Færslur: PCR-próf

Fjöldaskimunum frestað í Hong Kong
Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, segir ekki lengur forgangsmál að skylda alla íbúa borgarinnar í PCR-próf. Þó stendur ekki til að hætta algerlega við þær fyrirætlanir.
Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
Grunur um sviksemi við greiningu PCR-prófa í Svíþjóð
Grunsemdir um sviksemi sænska einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Doktorgruppen við töku og greiningu PCR-prófa styrkjast enn. Glæparannsókn stendur yfir, um tuttugu eru grunaðir og nokkrir eru í haldi.
13.02.2022 - 07:17
Smitum fækkar á Grænlandi nema í tveimur bæjum
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað talsvert í Tasiilaq stærsta þéttbýlisstaðnum á Austur-Grænlandi en annars staðar í landinu hefur smitum fækkað nokkuð. Öllum sóttvarnaraðgerðum var aflétt í landinu um miðja vikuna.
12.02.2022 - 01:10
Bið eftir niðurstöðum PCR-prófa lengist
Veirufræðideild Landspítalans annar ekki greiningu PCR-prófa og lengist því bið eftir niðurstöðum dag frá degi. Biðin getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans segir að biðin muni lengjast að öllu óbreyttu.
11.02.2022 - 08:58
Helmingi færri í sýnatöku eftir breytingu á sóttkví
Helmingi færri fara nú í einkenna- eða sóttkvíarsýnatöku á höfuðborgarsvæðinu eftir að reglum um sóttkví var breytt. Sýnatökufólk hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býst þó við að þeim fjölgi á ný eftir helgi því viðbúið sé að fleiri smitist þar sem færri eru í sóttkví en áður. Landspítalinn hyggst ekki fara af neyðarstigi fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Þetta segir formaður farsóttarnefndar spítalans.
27.01.2022 - 12:30
Landlæknir Færeyja telur stutt í hámark smitbylgjunnar
Landlæknir Færeyja álítur að hámarki yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins verði senn náð. Nú er mánuður í að öllum takmörkunum verði aflétt þar.
Grænland
Samkomutakmarkanir auknar og áfengissölubanni komið á
Samkomutakmarkanir voru enn hertar á Grænlandi í gær auk þess sem tímabundið bann var sett við sölu áfengis í þremur sveitarfélögum. Kórónuveirufaraldurinn fer mikinn í landinu.
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir losna úr sóttkví á miðnætti
Þúsundir skólabarna sem verið í sóttkví undanfarna daga snúa aftur í skóla á morgun eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um tilslakanir á reglum um sóttkví. Afléttingaráætlun stjórnvalda verður kynnt á föstudaginn.
„Fráleitt að hætta skimunum eins og staðan er núna“
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir það ekki leysa vandann að sleppa faraldrinum lausum og hætta skimunum. Hann segist sammála því að þurfi að efla spítalann og getu hans til þess að takast á við faraldurinn, en telur það einmitt felast í því að halda skimunum áfram.
Spyr hvort fjármunum í sýnatökur væri betur varið á LSH
Læknir á Landspítala, Ragnar Freyr Ingvarsson, veltir því upp í færslu á Facebook síðu sinni í dag hvort tímabært sé að endurhugsa nálgun í heimsfaraldrinum. Þá sérstaklega bendir hann á PCR-sýnatökurnar og spyr hvort því gríðarlega fjármagni sem þeim fylgir, væri betur beint inn á Landspítalann.
Breytingar gerðar á sóttkvíarreglum í Frakklandi
Slakað verður á sóttvíarreglum í Frakklandi á mánudaginn. Ætlunin er að með því dragi úr áhrifum á efnahaginn og samfélagið allt í ljósi mikillar útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.
Sjónvarpsfrétt
Vonar að gamlársboð verði ekki uppspretta smita
Hátt í sextán hundruð smit greindust í gær, eða 1557. Hluti smitanna gæti þó verið frá því í fyrradag. Víðir Reynisson á von á að smittölur haldist áfram háar. Hann segir ástæðu jólasmita vera í miklum mæli jólaboð og vonar að svo verði ekki með gamlársboðin.
