Færslur: Perú

Byggja neyðarsjúkrahús í Perú
Neyðarsjúkrahús á að rísa í Amazon-regnskógunum í Perú til þess að bregðast við útbreiðslu COVID-19 á meðal frumbyggjaþjóða þar.
17.05.2020 - 02:51
Yfir 100.000 COVID-19 tilfelli í Mið- og Suður-Ameríku
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Mið- og Suður-Ameríku er nú kominn yfir 100.000 og dauðsföll sem rakin hafa verið til sjúkdómsins nálgast 5.000. Þetta er niðurstaða samantektar AFP-fréttastofunnar á opinberum tölum frá öllum Mið- og Suður-Ameríkuríkjum um útbreiðslu og afleiðingar kórónuveirufaraldursins.
20.04.2020 - 02:17
Perez de Cuellar er látinn, 100 ára að aldri
Javier Perez de Cuellar, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er látinn, eitt hundrað ára að aldri. Sonur hans, Francisco Perez de Cuellar, greindi frá þessu í gærkvöld. „Faðir minn er látinn, eftir erfiða viku. Hann dó klukkan 8.09 í kvöld (01.09 að íslenskum tíma) og hvílir nú í friði" sagði Francisco í viðtali við perúska ríkisútvarpið.
Stanslausir fornleifafundir í Líma
Verkamenn í Líma, höfuðborg Perú, hafa í um tvo áratugi rekist reglulega á merkilegar fornleifar sem varpa ljósi á líf forfeðra þeirra. Talið er að undir yfirborði höfuðborgarinnar sé að finna leifar um byggð fyrir allt að 10.000 árum. 
24.02.2020 - 09:21
Þrettán látnir eftir sprengingu í olíuflutningabíl
Tala látinna er komin upp í þrettán eftir að sprenging varð í olíuflutningabíl í Lima, höfuðborg Perú, á fimmtudag. Meira en 50 manns slösuðust og liggja margir á sjúkrahúsi með mikil brunasár.
25.01.2020 - 21:47
Tvö tonn af eiturlyfjum í kafbát við Perú
Sjóherinn í Perú lagði hald á kafbát undan norðurströnd landsins með yfir tvö tonn af eiturlyfjum um borð. AFP fréttastofan hefur eftir yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins að fjórir skipverjar hafi verið handteknir vegna málsins. Athugað verður í landi hvort eiturlyfin séu kókaín eða annað efni.
09.12.2019 - 01:50
Keiko Fujimori sleppt eftir 13 mánaða gæsluvarðhald
Keiko Fujimori, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Perú, var sleppt úr haldi í gær eftir 13 mánaða gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli, sem kennt er við brasilíska byggingarisann Odebrecht. Stjórnlagadómstóll Perú úrskurðaði á mánudag að láta skyldi Fujimori lausa, þar sem áframhaldandi fangelsun hennar stæðist ekki lög. Úrskurðurinn varðar einungis gæsluvarðhaldið en hefur engin áhrif á málatilbúnaðinn gegn henni að öðru leyti.
Mótmæli í Perú þegar Keiko Fujimori var sleppt
Mótmæli blossuðu upp í Perú í gær þegar stjórnlagadómstóll landsins samþykkti að Keiko Fujimori, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, skyldi sleppt úr fangelsi. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í höfuðborginni Lima.
26.11.2019 - 08:15
Varaforseti Perú segir af sér
Mercedes Araoz, varaforseti Perú, tilkynnti afsögn sína í gærkvöld og kvaðst vonast til að efnt yrði til þingkosninga í landinu sem fyrst. Mikil ólga hefur verið í stjórnmálum í Perú undanfarna daga.
02.10.2019 - 08:19
Sautján fórust er rúta steyptist fyrir björg
Minnst sautján létu lífið og um 30 manns slösuðust þegar rútubifreið steyptist fyrir björg í Cusco-héraði í Perú í gær. Lögregla upplýsir þetta og rannsakar nú mögulegar ástæður þess að bílstjórinn missti stjórn á rútunni, sem fór út af bröttum fjallveginum og hrapaði niður í 100 metra djúpa gjá.
02.10.2019 - 03:29
Pólitísk óvissa í Perú
Uppnám varð á þingi í Perú í gærkvöld þegar Martin Vizcarra, forseti landsins, tilkynnti í sjónvarpsávarpi að hann ætlaði að rjúfa þing og boða til kosninga. Stjórnarandstæðingar, sem eru í meirihluta á þingi, brugðust hart við, samþykktu að setja forsetann af til bráðabirgða og skipa varaforsetann Mercedes Araoz í hans stað.
01.10.2019 - 08:15
Vilja að Amazon-ríki nái samstöðu um verndun
Forsetar Perú og Kólumbíu lögðu til í kvöld að ríki sem Amazon-frumskógurinn nær til haldi neyðarfund um hvernig best sé að vernda regnskóginn. Fjöldi skógarelda geisa um skóginn, sem hefur verið kallaður lungu heimsins. 
28.08.2019 - 02:06
Fyrrverandi forseti svipti sig lífi
Alan Garcia, fyrrverandi forseti Perús, skaut sig til bana í dag þegar lögreglumenn hugðust handtaka hann og færa í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á spillingarmálum. Hann er grunaður um að hafa þegið mútur á valdatíma sínum.
17.04.2019 - 17:19
Grjót lokaði vegum í Perú
Stórgrýti féll á vegi og lokaði þeim, þegar jarðskjálfti að stærðinni sjö reið yfir í suðausturhluta Perús fyrr í dag. Upptök skjálftans voru á afskekktum slóðum, um 27 kílómetrum frá bænum Azangaro, nálægt landamærunum að Bólivíu. Þar búa um þrjátíu þúsund manns. Almannavarnir í Perú segja að engar tilkynningar hafi borist um manntjón eða skemmdir á eignum að því frátöldu að vegir hafi lokast.
