Færslur: Plata vikunnar

Sturla Atlas - 101 Nights
Plata vikunnar á Rás 2 er nýtt "mixtape" Sturlu Atlas - 101 Nigths Sturla Atlas & 101 Boys gáfu fyrr í mánuðinum út sitt þriðja “mixtape”, 101 Nights. Aðdáendur sveitarinnar hafa beðið eftir útgáfunni með mikilli eftirvæntingu og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. Sveitin heldur uppteknum hætti í útgáfu og er platan fáánleg án endurgjalds á öllum helstu streymisþjónustum.
27.03.2017 - 12:39
Alvia Islandia - Bubblegum Bitch
Plata vikunnar er fyrsta plata Alviu Islandia- Bubblegum Bitch, hún vann m.a til Kraums verðlauna. Titilag plötunnar Bubblegum Bitch var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunana sem lag ársins 2016. Platan var unninn í samvinnu við Hermann Bridde hljóðverkfræðing. Einnig komu við sögu BangrBoy og EmmiBeats
20.03.2017 - 10:15
Suð - Meira suð
"Indí-rokk tríóið Suð snéri aftur á síðasta ári eftir margra ára hlé og gaf út breiðskífuna Meira suð. Þetta er önnur skífa sveitarinnar en fyrsta útgáfan, Hugsanavélin, leit dagsins ljós árið 1999. Á Meira suð er áfram unnið í heiðarlegu, einföldu og melódísku indírrokki og það má segja að platan sé náttúrulegt framhald af hinni fyrri með ögn meira kryddi og fjölbreytni.
13.03.2017 - 13:32
Jón Ólafsson - Fiskar
Plata vikunnar á Rás 2 þessa vikuna er ný plata Jóns Ólafssonar - Fiskar. Jón Ólafsson hefur nú sent frá sér sína þriðju plötu, en fyrri tvær plöturnar komu út árin 2004 og 2007. Lög og textar eru eftir Jón að undanskildum tveimur textum eftir Stefán Mána og Hallgrím Helgason.
06.03.2017 - 12:43
Helena Eyjólfsdóttir - Helena
Plata vikunnar á Rás 2 er ný plata Helenu Eyjólfsdóttur - Helena. Söngkonuna Helenu Eyjólfsdóttur þarf vart að kynna, – hún er fyrir löngu komin í þann hóp listamanna sem við köllum þjóðargersemi.
27.02.2017 - 11:00
Paunkholm - Kaflaskil
Plata vikunnar er Kaflaskil með Paunkhólm. Kaflaskil er fyrsta plata Paunkholm en maðurinn á bakvið Paunkholm er Franz Gunnarsson. Kaflaskil inniheldur 12 lög sem eru flutt af Kristófer Jensson, Tinnu Marínu, Eyþórs Inga Gunnlaugssonar, Ernu Hrönn, Stefáns Jakobssonar, Bryndísar Ásmunds, Magna Ásgeirssonar, Guðfinns Karlssonar ásamt hljómsveit og strengjaleikara.
20.02.2017 - 11:38
AUÐUR - Alone
Tónlistamaðurinn AUÐUR á plötu vikunnar á Rás 2, „Alone“ Auðunn Lúthersson byrjaði tónlistarferil sinn í harðkjarna - og hávaðarokksveitum. Eftir að hafa séð James Blake á Sónar 2013 umpólaðist hann í raftónlistarmanninn AUÐUR og er nú tilbúinn að gefa út frumraun sína, Alone. AUÐUR gaf reyndar gestum Iceland Airwaves tækifæri á forhlustun á plötunni á Austurvelli ala Pokémon GO og veiddu hátt í 4.000 manns plötuna með farsímum sínum þá.
03.02.2017 - 16:26
Elíza Newman - Straumhvörf
Plata vikunnar á Rás 2 þessa vikuna er ný plata Elízu Newman - Straumhvörf, en hún er fjórða sóló breiðskífa hennar. Straumhvörf hefur fengið góðar viðtökur og dóma og telja margir að þetta sé ein besta plata Elízu til þessa.
30.01.2017 - 09:38
Aron Can - Þekkir stráginn
Plata vikunnar á Rás 2 er „Þekkir stráginn“ með Aroni Can. Aron Can kom eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna þegar hann gaf út sína fyrstu plötu, Þekkir Stráginn, í maí 2016 - þá 16 ára gamall. Platan hlaut mikið lof gagnrýnenda og var ein mest spilaða plata ársins 2016 á Spotify.
14.01.2017 - 11:30
Bambaló - Ófelía
Platan Ófelía hefur verið á teikniborðinu í mörg ár en aldrei verið rétti tíminn fyrr en núna. Tónlistin er öll eftir mig og á ég líka helminginn af textunum en hinn helmingin á Bergur Þór Ingólfsson vinur minn, leikari og leikstjóri.
09.01.2017 - 10:03
Loforð um nýjan dag
Sváfnir Sigurðarson hefur sent frá sér plötuna Loforð um nýjan dag en það er jafnframt hans fyrsta sólóplata. Á plötunni leikur með Sváfni hljómsveitin Drengirnir af upptökuheimilinu, sem var sérstaklega sett saman til að vinna að gerð plötunnar
Hilda Örvars - Hátíð
Plata vikunnar á Rás 2 er Hátíð, ný plata Hildu Örvars sem er jafnframt hennar fyrsta sólóplata. Á honum eru jólalög frá Íslandi og Norðurlöndunum. Að geisladisknum koma frábærir listamenn ásamt Hildu; Atli Örvarsson sér um að útsetja tónlistina á töfrandi hátt, Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel, Einar Scheving á slagverk, Greta Salóme á fiðlu, Ásdís Arnardóttir á selló og Kristján Edelstein á gítar. Upptökur og hljóðblöndun eru í höndum Steve McLaughlin.