Einkennasýnataka vegna covid á tveimur stöðum
Nokkuð löng röð myndaðist í morgun við Suðurlandsbraut eftir PCR-sýnatökum. Röðin kláraðist hálftíma eftir að opnað var. Tekin var upp sú nýbreytni í morgun að taka sýni á tveimur stöðum að Suðurlandsbraut 34. Fimmtán nýir starfsmenn eru í sýnatökum og því var hægt að manna tvær stöðvar fyrir einkennasýnatöku eða PCR. Hraðprófin hafa verið færð upp á 2. hæð en minni eftirspurn er eftir þeim.
29.12.2021 - 12:52
Myndskeið
Bíða á aðra klukkustund hóstandi í sýnatökuröðinni
Margir hafa látið taka úr sér sýni á Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag og hefur röðin eftir PCR-prófi náð mörg hundruð metrum, hlykkjast um bílaplanið og eftir Ármúlanum. Þeir sem bætast við röðina núna fara í hana við höfuðstöðvar Símans. Napurt er í höfuðborginni, hiti við frostmark og lítils háttar snjókoma. Þónokkur fjöldi fólks hefur haft samband við fréttastofuna og sagst hafa beðið í röðinni á aðra klukkustund. Eitthvað var um að fólk hefði gefist upp á biðinni og snúið við. 
Danir krefja ferðalanga um kórónuveirupróf
Dönsk stjórnvöld tilkynntu í dag að ferðafólki sem kemur til landsins beri að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi óháð stöðu bólusetningar viðkomandi. Smitum heldur áfram að fjölga í landinu þar sem Omíkron-afbrigðið er orðið ráðandi.
Bretland á lista Þjóðverja yfir hááhættusvæði
Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að Bretlandi hefði verið bætt á lista yfir þau lönd þar sem mikili hættu stafar af COVID-19. Því verða settar ferðatakmarkanir þangað sem taka gildi á miðnætti annað kvöld.
„Líkt og að loka dyrunum eftir að hrossið er strokið“
Breytingar breskra stjórnvalda á ferðatakmörkunum koma of seint til að gagnast raunverulega gegn útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta er mat Mark Woolhouse prófessors í faraldsfræði sem er einn þeirra sem ráðlagt hefur ríkisstjórninni varðandi sóttvarnir.
Hertar reglur fyrir ferðalanga sem ætla til Bretlands
Fólki sem hyggur á ferðalög til Bretlands verður skylt að taka kórónuveirupróf áður en lagt er í hann. Þetta segir ríkisstjórnin vera gert til að draga úr hættu á útbreiðslu faraldursins.
Forsætisráðherrar í einangrun og sóttkví vegna COVID-19
Jean Castex forsætisráðherra Frakklands greindist með COVID-19 síðdegis í dag. Hann verður því í einangrun í tíu daga og vinnur störf sín þar. Forsætisráðherrann var sendur í PCR-próf eftir að ein dætra hans greindist smituð.
23.11.2021 - 01:11
Óbólusettum víða meinaður aðgangur á Grænlandi
Hertar samkomutakmarkanir tóku í dag gildi í Nuuk höfuðstað Grænlands og í bænum Upernavik á norðvesturströndinni ásamt nærliggjandi svæðum. Óbólusettum verður bannað að heimsækja fjölmenna staði, allt frá veitingastöðum til íþróttahalla.
Harðari reglur um sóttkví barna hér en í nágrannalöndum
Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að harðari reglur gildi um sóttkví barna hér á landi en í löndunum í kring.
Danir taka upp hraðpróf að nýju
Danska ríkisstjórnin ákvað í gær að taka upp hraðpróf að nýju og efla möguleika á PCR-prófum eftir að kórónuveirusmitum tók að fjölga aftur í landinu. Smitsjúkdómafræðingur telur ekki það ekki nægja til að stemma stigu við útbreiðslunni.
30.10.2021 - 05:35
Englendingar taldir flykkjast utan eftir reglubreytingu
Búist er við að Englendingar sækist í ferðalög til útlanda eftir að ríkisstjórnin tilkynnti einfaldaðar reglur um ferðalög milli landa í gær. Fullbólusett fólk sem kemur frá löndum sem ekki eru á rauðum lista þarf ekki lengur að fara í kórónuveirupróf fyrir brottför.
Myndskeið
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.