Færslur: Perú

10 ára útilokun frá embættum vegna bólusetningarsvindls
Perúþing samþykkti í gær einróma að útiloka Martín Vizcarra, fyrrverandi forseta Perú, frá því að gegna opinberu embætti næstu tíu árin, vegna þess að hann svindlaði sér fram fyrir röðina fyrir bólusetningu gegn COVID-19. Vizcarra mun því ekki setjast á þing um helgina eins og til stóð, þrátt fyrir að hafa fengið flest atkvæði allra í þingkosningunum á sunnudaginn var.
AstraZeneca: Ný rannsókn lofar góðu
Virkni bóluefnis AstraZeneca gagnvart COVID-19 eru 79 prósent samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum, Chile og Perú. Þetta sagði í tilkynningu frá AstraZeneca í morgun.
22.03.2021 - 10:30
Myndskeið
Klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu bóluefni
Víða hefur komist upp um fólk nýlega sem svindlar sér fram fyrir forgangshópa í bólusetningaröðinni. Í flestum tilfellum eru það ráðamenn sem eiga sökina en þó ekki alltaf. Tvær konur Flórída klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu fyrri sprautuna en voru nappaðar þegar þær ætluðu að fá þá seinni.
Var bólusett - varð að segja af sér
Elizabeth Astete, utanríkisráðherra Perú , sagði af sér í gær eftir að upp komst að hún hefði verið bólusett fyrir kórónuveirunni á undan fólki í áhættuhópum. Hún sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún viðurkenndi að hafa gert alvarleg mistök.
Sóttvarnir hertar í Perú
Stjórnvöld í Perú kynntu í gærkvöld hertar aðgerðir vegna verulegrar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarnar vikur. Aðgerðirnar taka gildi á sunnudag og standa í hálfan mánuð.
27.01.2021 - 08:07
Machu Picchu opnuð ferðamönnum að nýju
Ferðamenn geta aftur tekið til við að heimsækja virkisborg Inkaveldisins, Machu Picchu í Perú. Borgin verður opnuð aftur í dag eftir að yfirvöld náðu samkomulagi við mótmælendur sem höfðu komið sér fyrir á lestarteinum einu leiðarinnar að borginni.
19.12.2020 - 06:40
Sagasti kjörinn forseti Perú
Perúska þingið kaus í gær hinn 76 ára iðnverkfræðing Francisco Sagasti í embætti forseta landsins, með 97 atkvæðum gegn 26. Sagasti er þriðji maðurinn til að bera forsetatitilinn í Perú á rúmri viku. Hann starfaði um árabil við Alþjóðabankann og er nýkjörinn þingmaður miðjuflokksins Morado. Honum er ætlað að gegna embættinu út júlí 2021, en þá hefði kjörtímabil fyrrverandi forseta, Martins Vizcarra, runnið á enda.
17.11.2020 - 06:19
Enginn forseti í Perú
Perú er án forseta eftir að Manuel Merino, sem á dögunum var skipaður forseti til bráðabirgða, sagði af sér í gær í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Tilraun til að ná sátt um nýjan forseta fóru út um þúfur í gærkvöld.
16.11.2020 - 09:44
Þingið ákærir forseta Perú fyrir mútuþægni
Þjóðþing Perú samþykkti í kvöld að ákæra forsetann martin Vizcarra vegna gruns um að hann hafi þegið mútur frá verktökum sem héraðsstjóri. Forseti þingsins, Manuel Marino, tekur við embætti forseta og situr þar til kjörtímabilinu lýkur í júlí á næsta ári.
10.11.2020 - 04:42
Yfir 400.000 dáin af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku
Yfir 400.000 manns hafa nú dáið af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku, allt frá Mexíkó og Karíbahafsríkjum í norðri til suðurodda Argentínu og Chile í suðri. Klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma voru dauðsföllin orðin 400.524 samkvæmt frétt AFP, sem byggð er á opinberum gögnum frá öllum ríkjum þessa heimshluta.
31.10.2020 - 06:17
Forseti Perú verður ekki sviptur embætti
Þing Perú hefur komist að þeirri niðurstöðu að Martin Vizcarra forseti landsins verður ekki sviptur embætti.
19.09.2020 - 03:22
Húsleitir hjá aðstoðarmönnum forseta Perú
Lögreglan í Perú leitaði sönnunargagna á heimilum embættismanna í tengslum við rannsókn á forsetanum Martin Vizcarra. Þingmenn í Perú samþykktu á föstudag að ákæra forestann vegna gruns um að hann hafi hindrað framgang rannsóknar á spillingu embættismanna.
13.09.2020 - 05:40
Forseti Perú ákærður fyrir embættisglöp
Ríkisþing Perú samþykkti í gærkvöld að ákæra forsetann Martin Vizcarra fyrir afbrot í embætti. Hann er sakaður um að hafa hindra framgang rannsóknar á spillingu embættismanna í ríkisstjórn hans. Vizcarra fær að verja sig í þingsal á föstudag. Eftir það fara fram umræður og atkvæðagreiðsla um hvort hann sé sekur eða saklaus. Minnst 87 af 130 þingmönnum verða að telja hann sekan til þess að hann verði sviptur embætti.
