Færslur: Plast

Örplast finnst í fyrsta sinn í mannsblóði
Vísindamenn greindu á dögunum í fyrsta sinn örplast í mannsblóði. Rannsakendur við Vrije-háskólann í Amsterdam stóðu að rannsókninni og þeir segja niðurstöðurnar áhyggjuefni.
25.03.2022 - 02:24
Frakkland
Bannað að selja ávexti og grænmeti í plasti
Bannað verður að selja í plasti flestar tegundir af ávöxtum og grænmeti í Frakklandi frá og með deginum í dag. Yfirvöld segja að Frakkar noti allt of mikið af einnota plasti og að með banninu verði hægt að saxa verulega á notkunina.
01.01.2022 - 12:34
Flokkun á plasti óþarflega flókin
Árvekniátakið Plastlaus september er nú haldið í fimmta sinn. Verkefnastjóri hjá Vistorku telur að það þurfi skýrari reglugerð til framleiðenda um merkingar umbúða til að einfalda neytendum flokkunina.
01.10.2021 - 10:35
Plastmengun ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar
Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í nýrri skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Í skýrsluni segir að margt hafi áunnist á undanförnum áratugum í baráttunni gegn mengun hafsins, en áríðandi sé að bregðast við þessari ógn sem fyrst.
Myndskeið
Íslensk veiðarfæri í Afríku
Plastúrgangur sem almenningur í Senegal safnar, endar sem hluti af veiðarfærum sem þróuð eru af íslensku fyrirtæki. Veiðarfærin þykja bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en eldri gerðir.
Matsölustaðir verða að rukka fyrir plastumbúðir
Eftir viku, þann 3. júlí, verður bannað að setja eyrnapinna, plasthnífapör, sogrör og fleiri einnota plastvörur á markað hér á landi, þegar lagabreytingar sem byggja á EES löggjöf um plastvöru taka gildi. Þá verður jafnframt óheimilt fyrir sölustaði að afhenda mat og drykk í plastumbúðum án þess að taka endurgjald fyrir.
26.06.2021 - 16:23
150 tonn af heyrúlluplasti komast ekki í endurvinnslu
Fyrirtækið Flokka ehf., sem sér um að taka á móti og safna endurvinnanlegum efnum í Skagafirði og koma þeim í endurvinnslu, situr uppi með 150 tonn af heyrúlluplasti sem ekki komast í endurvinnslu þar sem flutningskostnaður er of hár.
20 fyrirtæki framleiða yfir helming af öllu plastrusli
Tuttugu risafyrirtæki framleiða meira en helming alls einnotaplasts sem fer í ruslið á ári hverju og þaðan á urðunarstaði, endurvinnslu og sorpbrennslur þegar best lætur, en líka út um víðan völl og í ár, vötn og höf heimsins, þar sem það er vaxandi og hættulegur mengunarvaldur.
Myndskeið
„Við borðum þetta, við drekkum þetta“
Örplast er stöðugt að aukast í umhverfinu og við borðum það, drekkum það og öndum því að okkur. Þetta segir sérfræðingur í rannsóknum á örplasti. Mikilvægt sé að misnota ekki plast til þess að sporna við örplasti í umhverfinu.
29.04.2021 - 11:10
Landinn
Hagkvæmt að endurvinna plast á Íslandi
„Þegar þetta verkefni hófst var hlegið að okkur og sagt að Ísland væri alltof lítill markaður fyrir endurvinnslu á plasti og að það þyrfti að senda þetta allt úr landi," segir Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North í Hveragerði. „Við fórum í að skoða þá þekkingu sem við höfum á jarðvarma og hvernig hægt væri að nýta hann til endurvinnslu."
12.04.2021 - 16:23
Auðskilið mál
Burðarpokar úr plasti bannaðir í búðum
Búðir mega ekki lengur selja eða afhenda burðarpoka úr plasti. Reglur sem banna það tóku gildi um áramótin.
05.01.2021 - 16:16
Allir plastpokar eru nú bannaðir í verslunum
Um áramótin tóku gildi reglur sem banna afhendingu plastburðarpoka í verslunum hvort sem er gegn endurgjaldi eða ekki. Bannið tekur jafnt til þunnu, glæru grænmetispokanna og innkaupaburðarpokanna, en nær ekki yfir plastpoka sem eru seldir í rúllum í hillum verslana. Til þess að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðrar tegundir poka eru einnota burðarpokar úr öðrum efniviði en plasti gjaldskyldir.
Kókflöskur úr 100% endurunnu plasti á næsta ári
Allar plastflöskur sem Coca-Cola á Íslandi framleiðir verða úr 100 prósent endurunnu plasti (rPET) á næsta ári. Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi, segir að skiptin yfir í endurunnið plast hafi gengið mun hraðar en fyrirtækið hafði ætlað sér.
