Færslur: Pósturinn

Pósthúsinu á Selfossi lokað og starfsmaður í sóttkví
Búið er að loka pósthúsinu á Selfossi eftir að starfsmaður þar var sendur í sóttkví. Ljóst er að töluverð röskun verður á póstþjónustu á svæðinu í dag en búist er við því að starfsemin verði með hefðbundnu sniði strax eftir helgi.
31.07.2020 - 14:09
Myndskeið
Sjö tonn af varningi frá AliExpress bíða tollmeðferðar
Póstinum barst í síðustu viku sending frá Kína sem innihélt um það bil sjö tonn af varningi sem Íslendingar hafa pantað á Aliexpress síðustu mánuði. Von er á nokkrum tonnum til viðbótar í vikunni.
13.07.2020 - 19:25
Pósturinn ætlar að dreifa matvöru í sveitir landsins
Pósturinn undirbýr nú heimkeyrslu á matvöru og annarri dagvöru til heimila í sveitum landsins. Verkefnið hefst í Skagafirði á næstu dögum og er áfromað að hefja dreifingu á fleiri svæðum.
Pósturinn selur Samskipti
Pósturinn hefur selt dótturfélagið Samskipti. Kaupendur eru hópur lykilstarfsmanna Samskipta undir forystu Þórðar Mar Sigurðarsonar framkvæmdastjóra Samskipta. Samskipti er prentsmiðja sem var stofnuð árið 1978.
04.03.2020 - 09:52
Útgefandi í atvinnuleit vegna ákvörðunar Íslandspósts
Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri og útgefandi bæjarmiðilsins Hafnfirðings, segir á Facebooksíðu sinni að sökum þess að Íslandspóstur ætlar að hætta að dreifa bæjarblöðum á suðvesturhorni landsins sé hún í atvinnuleit frá og með 1. maí.
07.02.2020 - 17:49
Wuhan-veiran hefur áhrif á póstsendingar
Búast má við að tafir verið á öllum sendingum til og frá Kína á næstum vikum vegna þess að mörg flugfélög hafa ákveðið að aflýsa ferðum til Kína vegna Wuhan-veirunnar.
31.01.2020 - 13:29