Færslur: Plast

Kynnir nýja aðgerðaáætlun stjórnvalda í plastmálefnum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti nýja aðgerðaáætlun stjórnvalda í plastmálefnum á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Einnota plast á útleið
Fjórða árið í röð hefur árverkniátakinu Plastlaus september verið hrundið af stað. Tilgangur átaksins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun í daglegu lífi og draga úr notkun einnota plasts.
02.09.2020 - 19:33
Myndskeið
Ver næstu fjórum árum í að hreinsa fjörur á Ströndum
Rekaviður og plast eru í brennidepli í fjögurra ára hreinsunarátaki á Ströndum. Leita á nýrra leiða til að nýta rekavið sem hefur safnast upp síðustu áratugi.
02.09.2020 - 10:02
Rannsaka mengun af sprengingunni í Beirút
Rannsókn stendur yfir á hvaða mengandi efni dreifðust yfir Beirút og Miðjarðarhafið í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn.
Samþykkja bann við plaströrum og einnota hnífapörum
Bannað verður að setja plasthnífapör, diska, sogrör og eyrnapinna úr plasti á markað hér á landi frá og með 3. júlí á næsta ári. Einnig er lagt bann við matar- og drykkjarílátum úr frauðplasti.
„Ísland hefur alla burði til að vera til fyrirmyndar“
Íslendingar endurvinna brotabrot þess plasts sem fellur til hér á landi á hverju ári og gætu gert miklu betur, segir Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North Recycling í Hveragerði, eina fyrirtækinu í landinu sem endurvinnur plast að fullu. „Þarna finnst mér kerfið of seint að vakna og svara þannig að við séum duglegri hérna. Ísland hefur alla burði til þess að vera til fyrirmyndar í þessum málum.“
27.06.2020 - 07:35
Viðtal
Fræðsla um plast skilaði ekki nægum árangri
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við sölu á ýmis konar einnota plastvörum. Frumvarpið er hugsað sem næsta skref í framhaldi af hertum reglum um burðarpoka úr plasti sem tóku gildi í fyrra. Við ákvörðun á því hvaða vörur ætti að banna var horft til þess hvers konar rusl finnst helst við strendur ríkja í Evrópu.
05.05.2020 - 10:01
Plasthnífapör og plastglös verða bönnuð
Plasthnífapör og alls kyns hlutir úr plasti, svo sem  eyrnapinnar, diskar, glös, bollar, sogrör, hræripinnar, blöðruprik og ýmis matarílát verða bönnuð nái frumvarp umhverfisráðherra fram að ganga. Frumvarpið hefur verið lagt inn í samráðsgátt 
27.12.2019 - 21:15
Stefna á plastlausan flugvöll á nýju ári
Stefnt er að því að hætta að nota plast í veitingasölu og verslun á fjölsóttasta flugvelli heims í Dubai. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er árlega hent um sjö milljónum tonna af rusli.
16.12.2019 - 15:40
Rjómaís í nýjar umbúðir til að draga úr plastnotkun
Emmessís hefur breytt umbúðum utan um rjómaís í því skyni að draga úr plastnotkun. Nýjar umhverfisvænni umbúðir eru að mestu úr hágæðapappa. Þá er ísinn settur í minni umbúðir með það að markmiði að minnka matarsóun. Framkvæmdastjóri Emmessís segir að þau hjá fyrirtækinu vilji mæta kröfum neytenda.
05.12.2019 - 21:33
Keyptu 40 milljóna króna vél sem þau nota ekki
Tvö sveitarfélög sem jafnframt eru eigendur Sorpu nýta ekki rúmlega fjörutíu milljóna króna vélbúnað sem byggðarsamlagið keypti til flokkunar á plasti. Stjórnarformaður Sorpu telur brýnt að samræma flokkunaraðferðir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Núna er plastrusl ýmist sett í græna, bláa eða gráa tunnu eftir því hvar er drepið niður á höfuðborgarsvæðinu.
Myndskeið
Plastið fer ýmist í græna, bláa eða gráa tunnu
Umhverfisráðherra segir það ekki ganga upp að plast sé flokkað með mismunandi hætti í sveitarfélögum. Á höfuðborgarsvæðinu er plast ýmis sett í gráar tunnur, bláar eða grænar. Ráðherra undirbýr lagafrumvarp um samræmdar merkingar. Hann vonast til þess að það hljóti samþykki Alþingis fyrir þinglok í vor.
Vilja banna markaðssetningu einnota plastvara
Til stendur að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi sem banna markaðssetningu á einnota plastvörum og færa ábyrgð á plastmengun í umhverfinu í hendur framleiðenda plastsins. Talið er að 85 prósent af því rusli sem berst á strandir Evrópu sé úr plasti.
