Færslur: Páskar

Úkraínsk páskahátíð í Neskirkju
Páskahátíð rétttrúnaðarkirkjunnar stendur nú yfir og er sjálfur páskadagur í dag. Páskahátíðin er aðalhátíð rétttrúnaðarkirkjunnar.
24.04.2022 - 18:40
Zelensky krefst enn fundar með Pútín
Úkraínuforseti kallar enn eftir fundi með Rússlandsforseta. Hann gagnrýnir ennig þá fyrirætlan aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að heimsækja Moskvu á þriðjudag áður en hann heldur til Kyiv.
Vonir dvína enn um vopnahlé yfir rétttrúnaðarpáskana
Vonir hafa dvínað mjög um vopnahlé milli innrásarhers Rússlands og Úkraínumanna í tengslum við páskahátíð rétttrúnaðarkirkjunnar. Viðræður þess efnis milli stríðandi fylkinga runnu út í sandinn fyrir helgi.
23.04.2022 - 07:36
Allt að 14 stiga hiti í dag
Veðurstofan spáir suðvestlægri átt 3-10 metrum á sekúndu í dag en það verður heldur hvassara norðvestan til.
17.04.2022 - 07:29
Gætu ekki starfað án velvildar samfélagsins
„Söfnunin hefur gengið frábærlega og langar mig til að nýta tækifærið og þakka landsmönnum og öllum þeim sem hafa lagt okkur lið,“ segir Anna María McCrann, fjáröflunarstjóri Samhjálpar um söfnun fyrir páskamáltíðum fyrir skjólstæðinga þeirra.
16.04.2022 - 16:48
Öll bílastæði full og nóg að gera á Keflavíkurflugvelli
Öll bílastæði við Keflavíkurflugvöll eru full og ferðafólki bent á að nýta almenningssamgöngur eða rútuferðir á flugvöllinn. Grettir Gautason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir fleiri flugferðir á áætlun í dag en voru alla páskana í fyrra.
14.04.2022 - 12:22
Aukin aðsókn yfir páska og aðra hátíðardaga
Páskarnir eru á næsta leiti og stendur því Samhjálp þessa dagana fyrir sérstakri fjáröflun til að fjármagna páskamáltíðir sem hjálparsamtökin bjóða upp á.
08.04.2022 - 10:10
Biskup: „Landsmenn verða að sýna þolinmæði“
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir að landsmenn verði að sýna þolinmæði og þrautseigju enn um sinn í báráttunni við Covid-faraldurinn.
04.04.2021 - 13:46
Hraun selst sem aldrei fyrr
Fjölmargir hafa birt myndir af sér á samfélagsmiðlum með gosi og hrauni. Ýmsir sem ekki hafa komist í Geldingadali slá á létta strengi og láta Hraun-súkkulaðið klassíska frá Góu duga. Viðskiptastjóri Góu sem framleiðir Hraun segist hafa orðið var við aukna sölu á súkkulaðinu.
31.03.2021 - 20:35
Leikum okkur heima um páskana
Páskafríið er fram undan og fjölskyldur landsins eru hvattar til að njóta samverunnar heima við. Nú er tíminn til að halda í bjartsýnina og leikgleðina. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig fjölskyldan getur leikið sér saman í páskafríinu heima í stofu.
30.03.2021 - 13:50
Svíður að skella í lás aðra páskana í röð
Skíðasvæðin á Íslandi eru lokuð frá og með deginum í dag, 25. mars og næstu þrjár vikur þar á eftir. Forstöðumenn skíðasvæða svíður að þurfa að skella í lás aðra páskana í röð en segja sigur í glímunni við kórónuveiruna þó mikilvægari.
Páskadagskráin á RÚV
Að vanda er boðið upp á fjölbreytta og vandaða dagskrá á öllum miðlum RÚV yfir hátíðisdagana. Nýtt íslenskt efni og skemmtun fyrir alla fjölskylduna verður í öndvegi.
08.04.2020 - 09:54
Páskakanínan og í tannálfurinn í framvarðarsveitinni
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur skilgreint páskakanínuna og tannálfinn þar sem mikilvægar starfsstéttir í kórónaveirufaraldrinum. Hún leggur þó áherslu á að fólk stilli væntingar sínar um að þessir gleðigjafar láti sjá sig, enda getur það reynst þeim erfitt komast leiðar sinnar á tímum útgöngubanns í Nýja-Sjálandi.
06.04.2020 - 14:07
Skrítnustu málshættirnir
Það fengu væntanlega ófáir ljúffengan málshátt með páskaegginu sínu í morgun. Málshættirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir og sumir eru jafnvel stórfurðulegir, við tókum saman nokkra skrítna og skemmtilega og veltum fyrir okkur merkingu þeirra.
21.04.2019 - 11:30
Blautir páskar og ekkert páskahret í kortunum
Gera má ráð fyrir votviðrasamri páskahelgi á Suður- og Vesturlandi en skárra veðri á Norðausturlandi. Hitatölur gætu farið upp í 15 stig fyrir norðan á morgun.
18.04.2019 - 18:19
Myndskeið
Aldrei of gömul til að reyna eitthvað nýtt
Ieda Jónasdóttir Herman er 93 ára. Þrátt fyrir að eiga einungis tæp sjö ár í 100 ára afmælið, lætur Ieda það ekki hindra sig í því að uppfylla drauma sína. Í fyrrasumar fór hún í svifvængjaflug, ísklifur og renndi sér í zip-lining, allt sama daginn.
17.04.2019 - 10:40
Páskaeggjahámið á RÚV
Páskahámið er hafið í spilara RÚV. Þar má nú finna páskaegg í formi þáttaraða og kvikmynda, bæði íslenskt og erlent efni, sem hægt verður að gæða sér á yfir helgidagana. Þar af eru tvær þáttaraðir frumsýndar, Atlanta og sjötta þáttaröð House of Cards.
Árný og Daði keppa í páskaeggjagerð
Daði og Árný finna engin páskaegg í Kambódíu, þau bregða því á það ráð að búa þau til sjálf. Til verksins þarf fullt af súkkulaði, nammi, skraut og hraðar hendur því súkkulaðið bráðnar jafnóðum í hitanum.
03.04.2018 - 12:12
Páskaeggin ódýrust í Bónus – allt að 57% munur
Allt að 57% verðmunur var á páskaeggjum á milli verslana í verðlagskönnun ASÍ í matvöruverslunum 20. mars. Ódýrustu eggin var langoftast að finna í Bónus en þau dýrustu oftast í Hagkaup. Oftast var lítill munur á verði páskaeggja í Bónus og Krónunni.
23.03.2018 - 12:35
Páskar: Samsuða siða á sigurhátíð
Páskarnir nálgast óðfluga og í tilefni af því tökum við okkur flest frí frá vinnu og námi og borðum ofvaxin egg úr súkkulaði. Alls kyns misfurðulegar hefðir hafa fylgt þessari miklu sigurhátíð kristinna í gegnum tíðina. Sumar eru frá því löngu fyrir fæðingu Krists, á meðan aðrar eiga uppruna sinn á 20. öld.
24.03.2016 - 10:00