Færslur: Páskar

Páskadagskráin á RÚV
Að vanda er boðið upp á fjölbreytta og vandaða dagskrá á öllum miðlum RÚV yfir hátíðisdagana. Nýtt íslenskt efni og skemmtun fyrir alla fjölskylduna verður í öndvegi.
08.04.2020 - 09:54
Páskakanínan og í tannálfurinn í framvarðarsveitinni
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur skilgreint páskakanínuna og tannálfinn þar sem mikilvægar starfsstéttir í kórónaveirufaraldrinum. Hún leggur þó áherslu á að fólk stilli væntingar sínar um að þessir gleðigjafar láti sjá sig, enda getur það reynst þeim erfitt komast leiðar sinnar á tímum útgöngubanns í Nýja-Sjálandi.
06.04.2020 - 14:07
Skrítnustu málshættirnir
Það fengu væntanlega ófáir ljúffengan málshátt með páskaegginu sínu í morgun. Málshættirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir og sumir eru jafnvel stórfurðulegir, við tókum saman nokkra skrítna og skemmtilega og veltum fyrir okkur merkingu þeirra.
21.04.2019 - 11:30
Blautir páskar og ekkert páskahret í kortunum
Gera má ráð fyrir votviðrasamri páskahelgi á Suður- og Vesturlandi en skárra veðri á Norðausturlandi. Hitatölur gætu farið upp í 15 stig fyrir norðan á morgun.
18.04.2019 - 18:19
Myndskeið
Aldrei of gömul til að reyna eitthvað nýtt
Ieda Jónasdóttir Herman er 93 ára. Þrátt fyrir að eiga einungis tæp sjö ár í 100 ára afmælið, lætur Ieda það ekki hindra sig í því að uppfylla drauma sína. Í fyrrasumar fór hún í svifvængjaflug, ísklifur og renndi sér í zip-lining, allt sama daginn.
17.04.2019 - 10:40
Páskaeggjahámið á RÚV
Páskahámið er hafið í spilara RÚV. Þar má nú finna páskaegg í formi þáttaraða og kvikmynda, bæði íslenskt og erlent efni, sem hægt verður að gæða sér á yfir helgidagana. Þar af eru tvær þáttaraðir frumsýndar, Atlanta og sjötta þáttaröð House of Cards.
Árný og Daði keppa í páskaeggjagerð
Daði og Árný finna engin páskaegg í Kambódíu, þau bregða því á það ráð að búa þau til sjálf. Til verksins þarf fullt af súkkulaði, nammi, skraut og hraðar hendur því súkkulaðið bráðnar jafnóðum í hitanum.
03.04.2018 - 12:12
Páskaeggin ódýrust í Bónus – allt að 57% munur
Allt að 57% verðmunur var á páskaeggjum á milli verslana í verðlagskönnun ASÍ í matvöruverslunum 20. mars. Ódýrustu eggin var langoftast að finna í Bónus en þau dýrustu oftast í Hagkaup. Oftast var lítill munur á verði páskaeggja í Bónus og Krónunni.
23.03.2018 - 12:35
Páskar: Samsuða siða á sigurhátíð
Páskarnir nálgast óðfluga og í tilefni af því tökum við okkur flest frí frá vinnu og námi og borðum ofvaxin egg úr súkkulaði. Alls kyns misfurðulegar hefðir hafa fylgt þessari miklu sigurhátíð kristinna í gegnum tíðina. Sumar eru frá því löngu fyrir fæðingu Krists, á meðan aðrar eiga uppruna sinn á 20. öld.
24.03.2016 - 10:00