Færslur: Ósló

Lögregla fær ekki aðgang að sjúkragögnum árásarmannsins
Zaniar Matapour er ákærður fyrir morð, morðtilraun og hryðjuverk eftir fjöldaskotárásina í Ósló síðustu helgi. Matapour vill ekki vera yfirheyrður af lögreglu, ekki ræða við sérfræðinga sem eiga að leggja mat á geðheilsu hans og hann hefur ekki samþykkt að afnema þagnarskyldu sem ríkir um gögn um hann í heilbrigðiskerfinu. Þetta þýðir að lögregla hefur ekki aðgang að sjúkrasögu hans. Að sögn verjenda hans Christian Elden, var Matapour greindur með ofsóknargeðklofa fyrir nokkrum árum.
02.07.2022 - 21:12
Vill ekki að yfirheyrslan verði tekin upp
Lögmaður Zaniar Matapour, sem sakaður er um að hafa skotið tvo til bana og sært 21 í miðborg Ósló í fyrrinótt, segir að yfirheyrslan yfir skjólstæðingi hans hafi verið stutt í morgun. Zatapour vilji ekki að yfirheyrslan verði tekin upp í hljóði og mynd því hann óttist að lögreglan breyti upptökunni.
26.06.2022 - 14:14
Skothríð beint að húsi í Ósló í nótt
Skotið var að byggingu í Hanshaugen hverfinu í Ósló í Noregi í nótt. Lögregla upplýsir að nokkrum skotum var hleypt af en að enginn særðist í skothríðinni.
26.11.2021 - 05:26
Forseti norska Stórþingsins segir af sér
Eva Kristin Hansen, forseti norska stórþingisins hefur sagt af sér en lögreglurannsókn stendur nú yfir á ætluðum brotum sex þingmanna á reglum um notkun íbúða í Ósló í eigu þingsins.
19.11.2021 - 00:36
Lögreglan í Ósló skaut vopnaðan mann til bana
Lögreglan í Ósló skaut vopnaðan mann í miðborg Óslóar á tíunda tímanum í morgun að staðartíma. Maðurinn var vopnaður hnífi, og segja vitni að hann hafi hlaupið ógnandi á eftir konu. Maðurinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.
09.11.2021 - 09:54
Annar bruni í Ósló talinn vera íkveikja
Enn grunar Óslóarlögregluna að eldur í húsi í gamla bænum í borginni hafi kviknað af mannavöldum. Það væri þá í annað sinn á jafnmörgum dögum sem það gerist.
08.11.2021 - 04:30
Noregur
Rannsaka bruna í veitingahúsi sem íkveikju
Lögreglan í Ósló höfuðborg Noregs rannsakar bruna í veitingahúsi í gamla miðbænum í nótt sem íkveikju. Engan sakaði en lögregla leitar nú mögulegs brennuvargs dyrum og dyngjum í nágrenninu.
07.11.2021 - 04:05
Norska lögreglan telur sig nálgast lausn í Hagen-málinu
Norska lögreglan telur sig nálgast lausn ráðgátunnar um hvarf Anne-Elisabeth Hagen. Hún var 68 ára þegar hún hvarf frá heimili sínu í úthverfi Ósló 31. október árið 2018 og síðan hefur ekkert til hennar spurst.
30.10.2021 - 01:38
Ungur maður særður eftir skotárás í úthverfi Ósló
Ungur maður er hættulega særður eftir skotárás í Stovner-hverfinu í norðausturhluta Ósló höfuðborgar Noregs í kvöld. Lögregla útilokar ekki tengsl við skotárás sem gerð var fyrr í mánuðinum.
26.10.2021 - 00:39
Langar raðir við næturklúbba í borgum Noregs
Langar raðir mynduðust við næturklúbba í Osló í kvöld en klukkan fjögur í dag tóku miklar tilslakanir á samkomutakmörkunum gildi í Noregi. Líf, gleði og fjör ríkir víða að sögn lögreglu en sumstaðar hafa komið upp erfiðar aðstæður.
