Færslur: Osman Kavala

Osman Kavala í ævilangt fangelsi
Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag mannréttindafrömuðinn Osman Kavala í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn. Hann var meðal annars sakaður um að hafa tekið þátt í valdaránstilraun tyrkneska hersins árið 2016.
25.04.2022 - 17:30
Réttarhöld yfir Kavala halda áfram í Tyrklandi á morgun
Réttarhöldum yfir tyrkneska stjórnarandstöðuleiðtoganum Osman Kavala verður fram haldið á morgun föstudag. Sendiherrar tíu Evrópuríkja mótmæltu í síðasta mánuði töfum á málinu og Tyrkland gæti átt yfir höfði sér fyrirtöku hjá Mannréttindadómstóli Evrópu vegna þess.
Tyrklandsstjórn undirbýr brottrekstur tíu sendiherra
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fyrirskipaði brottrekstur sendiherra tíu ríkja þeirra á meðal Frakklands og Bandaríkjanna. Sendiherrarnir séu óvelkomnir í Tyrklandi, „persona non grata“ eftir að þeir kröfðust þess að stjórnarandstöðuleiðtoginn Osman Kavala yrði umsvifalaust leystur úr haldi.