Færslur: Pepsi deild karla

Fá 135% meira fyrir að dæma hjá körlunum en konunum
Greiðsla fyrir dómgæslu í leik í efstu deild karla í knattspyrnu er 135 prósentum hærri en fyrir leik í efstu deild kvenna. Framkvæmdastjóri KSÍ segir ekki útséð með það hvort munurinn verði minnkaður að einhverju leyti á komandi leiktíð.
Felix Örn frá ÍBV til Vejle
Bakvörðurinn Felix Örn Friðriksson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV í Pepsídeildinni í fótbolta. Mbl.is greinir frá því í dag að hann sé á leið til danska úrvalsdeildarliðsins Vejle.
23.07.2018 - 10:40
Guðlaugur lætur af störfum hjá Keflavík
Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur í Pepsi deild karla í knattspyrnu, hefur sagt upp störfum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér nú rétt í þessu. Fréttatilkynninguna má lesa hér að neðan.
10.07.2018 - 18:25
Stórmeistarajafntefli í Frostaskjóli
KR og Valur gerðu jafntefli í síðari leik dagsins í síðari leik Pepsi deildar karla í knattspyrnu. KR-ingar geta verið svekktir með niðurstöðu leiksins en þeir voru manni fleiri lungann úr síðari hálfleik. Lokatölur 1-1 í leik sem KR varð einfaldlega að vinna. Athygli vakti að Björgvin Stefánsson var ekki í leikmannahóp KR en Rúnar Kristinsson staðfesti það við Stöð 2 Sport fyrir leik að hann væri í agabanni.
05.07.2018 - 21:13
KA vann Fjölni örugglega á Akureyri
Af þeim tveimur leikjum sem fara fram í Pepsi deild karla í dag er einum lokið. Honum lauk með 2-0 sigri KA á heimavelli gegn Fjölni.
05.07.2018 - 20:27
Valur, Víkingur og Fjölnir með mikilvæga sigra
Öllum fimm leikjum dagsins er nú lokið í Pepsi deild kvenna. Íslandsmeistarar Vals unnu 2-0 sigur á nýliðum Keflavík, Víkingur vann KR 1-0 á útivelli. Fjölnir vann svo dramatískan sigur á Fylki í Grafarvogi, lokatölur 2-1.
01.07.2018 - 21:08
Auðvelt hjá ÍBV - Markalaust á Akureyri
Tveimur af fimm leikjum dagsins í Pepsi deild karla er lokið. ÍBV vann Grindavík örugglega á heimavelli, lokatölur 3-0 í Vestmannaeyjum. Þá gerðu KA og Breiðablik markalaust jafntefli á Akureyri.
01.07.2018 - 17:56
Valur á toppinn - FH ekki unnið í síðustu fimm
Einn leikur fór fram í Pepsi deild karla í kvöld. Íslandsmeistarar Vals lögðu þá FH af velli á Hlíðarenda en sigurmarkið skoraði fyrrum leikmaður FH, lokatölur 2-1. Hafnfirðingar hafa nú ekki unnið í fimm leikjum í röð.
20.06.2018 - 21:51
Viðtöl
Grindavík á toppinn - Enn gerir FH jafntefli
Þrír leikir fóru fram í Pepsi deild karla. Grindavík vann 2-1 sigur á Fylki og er komið á toppinn. Þá gerði FH 2-2 jafntefli við botnlið Keflavíkur í Kaplakrika og Íslandsmeistarar Vals unnu Fjölni örugglega 2-0 í Grafarvogi.
04.06.2018 - 21:07
Ólafur Karl hetja Vals - Jafnt í Garðabæ
Síðari tveir leikir Pepsi deildar karla voru að klárast nú rétt í þessu. Ólafur Karl Finsen tryggði Val 2-1 sigur á Blikum undir lok leiks. Þá gerðu Stjarnan og Grindavík 1-1 jafntefli í Garðabæ.
27.05.2018 - 21:56
Fyrsti sigur ÍBV kom í Keflavík - KR vann KA
Þrjár af fimm viðureignum dagsins í Pepsi deild karla er lokið. Fyrsti sigur ÍBV kom í Keflavík en heimamenn eru enn án sigurs, lokatölur 3-1. KR góðan 2-0 sigur á KA og þá vann Fjölnir 2-1 sigur á Víkingum í Fossvoginum.
27.05.2018 - 19:09
Blikar áfram á toppnum - Valur tapaði
Þrír leikir fóru fram í Pepsi deild karla í kvöld. Íslandsmeistarar Vals töpuðu 2-1 í Grindavík, Breiðablik hélt toppsætinu með markalausu jafntefli gegn Víking og Stjarnan vann Fylki örugglega 3-0 í Garðabænum.
