Færslur: Pabbahelgar

Hvítur, hvítur dagur með flestar tilnefningar
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut flestar tilnefningar til Edduverðlauna eða 12 talsins. Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur og Pabbahelgar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttir fengu tíu tilnefningar hvor. Athygli vekur að konur eru atkvæðamiklar í tilnefningunum í ár en kvikmyndabransanum hefur löngum verið legið á hálsi fyrir að vera karllægur.
Á síðustu stundu
„Held mér hafi aldrei liðið jafn kynþokkafullri“
Nanna Kristín Magnúsdóttir er með nýja íslenska dans- og söngvamynd í bígerð. Hún á mjög gjöfult ár að baki eftir að hafa skrifað, leikstýrt og leikið í Pabbahelgum en hún segir að íslenskar konur í kvikmyndagerð og Ole Gunnar Solskjær þjálfari Manchester United standi upp úr á árinu sem var að líða.
Myndskeið
„Áfellisdómur yfir kjarnafjölskyldunni“
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðshöfundur segir að þyrmt hafi yfir sig þegar hún fylgdist með fjölskyldubasli hjónabandsráðgjafans Karenar í Pabbahelgum eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur. „Nú er ég sjálf ólétt og ég fékk kvíðakast. Þetta er rosalega dökk mynd af borgaralífi á Íslandi.“
17.11.2019 - 16:17
Pottþétt popp fyrir Pabbahelgi
Líf hjónabandsráðgjafans Karenar í Pabbahelgum hrundi nánast til grunna þegar hjónabandið fór í vaskinn og í sex þáttum fengu landsmenn að fylgjast með glötun hennar með tilheyrandi ælu, klístruðu hári, andremmu og tárum. Tónlistarmaðurinn Gísli Galdur samdi og valdi tónlist fyrir hverja gleði- og átakastund sem skilnaður Karenar hafði í för með sér.
16.11.2019 - 11:30
Vefþáttur
Pabbahelgar, Atómstöðin og Handrit í Lestarklefanum
Rætt um sjónvarpsþættina Pabbahelgar, leiksýnininguna Atómstöðina – endurlit í Þjóðleikhúsinu og myndlistarsýningu Leifs Ýmis Eyjólfssonar Handrit III í Listamönnum galleríi.
Skilnaður í Pabbahelgum kom leikkonu á óvart
Regína Sjöfn Sveinsdóttir leikur Þórkötlu í sjónvarpsþáttunum Pabbahelgum. Við kíktum með henni út á róló, ræddum hvernig það kom til að hún fékk hlutverkið, hvernig lífið var á setti og hvert hún stefnir í framtíðinni.
04.11.2019 - 12:16
Reif Séð og heyrt sem fjallaði um skilnaðinn
Ný leikin íslensk þáttaröð, Pabbahelgar, hefur göngu sína á RÚV í kvöld. Af því tilefni kíktu nokkur skilnaðarbörn í stúdíó RÚV núll og sögðu frá reynslu sinni af skilnaði foreldra sinna.
06.10.2019 - 14:31
Gamanþættir um sjálfhverfu hliðina á skilnaði
Nanna Kristín Magnúsdóttir framleiðir, skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Pabbahelgar sem verða sýndir á RÚV í haust en tökum lauk nú fyrir skemmstu.