12.09.2020 - 08:12
Bóluefni gegn Covid-19 gefið framlínustarfsfólki í Kína
Kínverjar segjast hafa gefið fólki í áhættustörfum bóluefni gegn Covid-19 síðan í júlí.
Yfir 250.000 hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku
Yfir 250.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku svo vitað sé og nær sex og hálf milljón manna smitast af kórónaveirunni sem veldur sjúkdómnum, samkvæmt samantekt Reuters-fréttstofunnar. Inni í þessum tölum eru öll ríki í því sem kalla má rómönsku Ameríku, allt frá Mexíkó og suðurúr. Þar hafa um og yfir 3.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið staðfest á degi hverjum að undanförnu.
21.08.2020 - 06:42
Yfir 900 stúlkur og konur hafa horfið í Perú í vor
Yfir 900 stúlkur og konur hurfu í Perú á meðan útgöngubann var þar í gildi í vor vegna kórónaveirufaldursins. Óttast er að þeim hafi verið ráðinn bani. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum hefur lengi verið mikið og landlægt vandamál í Perú.
Yfir 50 þúsund tilfelli í Bandaríkjunum í gær
Nýtt met var slegið í daglegum tilfellum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær þegar rúmlega 50 þúsund sýni reyndust jákvæð. Flest voru tilfellin í Texas, rúmlega átta þúsund, um 6.500 tilfelli greindust bæði í Flórída og Kaliforníu, og tæplega fimm þúsund í Arisóna.
02.07.2020 - 04:55
Mikil fjölgun smitaðra í Perú
Í dag greindust 5800 einstaklingar með kórónuveiruna í Perú. Að sögn þarlendra heilbrigðisyfirvalda er um að ræða metfjölgun milli sólarhringa en nú hafa um 130 þúsund smitast. Undanfarið hafa um 4000 greinst með veiruna hvern dag.
27.05.2020 - 02:05
Byggja neyðarsjúkrahús í Perú
Neyðarsjúkrahús á að rísa í Amazon-regnskógunum í Perú til þess að bregðast við útbreiðslu COVID-19 á meðal frumbyggjaþjóða þar.
17.05.2020 - 02:51
Yfir 100.000 COVID-19 tilfelli í Mið- og Suður-Ameríku
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Mið- og Suður-Ameríku er nú kominn yfir 100.000 og dauðsföll sem rakin hafa verið til sjúkdómsins nálgast 5.000. Þetta er niðurstaða samantektar AFP-fréttastofunnar á opinberum tölum frá öllum Mið- og Suður-Ameríkuríkjum um útbreiðslu og afleiðingar kórónuveirufaraldursins.
20.04.2020 - 02:17
Perez de Cuellar er látinn, 100 ára að aldri
Javier Perez de Cuellar, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er látinn, eitt hundrað ára að aldri. Sonur hans, Francisco Perez de Cuellar, greindi frá þessu í gærkvöld. „Faðir minn er látinn, eftir erfiða viku. Hann dó klukkan 8.09 í kvöld (01.09 að íslenskum tíma) og hvílir nú í friði" sagði Francisco í viðtali við perúska ríkisútvarpið.
Stanslausir fornleifafundir í Líma
Verkamenn í Líma, höfuðborg Perú, hafa í um tvo áratugi rekist reglulega á merkilegar fornleifar sem varpa ljósi á líf forfeðra þeirra. Talið er að undir yfirborði höfuðborgarinnar sé að finna leifar um byggð fyrir allt að 10.000 árum. 
24.02.2020 - 09:21
Þrettán látnir eftir sprengingu í olíuflutningabíl
Tala látinna er komin upp í þrettán eftir að sprenging varð í olíuflutningabíl í Lima, höfuðborg Perú, á fimmtudag. Meira en 50 manns slösuðust og liggja margir á sjúkrahúsi með mikil brunasár.
25.01.2020 - 21:47
Tvö tonn af eiturlyfjum í kafbát við Perú
Sjóherinn í Perú lagði hald á kafbát undan norðurströnd landsins með yfir tvö tonn af eiturlyfjum um borð. AFP fréttastofan hefur eftir yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins að fjórir skipverjar hafi verið handteknir vegna málsins. Athugað verður í landi hvort eiturlyfin séu kókaín eða annað efni.
09.12.2019 - 01:50
Keiko Fujimori sleppt eftir 13 mánaða gæsluvarðhald
Keiko Fujimori, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Perú, var sleppt úr haldi í gær eftir 13 mánaða gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli, sem kennt er við brasilíska byggingarisann Odebrecht. Stjórnlagadómstóll Perú úrskurðaði á mánudag að láta skyldi Fujimori lausa, þar sem áframhaldandi fangelsun hennar stæðist ekki lög. Úrskurðurinn varðar einungis gæsluvarðhaldið en hefur engin áhrif á málatilbúnaðinn gegn henni að öðru leyti.