Norðmenn fagna tilslökunum stjórnvalda innilega
Norðmenn fagna því í dag að eins og hálfs árs tímabili strangra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins linnir. Mikil hátíðahöld og hópfaðmlög eru framundan í landinu
Noregur: Andlát í heimahúsi rannsakað sem morð
Lögreglan í Ósló rannsakar nú andlát litháensks manns á sextugsaldri sem morð. Talið er að maðurinn hafi verið myrtur í heimahúsi í Fjellhamar, kyrrlátu hverfi í sveitarfélaginu Lørenskog skammt frá Ósló.
02.08.2021 - 02:44
Banna leigu á rafskútum frá 11 á kvöldin
Borgarráð Óslóar samþykkti í dag bann við útleigu á rafskútum frá ellefu að kvöldi til fimm að morgni alla daga vikunnar. Bannið gengur í gildi fyrsta september. Leiguskútum verður sömuleiðis fækkað til muna.
13.07.2021 - 12:23
Borgarráð Óslóar sagði af sér
Borgarráð Óslóar sagði af sér í dag eftir að meirihluti borgarstjórnar samþykkti vantraust á Lan Marie Berg, formann umhverfisráðs. Hún er sökuð um að hafa dregið um of að greina borgaryfirvöldum frá að kostnaður við nýja vatnsveitu Óslóar yrði 5,2 milljörðum norskra króna meiri en ráð var fyrir gert. Það eru um það bil 76 milljarðar íslenskra króna.
16.06.2021 - 14:09
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Noregur · Ósló
Kórónuveiran stöðvar hátíðarhöld norskra stúdentsefna
Öll hátíðarhöld stúdentsefna í Ósló hafa verið bönnuð til og með 8. júní næstkomandi. Þetta á bæði við þau sem sem búa í borginni og þau sem þangað ferðast annars staðar frá. Ástæðan er mikil fjölgun kórónuveirutilfella á svæðinu.
Íbúum heimilað að snúa aftur í hús sín
Íbúum við Tethusbakken í Osló hefur verið leyft að snúa aftur í hús sín eftir að þau voru rýmd vegna jarðfalls. Þó má ekki að fullu nýta það hús sem verst varð úti. Húsin eru flest gömul og götumyndin þykir fögur og því er það í verkahring byggingafulltrúa borgarinnar að ákveða með framhaldið.
27.02.2021 - 15:07
Hætt við að bílar frjósi fastir við götur í Ósló
Mikill vatnsflaumur rennur eftir götum miðborgar Óslóar eftir að stórar kaldavatnslagnir fóru snemma í morgun. Slökkvilið borgarinnar vinnur að því að dæla vatni upp úr kjöllurum og vatnsveitan reynir að stöðva lekann. Mörg heimili í miðborginni eru án vatns. 
14.02.2021 - 14:02
Erlent · Veður · Noregur · Ósló
Rússneskum erindreka vísað frá Noregi vegna njósnamáls
Norsk yfirvöld hafa vísað rússneskum diplómata úr landi. Það gerist nokkrum dögum eftir að norskur ríkisborgari var handtekinn þar í landi grunaður um að leka viðkvæmum upplýsingum til Rússlands.
19.08.2020 - 12:20
Borgarstjóri Farsund varar við ferðum til Óslóar
Borgarstjórinn í Farsund í Agða-fylki í Suður-Noregi varar íbúa borgarinnar við ferðalögum til Óslóar. Heimsæki fólk höfuðborgina skuli það fara í sjálfskipaða sóttkví við komuna heim.
Löggæsla aukin í Ósló
Lögreglan í Ósló hefur fengið aukið fjármagn frá norska ríkinu til þess að bregðast við ofbeldi og skotárásum í austur- og suðurhluta borgarinnar á síðustu mánuðum.
02.05.2018 - 12:13
Erlent · Evrópa · Noregur · Ósló