23.05.2018 - 21:56
Enn eitt jafnteflið í Pepsi deild karla
Aðeins einn leikur fór fram í Pepsi deild karla í kvöld en tveimur leikjum var frestað vegna veðurs. Leikur KA og Keflavíkur fór fram á Akureyri og var niðurstaðan markalaust jafntefli. Tólfta jafntefli sumarsins því staðreynd en bæði lið hafa nú gert tvö jafntefli í þeim fimm leikjum sme þau hafa spilað.
22.05.2018 - 21:08
Jafntefli í leik sem bæði lið þurftu að vinna
Íslandsmeisturum Vals mistókst að leggja Stjörnuna á heimavelli í kvöld. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli sem þýðir að Garðbæingar eru enn án sigurs eftir fjórar umferðir. Fyrsta tap Víkings kom á heimavelli er liðið tapaði 0-1 fyrir Grindavík og þá er Keflavík enn án sigurs eftir 1-2 tap á heimavelli gegn Fjölni.
18.05.2018 - 21:55
KR og Breiðablik skildu jöfn
KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í Pepsi deild karla í kvöld.
18.05.2018 - 21:08
FH og Fylkir létu veðrið ekkert á sig fá
Tveir leikir fóru fram í Pepsi deild karla í kvöld. FH lagði KA í Kaplakrika og þá vann Fylkir góðan sigur á ÍBV í Egilshöll. Tveimur leikjum var frestað vegna veðurs og fara þeir fram á morgun.
17.05.2018 - 20:53
Fjögur víti í ótrúlegum leik
Stjarnan og Víkingur mættust í eina leik kvöldsins. Lokatölur 3-3 í ótrúlegum leik þar sem Helgi Mikael dómari leiksins dæmdi fjórar vítaspyrnur.
14.05.2018 - 22:18
FH vann í Grafarvogi - Jafnt á Hlíðarenda
Tveir leikir fóru fram í Pepsi deild karla í kvöld. FH vann dramatískan 3-2 sigur á Fjölni í Egilshöllinni. Þá náðu nýliðar Fylkis í stig að Hlíðarenda en þeir komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir og jöfnuðu metin í 2-2 undir lok leiks.
13.05.2018 - 22:09
Blikar á toppnum með fullt hús stiga
Breiðablik landaði 1-0 sigri á Keflavík en Blikar hafa nú unnið alla þrjá leiki sína í Pepsi deild karla til þessa. Þá vann KA 2-0 sigur á heimavelli gegn ÍBV.
12.05.2018 - 18:31
Grindavík og KR skildu jöfn
Grindavík og KR gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í Pepsi deild karla. Bæði lið eru með fjögur stig eftir þrjá leiki.
12.05.2018 - 16:24
Dramatískur sigur KR í Garðabænum
Síðasti leikur dagsins í Pepsi deild karla stóð heldur betur fyrir sínu. Atli Sigurjónsson tryggði KR-ingum öll þrjú stigin gegn Stjörnunni með marki undir lok leiks áður en hann fékk rautt spjald. Lokatölur 3-2 og KR komið á blað í deildinni.
06.05.2018 - 21:18
Fyrsti sigur Fylkis - Jafnt í Eyjum
Tveir af þremur leikjum í Pepsi deild karla sem fara fram í dag er nú lokið. ÍBV og Fjölnir gerðu 1-1 jafntefli í blíðskaparveðri í Vestmannaeyjum. Þá vann Fylkir sinn fyrsta sigur í deildinni er liðið lagði KA, lokatölur 2-1.
06.05.2018 - 19:09
Dramatískur sigur Vals á KR - Jafnt í Garðabæ
Pepsi deild karla hófst í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals unnu erkifjendur sína KR að Hlíðarenda, lokatölur 2-1. Þá gerðu Stjarnan og Keflavík 2-2 jafntefli í Garðabænum en segja má að lokamínútur beggja leikja hafi verið æsispennandi.
27.04.2018 - 22:34
Upphitun fyrir sumarið: Seinni hluti
Íslenska fótboltasumarið hefst að nýju í kvöld en þá fer fyrsta umferð Pepsi-deildar karla fram. Hér að neðan rennum við yfir þau lið sem var spáð 7. -12. sæti í spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna deildarinnar. Spáin er á þann veg að Valur ver titil sinn en Víkingur Reykjavík og ÍBV munu falla úr deildinni.
27.04.2018 - 17:15
Upphitun fyrir sumarið: Fyrri hluti
Íslenska fótboltasumarið hefst að nýju á föstudaginn en þá fer fyrsta umferð Pepsi-deildar karla fram. Hér að neðan rennum við yfir þau lið sem var spáð efstu sex sætunum í spá þjálfara, fyrirliða og forráðarmanna deildarinnar. Á morgun förum við yfir hin sex liðin í deildinni. Samkvæmt spánni ver Valur titil sinn og Víkingur Reykjavík og ÍBV falla úr deildinni.
25.04.2018 - 17:15