Færslur: Pistlaröð Spegilsins um fjölmenningu í leikskólum

Fréttaskýring
Vill að börnin geti valið sér framtíðarstarf
Þegar foreldrar sjá niðurstöður mælinga, raunveruleikann sem blasir við börnunum þeirra í framtíðinni ef ekkert er að gert, þá átta þeir sig. Þetta segir talmeinafræðingur sem unnið hefur með börnum í leikskólanum Ösp í Breiðholti. Börnin sem útskrifuðust þaðan stóðu áður mörg mjög illa þegar kom að læsi og málskilningi. Nú virðist þetta vera að breytast þökk sé markvissu málörvunarstarfi innan skólans og virkri þátttöku foreldra heima fyrir.
Fréttaskýring
Fjölmenning: Frá þjóðfánum til kósíkvölda
Flestum krökkum finnst gaman að hafa kósíkvöld heima. Þetta var meðal þess sem fjölmenningarverkefni barna í leikskóla nokkrum í Reykjavík leiddi í ljós. Fjölmenningarstarf í leikskólum hefur tekið breytingum í áranna rás og áhersla á þjóðmenningu og þjóðfána hefur vikið fyrir áherslu á persónulega menningu hvers barns, menningu sem ekki tengist endilega uppruna fjölskyldunnar. 
Viðtal
Það þarf tvö þorp til að ala upp tvítyngt barn
„Það þarf þorp til að ala upp barn, en það þarf tvö þorp til að ala upp tvítyngt barn,“ þetta segir brúarsmiður hjá Miðju máls og læsis og filippseyskur móðurmálskennari. Sjálf á hún son sem talar fjögur tungumál. Tæplega fimmtungur barna í leikskólum Reykjavíkur er af erlendum uppruna og talar tvö eða fleiri tungumál. Brúarsmiðir veita kennurum og foreldrum þessara barna ráðgjöf.