Færslur: Páskaegg Rásar 1

Markmannshanskarnir hans Alberts Camus
Dóp, heimspeki, Guð, vonbrigði, fagurfræði og furðufuglar - öllu þessu fáum við að kynnast þegar skyggnst er bak við tjöldin í heimi íþróttanna og íþróttamaðurinn og líf hans er skoðað frá öðru sjónarhorni en við gerum venjulega. Guðmundur ræðir við fjölda íslenskra íþróttamanna um reynslu sína og upplifun af gleði og sorgarstundum, bæði innan og utan vallar.
21.03.2018 - 14:54
Ævintýri Tinna
Gísli Marteinn Baldursson fjallar um hinar vinsælu teiknimyndabækur um blaðamanninn Tinna og höfundinn Hergé.
21.03.2018 - 14:28
Endursköpun Maríu
Anna Gyða Sigurgísladóttir skoðar birtingarmyndir og ýmis hlutverk guðsmóðurinnar í samtímanum. Pussy Riot, Gjörningaklúbburinn, Beyoncé, nunnurnar í Karmel-klaustri eru meðal þeirra sem koma við sögu í þættinum.
21.03.2018 - 12:37
Útvarp Manhattan 2.0
Hallgrímur Helgason ferðast um fornar slóðir og talar frá Boston og New York, þar sem hann var búsettur fyrir 30 árum, svo úr verður þáttur sem kallast á við Útvarp-Manhattan-pistla hans frá þeim tíma. Hallgrímur hlaut viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkistúvarpsins fyrr á þessu ári.
21.03.2018 - 12:34
Ég á mér draum
Hugsjónir og störf Dr. Martin Luther King eru enn mikilvæg nú hálfri öld eftir andlát hans. Lykilaugnablik í baráttu Kings eru skoðuð og kannað hvað það var sem hann brann fyrir. Barátta Kings fyrir borgaralegu, stjórnmálalegu, félagslegu og efnahagslegu réttlæti og friði er enn fyrirmynd annarra mannréttinda- og friðarhreyfinga um heim allan. Umsjón: Lilja Hjartardóttir. Samsetning: Guðni Tómasson.
21.03.2018 - 12:31
„einhver sem hefur litið til með þér lengi“
Þorsteinn frá Hamri andaðist þann 28. janúar síðastliðinn. Hann hefði orðið áttræður í mars. Í þættinum er fjallað um skáldskap Þorsteins, og manninn sjálfan. Umsjón hefur Eiríkur Guðmundsson.
21.03.2018 - 12:14
Lansinn
Mikael Torfason fjallar um Landspítalann – sem er upphaf, miðja og endir í lífi flestra Íslendinga – í sex þáttum.
21.03.2018 - 11:29
Hormónar
Anna Gyða Sigurgísladóttir tekur hlustendur í ævintýraferð um heima tilfinningalífsins og mannlegs eðlis. Fjallað verður um allt frá kynlífi til dauða.
21.03.2018 - 10:47