum.
09.03.2021 - 14:16
Viðtal
Sátu eins og hænur á priki
Helgi Hafnar Gestsson hefur farið nánast á hverjum degi frá árinu 1970 á Prikið á horni Laugavegs, Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Þar situr hann á sama stað og drekkur úr sama bolla og spjallar við gesti og gangandi um heima og geima. Magnea B. Valdimarsdóttur kvikmyndagerðarkona er að gera heimildarmynd um Helga, Prikið og miðborg Reykjavíkur.