01.03.2019 - 14:52
15 fórust í aurskriðu í Perú
15 fórust og 34 slösuðust þegar aurskriða féll á hótel í borginni Abancay, í suðausturhluta Perú, í dag. Þar stóð brúðkaup yfir og voru um 100 gestir í veislunni.
27.01.2019 - 15:15
Fujimori í fangelsi á ný
Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti í Perú, hefur verið fluttur af sjúkrahúsi í höfuðborginni Lima, í fangelsi. Þar á hann eftir að afplána 13 ár af 25 fyrir glæpi gegn mannkyni. Fujimori er áttræður að aldri. Hann segir að fangelsisvistin eigi eftir að verða sér að aldurtila. Hann sendi AFP fréttastofunni orðsendingu meðan hann lá á sjúkrahúsi. Þar sagðist hann finna að endalokin væru í nánd. Fujimori er eini fanginn í sérútbúnu fangelsi í bækistöð sérsveitar lögreglunnar í Perú.
24.01.2019 - 11:52
Fyrrverandi Perúforseti sótti um hæli í Úrúgvæ
Alan Garcia, fyrrverandi forseti Perú, hefur sótt um pólitískt hæli í sendiráði Úrúgvæ í höfuðborginni Lima. Greip hann til þessa úrræðis eftir að hann var úrskurðaður í farbann vegna yfirstandandi lögreglurannsóknar á spillingarmáli sem hann er rammflæktur í. Garcia gegndi í tvígang embætti forseta Perú, fyrst 1985 til 1990 og aftur 2006 til 2011. Í frétt AFP segir að lögreglurannsóknin beinist að meintri mútuþægni Garcia á seinna kjörtímabilinu.
Keiko Fujimori í þriggja ára gæsluvarðhald
Keiko Fujimori, einn áhrifamesti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Perú og dóttir Albertos Fujimoris, fyrrverandi Perúforseta, var handtekin í gær og færð í fangelsi. Dómari úrskurðaði hana í þriggja ára gæsluvarðhald á meðan ásakanir á hendur henni um mútuþægni og peningaþvætti eru rannsakaðar til hlítar.
Fujimori aftur í fangelsi
Dómstóll í Perú hefur fellt úr gildi náðun Albertos Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, og fyrirskipað að hann skuli fangelsaður þegar í stað.
03.10.2018 - 18:18
Börnum og lamadýrum fórnað í Perú
Fornleifafræðingar fundu ummerki um mestu fórnir á börnum sem vitað er til. Um 550 ára gamlar líkamsleifa 140 barna fundust í Perú, sem fórnað var af trúarlegum ástæðum.
27.04.2018 - 06:43
Fujimori aftur fyrir rétt, ákærður fyrir morð
Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, hefur verið ákærður og færður fyrir dómara vegna morðs á sex bændum árið 1992. Fujimori var veitt sakaruppgjöf seint á síðasta ári og sleppt úr fangelsi. Þar hafði hann setið um árabil eftir að hann var dæmdur til 25 ára refsivistar fyrir margvísleg mannréttinda- og spillingarbrot sem framin voru í valdatíð hans á tíunda áratug síðustu aldar.
Nýr forseti tekur við völdum í Perú
Þingmenn á perúska þínginu kusu í dag Martin Vizcarra sem nýjan forseta landsins, en forveri hans, Pedro Pablo Kuczynski, hrökklaðist frá völdum fyrr í vikunni vegna hneykslismála. Vonir standa til að Vizcarra, sem var varaforseti Kuczynskis, sitji kjörtímabilið á enda, eða fram á vor 2021. Forsetinn nýi sagði í ávarpi sínu, eftir að kjör hans lá fyrir, að baráttan gegn spillingu yrði efst á verkefnalista ríkisstjórnar hans.
24.03.2018 - 02:28
Forseti Perú hrökklast frá völdum
Pedro Pablo Kuczynski, forseti Perú, sagði í kvöld af sér embætti til að forðast kæru til embættismissis, en hann er sakaður um að hafa þegið háar fjárhæðir frá brasilíska byggingarisanum Odebrecht. Áður hefur verið reynt að koma honum frá fyrir sömu sakir. Það sem réði úrslitum nú eru upptökur sem birtar voru af stuðningsmönnum hans að múta stjórnarandstöðuþingmanni til að verja hann falli í það skiptið og ásakanir um að þeir væru líka að reyna að múta þingmönnum til að verja hann falli nú.
22.03.2018 - 01:43
Minnst tíu létust í rútuslysi í Perú
Minnst tíu létu lífið þegar rúta fór út af fjallvegi í Perú á miðvikudag og endasentist niður í 100 metra djúpt gil. Á þriðja tug farþega slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Slysið varð árla miðvikudagsmorguns í Ayacucho-héraði í Andesfjöllunum, í suðaustanverðu Perú. Yfir 50 farþegar voru í rútunni, sem var á leið frá höfuðborginni Lima til bæjarins Querobamba í Sucre-héraði, sem er um 3.500 metra yfir sjávarmáli.
08.03.2018 - 04:27
Að minnsta kosti 35 létust í rútuslysi í Perú
Að minnsta kosti 35 létust og 20 slösuðust í rútuslysi í Perú í morgun. Rútan fór út af fjallvegi í suðurhluta Arequipa-héraðs og steyptist 80 metra niður fjallshlíð. Lögregla segir 45 farþega hafa verið skráða í rútuna. Tala látinna og slasaðra er hins vegar komin upp í 55. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu á Twitter.
21.02.2018 - 18:03