Færslur: Óskarsverðlaun 2018

„Við höfum allar sögur að segja“
Þakkarræða leikkonunnar Frances McDormand vakti mikla athygli á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hún hlaut Óskarinn fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. Hún bað allar konur í salnum sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna að standa upp.
05.03.2018 - 10:57
Óskarsverðlaunin í beinni
Óskarsverðlaunin verða afhent í Los Angeles í nótt við hátíðlega athöfn. Jimmy Kimmel verður kynnir kvöldsins. Áður en verðlaunahátíðinn sjálf hefst ganga stjörnurnar eftir rauða dreglinum inn í Dolby leikhúsið. Hægt er að fylgjast með verðlaunaathöfninni í beinni útsendingu á RÚV og í beinu streymi hér. Þá verður þessi færsla uppfærð á meðan á Óskarsverðlaununum stendur.
05.03.2018 - 00:21
Meryl Streep bætir eigið Óskars-met
Á meðal fjölmargra tilnefndra til Óskarsverðlauna á þriðjudag var stórstjarnan Meryl Streep. Hún var tilnefnd til þessara eftirsóttu verðlauna sem besta leikkonan í aðalhlutverki, fyrir túlkun á blaðaútgefandanum Kay Graham í myndinni The Post. Er þetta 21. tilnefning Streep til Óskarsverðlauna - og þar með hefur hún enn bætt sitt eigið heimsmet á því sviði.
24.01.2018 - 04:46
Konur brjóta glerþak Óskarsins
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2018 voru kynntar í dag. Í fyrsta skipti er kona tilnefnd fyrir bestu kvikmyndatöku en einnig sætir tíðindum að Greta Gerwig sé tilnefnd fyrir bestu leikstjórn og hún er þar með fimmta konan í níutíu ára sögu verðlaunanna sem er tilnefnd í þeim flokki. Óskarsverðlaunahátíðin er 4. mars.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna 2018 kynntar
Í dag var tilkynnt hverjir eru tilnefndir til Óskarsverðlauna í ár
23.01.2018 - 12:47
Pólitískir vindar blása lífi í Óskarinn
Óskarsverðlaunahátíðin á stórafmæli í ár, en nítugasta hátíðin fer fram í Hollywood 4. mars. Styr hefur staðið um hátíðina síðustu ár og má segja að nýjasti skjálftinn, sjálf metoo-byltingin, hafi blásið nýju lífi í hátíðina en fréttir af kynferðisáreitni áhrifafólks í kvikmyndabransanum kunna að hafa úrslitaáhrif á niðurstöður tilnefninga sem verða kynntar kl. 13:20 í dag. RÚV sýnir beint frá tilnefningunum á RÚV.is.