19.12.2016 - 10:33
„Það hlakka allir til nema ég“
Þorvaldur Davíð ásamt hljómsveitinni Skafrenningunum gefa út plötuna Jólin! Það hlakka allir til nema ég. Platan er með djassívafi og talsvert lágstemmdari og rólegri en flestar aðrar jólaplötur. Lög plötunnar eiga það öll sameiginlegt að hafa verið áður flutt af Chet Baker.
Tómas R. - BONGÓ
Út er kominn geisladiskurinn Bongó með tíu manna latínsveit Tómasar R. Einarssonar. Hlustendur geta heyrt lög af plötunni alla vikuna og gætu unnið sér eintak af plötunni ef heppnin verður með þeim í liði. Platan verður spiluð í heild sinni með kynningum Tómasar í kvöld, 28. nov. klukkan 22:05 á Rás 2
28.11.2016 - 09:57
What I Saw on the Way to Myself
Moji & The Midnight Sons er einstakt band með einstaka sögu. Stofnuð fyrir einstaka tilviljun þegar hin hæfileikaríka Moji Abiola kynntist Bjarna M Sigurðarsyni og Frosta Jóni Runólfssyni og úr varð sambræðingur bandarískrar sálartónlistar og íslenskrar rokktónlistar.
Úrvalslög
Það er Stefán Hilmarsson sem á plötu vikunnar þessa vikuna. Samhliða 50 ára afmælistónleikunum Stefáns, sem haldnir voru í Hörpu, kom út tvöföld safnplata, „Úrvalslög“. Hún geymir 39 lög sem skara fram úr á ferli hans til þessa. Plöturnar eru þverskurður af því sem Stefán hefur hljóðritað frá upphafi. Gripurinn inniheldur m.a. nýja lagið, „Þú ferð mér svo ósköp vel“. Platan er ómissandi í safnið hjá áhangendum Stefáns.
14.11.2016 - 11:14
Plata vikunnar - Úrvalslög
Það er Stefán Hilmarsson sem á plötu vikunnar þessa vikuna. Samhliða 50 ára afmælistónleikunum Stefáns, sem haldnir voru í Hörpu, kom út tvöföld safnplata, „Úrvalslög“. Hún geymir 39 lög sem skara fram úr á ferli hans til þessa. Plöturnar eru þverskurður af því sem Stefán hefur hljóðritað frá upphafi. Gripurinn inniheldur m.a. nýja lagið, „Þú ferð mér svo ósköp vel“. Platan er ómissandi í safnið hjá áhangendum Stefáns.
14.11.2016 - 11:13
Enjoy!
Enjoy! er fyrsta platan frá Mugison síðan metsöluplatan Haglél kom út árið 2011 eða fyrir 5 árum. Enjoy! er plata vikunnar á Rás 2.
07.11.2016 - 13:09
Tíminn
Hjartalæknirinn og lagasmiðurinn Helgi Júlíus gefur um þessar mundir út sína sjöttu breiðskífu. Um er að ræða 9 laga plötu sem hefur titilinn „Tíminn“. Í þetta skiptið ber á áhrifum fönk tónlistar auk fallegra melódískra laga. Tíminn er plata vikunnar á Rás 2.
24.10.2016 - 08:00
Tinnitus Forte
Kronika var stofnuð árið 2016 í þeim tilgangi að breyta heiminum og gera það hratt. Á undraskömmum tíma urðu til átta lög og gegn skynsemi, markaðsþróun og bölsýni var vaðið í gerð breiðskífu og útgáfu á henni. Platan Tinnitus Forte er nú komin út og er plata vikunnar á Rás 2.
17.10.2016 - 13:48
Bjössi
Bjössi er ný plata sem gítarsnillingurinn Robben Ford vann með Bjössa Thor og söngkonunni Önnu Þuríði. Á plötunni eru lög eftir Bjössa, Bob Dylan og Robben Ford.
Vögguvísur Yggdrasils
Vögguvísur Yggdrasils er fjórða hljóðversplata Skálmaldar en sveitin hreinlega breytti íslensku þungarokkslandslagi með útgáfu fyrstu plötu sinnar, Baldur, árið 2010.
26.09.2016 - 09:55
Skrímslin
Skrímslin er lifandi og skemmtilegur geisladiskur fyrir krakka sem hefur að geyma 13 skrímslalög. þarna kynnumst við skrautlegum skrímslum sem einhvern tímann verða á vegi okkar allra, srkímsli eins og Hikstaskrímslið, Táfýluskrímslið og Prumpuskrímslið svo eitthvað sé nefnt. Skrímslin eiga plötu vikunnar á Rás 2.
12.09.2016 - 14:11
Árbraut
Árbraut er önnur plata Hjalta Jónssonar, sem syngur og spilar á gítar, og Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur, sem syngur og spilar á fiðlu. Platan er að mörgu leiti ólík fyrri plötu þeirra sem kom út árið 2013 en á henni fluttu þau að mestu lög og texta annarra.
05.09.2016 - 08:00
Island Songs
Island Songs er sjónræn plata eftir Ólaf Arnalds þar sem íslensk náttúra og íslenskir listamenn eru í forgrunni. Verkin eru samin með íslenska tónlistarmenn í huga en í hverju lagi hefur Ólafur fengið listamenn úr þeirra heimabyggð til samstarfs við sig.
29.08.2016 - 16:41