08.12.2020 - 13:08
14 milljónir tonna af plasti á hafsbotni
Minnst 14 milljónir tonna af örplasti hvíla á botni heimshafanna. Þetta er mat vísindamanna við Vísinda- og rannsóknastofnun Ástralíu, CISRO, byggt á greiningu á borkjörnum sem sóttir voru í set á botni Stóra-Ástralíuflóa, um og yfir 300 kílómetra undan suðurströnd Ástralíu. Sýni sem tekin voru á allt að þriggja kílómetra dýpi benda til þess að allt að 30 sinnum meira plast sé að finna á botni hafsins en fljótandi á yfirborði þess.
06.10.2020 - 06:59
Kynnir nýja aðgerðaáætlun stjórnvalda í plastmálefnum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti nýja aðgerðaáætlun stjórnvalda í plastmálefnum á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Einnota plast á útleið
Fjórða árið í röð hefur árverkniátakinu Plastlaus september verið hrundið af stað. Tilgangur átaksins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun í daglegu lífi og draga úr notkun einnota plasts.
02.09.2020 - 19:33
Myndskeið
Ver næstu fjórum árum í að hreinsa fjörur á Ströndum
Rekaviður og plast eru í brennidepli í fjögurra ára hreinsunarátaki á Ströndum. Leita á nýrra leiða til að nýta rekavið sem hefur safnast upp síðustu áratugi.
02.09.2020 - 10:02
Rannsaka mengun af sprengingunni í Beirút
Rannsókn stendur yfir á hvaða mengandi efni dreifðust yfir Beirút og Miðjarðarhafið í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn.
Samþykkja bann við plaströrum og einnota hnífapörum
Bannað verður að setja plasthnífapör, diska, sogrör og eyrnapinna úr plasti á markað hér á landi frá og með 3. júlí á næsta ári. Einnig er lagt bann við matar- og drykkjarílátum úr frauðplasti.
„Ísland hefur alla burði til að vera til fyrirmyndar“
Íslendingar endurvinna brotabrot þess plasts sem fellur til hér á landi á hverju ári og gætu gert miklu betur, segir Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North Recycling í Hveragerði, eina fyrirtækinu í landinu sem endurvinnur plast að fullu. „Þarna finnst mér kerfið of seint að vakna og svara þannig að við séum duglegri hérna. Ísland hefur alla burði til þess að vera til fyrirmyndar í þessum málum.“
27.06.2020 - 07:35
Viðtal
Fræðsla um plast skilaði ekki nægum árangri
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við sölu á ýmis konar einnota plastvörum. Frumvarpið er hugsað sem næsta skref í framhaldi af hertum reglum um burðarpoka úr plasti sem tóku gildi í fyrra. Við ákvörðun á því hvaða vörur ætti að banna var horft til þess hvers konar rusl finnst helst við strendur ríkja í Evrópu.
05.05.2020 - 10:01
Plasthnífapör og plastglös verða bönnuð
Plasthnífapör og alls kyns hlutir úr plasti, svo sem  eyrnapinnar, diskar, glös, bollar, sogrör, hræripinnar, blöðruprik og ýmis matarílát verða bönnuð nái frumvarp umhverfisráðherra fram að ganga. Frumvarpið hefur verið lagt inn í samráðsgátt 
27.12.2019 - 21:15
Stefna á plastlausan flugvöll á nýju ári
Stefnt er að því að hætta að nota plast í veitingasölu og verslun á fjölsóttasta flugvelli heims í Dubai. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er árlega hent um sjö milljónum tonna af rusli.
16.12.2019 - 15:40
Rjómaís í nýjar umbúðir til að draga úr plastnotkun
Emmessís hefur breytt umbúðum utan um rjómaís í því skyni að draga úr plastnotkun. Nýjar umhverfisvænni umbúðir eru að mestu úr hágæðapappa. Þá er ísinn settur í minni umbúðir með það að markmiði að minnka matarsóun. Framkvæmdastjóri Emmessís segir að þau hjá fyrirtækinu vilji mæta kröfum neytenda.
05.12.2019 - 21:33
Keyptu 40 milljóna króna vél sem þau nota ekki
Tvö sveitarfélög sem jafnframt eru eigendur Sorpu nýta ekki rúmlega fjörutíu milljóna króna vélbúnað sem byggðarsamlagið keypti til flokkunar á plasti. Stjórnarformaður Sorpu telur brýnt að samræma flokkunaraðferðir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Núna er plastrusl ýmist sett í græna, bláa eða gráa tunnu eftir því hvar er drepið niður á höfuðborgarsvæðinu.