Færslur: Óskarsverðlaun

Agnes Joy verður framlag Íslands á Óskarnum
Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin sópaði að sér verðlaunum á Edduhátíðinni í vor, hún varð hlutskörpust um valið á kvikmynd ársins auk þess sem hún var verðlaunuð fyrir handrit, sem byggir á hugmynd Mikaels Torfasonar.
25.11.2020 - 18:51
Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári frestað
Ákveðið hefur verið að fresta Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári. Í stað þess að halda hátíðina 28. febrúar verður hún haldin 25. apríl.
15.06.2020 - 20:10
COVID-19 neyðir akademíuna til að breyta Óskars-reglum
Bandaríska kvikmyndaakademían sér sig knúna til að víkja frá einu af meginskilyrðum sínum fyrir því að kvikmyndir teljist gjaldgengar í slaginn um Óskarsverðlaun. Ástæðan er sú sama og fyrir svo mörgu öðru þessa dagana: COVID-19.
29.04.2020 - 06:34
Viðtöl
Nemar í tónsmíðum um Hildi: „Ný tækifæri og draumar“
„Mér finnst ég sjá ný tækifæri, sem mér hefði ekki dottið í hug áður. Ég hafði ekki mikið pælt í kvikmyndabransa fyrir mína tónlist. En núna sé ég möguleika,“ segir Iðunn Einarsdóttir, nemi í tónsmíðum um sigurgöngu Hildar Guðnadóttur, óskarsverðlaunahafa. 
11.02.2020 - 07:04
Heimskviður
Skipta þakkarræður á Óskarnum einhverju máli?
Óskarsverðlaunin verða veitt í kvöld, í 92. sinn. Það er ekki ósennilegt að stór hluti þjóðarinnar verði óútsofinn í vinnu og skóla á mánudag, þau sem vilja fylgjast með því hvort Hildur Guðnadóttir bæti ekki síðustu og stærstu verðlaununum í ríkulega uppskeru sína síðastliðnar vikur og mánuði. En saga Óskarsins er löng, og þau eru mörg sem hafa sett mark sitt á hana með eftirminnilegum hætti.
09.02.2020 - 07:30
BBC: Hvernig selló Hildar varð að Jókernum
BBC fjallar ítarlega um sigurgöngu Hildar Guðnadóttur á verðlaunahátíðum síðustu mánuði á vef sínum í dag. Á sunnudag kemur í ljós hvort hún fái Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Joker. Hildur er eina konan sem er tilnefnd í sínum flokki og þykir nokkuð líkleg til að verða aðeins þriðja konan til að fá Óskarinn fyrir bestu kvikmyndatónlistina í 84 ára sögu verðlaunanna. Síðast vann kona til þessara verðlauna fyrir 33 árum þegar Ann Dudley hlaut þau fyrir The Full Monty.
Óskarsleikararnir fá tugmilljóna skrautlegar gjafir
Þrátt fyrir að það geti ekki allir farið heim sem sigurvegarar eftir Óskarsverðlaunahátíðina í Los Angeles á sunnudag er það síður en svo að hinir fari tómhentir á braut. Allir þeir sem eru tilnefndir til verðlauna í flokkum aðal- og aukaleikara, aðal- og aukaleikkvenna og leikstjóra fá nefnilega gjafapakka að andvirði yfir 30 milljóna króna.
05.02.2020 - 14:32
Joker með flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna
Kvikmyndin Joker, í leikstjórn Todd Philips með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki, fær flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár. Hildur Guðnadóttir fær tilnefningu fyrir bestu tónlistina.
Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna
Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár fyrir tónlistina í Joker.
Tilnefningar til Óskarsins kynntar í dag
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2020 verða kynntar í dag klukkan 13.20 að íslenskum tíma. Þau John Cho og Issa Rae kynna tilnefningarnar sem verða sýndar í beinni á RÚV.is
Hildur þokast nær Óskarstilnefningu
Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, þokaðist í dag nær tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Bandaríska kvikmyndaakademían, sem veitir verðlaunin, birti í dag stuttlista yfir þá listamenn sem eiga möguleika á tilnefningu í níu flokkum, þar á meðal í flokknum frumsamin tónlist. Tónlist við 170 kvikmyndir kom til álita í þessum flokki en nú hefur tónlistardeild akademíunnar stytt listann rækilega svo aðeins 15 myndir standa eftir, þar á meðal Joker.
Mál Óskars-þjófs McDormand fellt niður
Mál á hendur Terry Bryant, 48 gömlum manni sem var sakaður um að stela Óskarsverðlaunastyttu sem Frances McDormand hlaut fyrir bestan leik í aðalhlutverki, hefur verið fellt niður.
21.08.2019 - 16:03
Óskarsleikarar fá ferð til Íslands að gjöf
Allir þeir sem tilefndir eru til Óskarsverðlauna í flokkum aðal- og aukaleikara, aðal- og aukaleikvenna og leikstjóra fá veglegan gjafapakka að andvirði tug milljóna króna. Einn aðalvinninganna er lúxusferð til Íslands.
21.02.2019 - 23:30
Fyrsta ofurhetjumyndin tilnefnd sem besta mynd
Myndin um Marvel-hetjuna Svarta pardusinn, Black Panther, varð í dag fyrsta ofurhetjumyndin sem er tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki bestu mynda.
Tilnefningar til Óskarsins kynntar í dag
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2019 verða kynntar í dag klukkan 13.20 að íslenskum tíma. Þau Kumail Nanjiani og Tracee Ellis Ross kynna tilnefningarnar. Sýnt verður beint frá athöfninni á vef ruv.
22.01.2019 - 11:18
Óskarsverðlaun fyrir „poppkornsmyndir“
Fram undan eru umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi Óskarsverðlaunahátíðarinnar en sífellt færri horfa á þau í sjónvarpi. Veitt verða verðlaun fyrir bestu vinsælu myndina, hætt að sýna beint frá afhendingu viðurkenninga í ákveðnum flokkum og Óskarinn fer fyrr fram frá árinu 2020.
08.08.2018 - 18:32
Mynd með færslu
Tilnefningar til Óskarsverðlauna kynntar
Í dag verður tilkynnt hverjir eru tilnefndir til óskarsverðlauna í ár í Samuel Goldwyn kvikmyndahúsinu í Los Angeles. Sýnt er beint frá athöfninni hér á vef RÚV.
24.01.2017 - 11:50
Óskarinn: Verður Jóhann tilnefndur aftur?
Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í dag. Líkt og í fyrra beinast augu margra Íslendinga að tilnefningum í flokki frumsaminnar tónlistar í kvikmyndum.
14.01.2016 - 11:19