Færslur: Phil Spector

Ronnie Spector úr The Ronettes er látin
Bandaríska söngkonan Ronnie Spector er látin 78 ára að aldri. Hún fór fyrir sönghópnum The Ronettes sem hún stofnaði árið 1957 ásamt eldri systur sinni Estelle Bennett og frænku þeirra Nedru Talley.
13.01.2022 - 04:45
Upptökustjórinn Phil Spector látinn
Bandaríski upptökustjórinn Phil Spector lést í gær, 81 árs að aldri. Spector lést í fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann afplánaði dóm til 19 ára eða lífstíða fyrir morð. Hann skaut leikkonuna Lönu Clarkson til bana á heimili sínu árið 2003.
Þegar Phil Spector gaf heiminum jólagjöf
Ein besta jólaplata allra tíma var sett saman af manni sem nú situr í fangelsi fyrir morð. Upptökustjórinn, lagahöfundurinn og annálaði ofbeldismaðurinn Phil Spector gaf heiminum jólagjöf árið 1963, plötuna A Christmas Gift For You. Hún vakti hins vegar minni athygli en hún átti skilið því hún kom út sama dag og annað alræmt morð var framið.
22.12.2017 - 20:23