29.10.2019 - 10:48
Íbúar bjóða heim á kvikmyndahátíð á Eyrarbakka
Kvikmyndahátíðin BRIM er haldin í fyrsta sinn á Eyrarbakka í dag, en umfjöllunarefni hennar er plast og afleiðingar þess. Í tengslum við hátíðina var meðal annars staðið fyrir hreinsun á fjörunni við Eyrarbakka.
28.09.2019 - 14:51
Börn innbyrða hættuleg plastefni
Plastefni fundust í nærri öllum blóð- og þvagsýnum sem tekin voru úr 2.500 börnum á milli áranna 2014 til 2017. Alls fundust agnir 11 af 15 plastefnum sem leitað var eftir í rannsókn þýska umhverfisráðuneytisins. Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í þýska tímaritinu Der Spiegel. Tekin voru sýni úr börnum frá þriggja upp í sautján ára aldur. 
15.09.2019 - 01:28
Myndband
Flothylki sýnir hvernig rusl hefur ferðast
Umhverfis- og auðlindaráðherra, sjósetti í dag flothylki úti fyrir Garðskaga af varðskipinu Þór til að sýna hvernig rusl í hafi ferðast til og frá norðurslóðum. Verkefnið tengist formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og er ætlað að auka meðvitund og þekkingu fólks á rusli í hafi.
12.09.2019 - 23:27
Ókeypis burðarpokar bannaðir eftir viku
Bannað verður að afhenda ókeypis burðarpoka í verslunum hér á landi eftir 1. september. Bannið gildir um alla burðarpoka, óháð því úr hvaða efni þeir eru.
24.08.2019 - 06:31
Myndskeið
Mismunandi plast er ekki endurunnið eins
Það eru til sjö tegundir plasts sem allar hafa mismunandi eiginleika og notagildi. Á Íslandi fer innan við 13 prósent alls umbúðaplasts sem fellur til á Íslandi til endurvinnslu.
13.08.2019 - 22:03
Kambódía skilar 1600 tonnum af plastrusli
Kambódísk yfirvöld hyggjast senda 1600 tonn af plastúrgangi aftur til Bandaríkjanna og Kanada. Þetta er liður í átaki landa í Suðaustur-Asíu gegn endalausum ruslsendingum Vesturlanda til álfunnar.
18.07.2019 - 21:05
Nýja Sjáland bannar einnota plastpoka
Bann við notkun einnota plastpoka tók í dag gildi á Nýja Sjálandi. Fyrirtæki sem enn nota slíka poka eiga yfir höfði sér háar sektir.
01.07.2019 - 12:56
Vilja útrýma hugmyndinni um einnota plast
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Plastplan og verslanir Krónunnar hafa samið um endurvinnslu á plasti sem fellur til í verslun Krónunnar á Granda. Krónan hefur gert ýmislegt til að draga úr plastúrgangi en gerir það nú í fyrsta sinn í samstarfi við innlendan aðila. Þetta er þáttur í því að halda áfram að gera rekstur Krónunnar umhverfisvænni og minnka kolefnisspor fyrirtækisins.
28.06.2019 - 06:30
Balí bannar einnota plast
Bann við einnota plasti tók gildi á indónesísku eynni Balí á sunnudag en það er í fyrsta sinn sem slíkar vörur eru bannaðar í landinu.
26.06.2019 - 17:15
Erlent · Asía · Umhverfismál · Indónesía · Plast · mengun
Farþegar skemmtiferðaskips hreinsuðu rusl
Farþegar og skipverjar norska skemmtiferðaskipsins Spitsbergen hreinsuðu rusl í Reykjafirði á Ströndum í gær eftir. Þeir fylltu fjölmarga poka af plastrusli að því er segir á Facebook-síðu skipsins.
14.06.2019 - 13:36
Plastagnir í fólki geti leitt til eituráhrifa
Meðalmaðurinn innbyrðir að minnsta kosti 50.000 agnir af örplasti á ári hverju. Þessi tala tvöfaldast ef innöndun er talin með. Líklegt er að talan sé í raun hærri en aðeins lítill hluti matvæla og drykkjarvatns hefur verið mældur. Lítið er vitað um afleiðingar plastagna í fólki.
11.06.2019 - 13:46
Bjóða fólki að nota eigin ílát undir matvöru
Neytendur kalla eftir vistvænni matarinnkaupum og matvöruverslanir eru að bregðast við. Fjölmargir viðskiptavinir hafa óskað eftir að geta notað eigin ílát eða aðrar umhverfisvænar umbúðir við innkaup.
05.06.2019 - 16:16