Færslur: Öskudagur

Sjónvarpsfrétt
Allir í öskudagsliði í Hrafnagilsskóla
Á Akureyri og nágrenni er sterk hefð fyrir því að halda upp á öskudaginn og gefið er frí í flestum skólum. Öskudagsliðin eru misstór en fá þeirra eru líklega stærri en barnanna í Hrafnagilsskóla.
02.03.2022 - 19:20
Myndskeið
Sungu fyrir kaupmanninn til að þakka fyrir slikkeríið
Ungir menn á Grenivík sem ekki gátu tekið þátt í öskudeginum vegna covid-veikinda fengu óvæntan glaðning frá kaupmanninum í plássinu sem sendi þeim nammi þegar hann frétti af málinu. Strákarnir sömu því lag til að þakka fyrir sig.
02.03.2022 - 15:46
Myndband
Heimsóttu bændur í stað búða á öskudaginn
Öskudegi var fagnað víða um land í dag þrátt fyrir takmarkanir. Í Hörgársveit í Eyjafirði var öllum börnum smalað í rútu og ekið milli bæja í stað þess að heimsækja verslanir á Akureyri.
17.02.2021 - 20:26
Síðdegisútvarpið
Óviðeigandi að „klæða sig“ í kynþátt annarra
Ekki er sama í hvernig búninga fólk klæðir sig á öskudaginn, sem er í dag. Margir af búningum fortíðar þykja í dag hreinlega særandi. Búningavalið vekur því upp ýmsar siðferðilegar spurningar. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, formaður Siðmenntar, telur að draga eigi línuna þannig að fólk klæði sig ekki í menningu annarra sem búning.
17.02.2021 - 18:38
Krakkafréttir
Sturta og kandífloss á öskudaginn 
Öskudagurinn er eflaust hápunktur vikunnar hjá mörgum börnum landsins enda helsti búningadagur ársins. Systurnar Emma og Elia eiga framtíðina fyrir sér í búningagerð. Þær taka öskudaginn hátíðlega og hafa verið nokkra daga að föndra sína búninga, sturtu og kandífloss.   
17.02.2021 - 14:05
Öskudagsleiðangrar verða aðeins í nánasta umhverfi í ár
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að öskudagurinn verði öðruvísi en áður. Þeim tilmælum verði beint til foreldra og barna að halda sig innan hverfa og leggjast ekki í sælgætissníkjuferðir út fyrir þau.
05.02.2021 - 13:07
Viðtal
Kringlan stefnir á öskudagsviðburð í samkomubanni
Viðbúið er að allt að þrjú þúsund börn verði í Kringlunni á miðvikudaginn eftir hálfan mánuð, öskudaginn, þar sem efnt verður til viðburða og sælgæti í boði. Í fyrra komu um þrjú þúsund börn í Kringluna á öskudag. Kaupmenn í Kringlunni eru uggandi. Smáralind verður ekki viðburð á öskudag vegna aðstæðna og vísar til samkomubanns og sóttvarna. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir að mikilvægt sé að gleðja börnin.
04.02.2021 - 12:40
Myndskeið
Slógu upp söngkeppni í blikksmiðju á Akureyri
Ofurhetjur, nornir og drykkjarumbúðir skottuðust á milli verslana víða um land í dag í leit að sælgæti í tilefni öskudagsins. Á Akureyri var slegið upp söngkeppni í blikksmiðju.
26.02.2020 - 20:35
Myndskeið
Stífæfð söngatriði í skiptum fyrir gotterí
Furðuverur og fólk í skrautlegum búningum voru á vappi í dag og fluttu stífæfð söngatriði í skiptum fyrir gotterí. Sumir þurftu jafnvel innkaupakerru undir góssið. Það viðraði vel á þær fígúrur sem vöppuðu um í miðbæ Akureyrar í dag.
06.03.2019 - 18:55
Askan var oft ofbeldis- og eineltistæki
Fólk hengdi öskupoka hvert á annað til að hæðast að kaþólskum hefðum á Íslandi eftir siðaskipti, segir Kristín Einarsdóttir - en hún skrifaði meistararitgerð um sögu öskudagsins.
05.03.2019 - 14:32
Myndskeið
Öskudagur á Akureyri 1967
Öskudagshefðin er sérlega rík á Akureyri. Finna má heimildir um barnaskemmtanir og ketti slegna úr tunnum norðan heiða síðan snemma á nítjándu öld. Á öskudag árið 1967 náði fréttamaður RÚV einstökum myndum af ungum Akureyringum klæddum í ýmis gervi og má á myndunum finna meðal annars litla trúða, herramenn og hjúkrunarkonur.
14.02.2018 - 09:50