Færslur: Óskarsverðlaun

Akademían boðar formlega athugun á snoppungnum
Bandaríska kvikmyndaakademían sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna kinnhests sem leikarinn Will Smith rak grínistanum Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt.
28.03.2022 - 20:35
CODA, Campion, Chastain og Smith fengu styttur
Kvikmyndin CODA, sem segir frá því hvernig 17 ára stúlka eltir drauma sína, var valin sú besta á 94. Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Jane Campion, Will Smith og Jessica Chastain fara einnig heim með styttur úr stærstu flokkum hátíðarinnar.
Myndskeið
Will Smith sló Chris Rock á Óskarnum
Svo virðist sem leikurunum Will Smith og Chris Rock hafi lent saman á sviðinu þar sem Óskarsverðlaunin voru afhent í gærkvöld. Sá síðarnefndi stóð á sviðinu þegar Smith gekk ákveðnum skrefum í átt til hans og sló hann bylmingshögg í andlitið.
DeBose og Kotsur best í aukahlutverkum
Óskarsverðlaunahátíðin, sú 94. í röðinni stendur nú sem hæst vestur í Hollywood. Kvikmyndin The Power of the Dog er tilnefnd til flestra verðlauna eða tólf. Hátíðahöldin hófust á miðnætti og þegar hefur fjöldi verðlauna verið afhentur. Hvorugt þeirra sem hlutu verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki hefur hreppt hnossið áður.
Norska leikkonan Liv Ullmann hlýtur heiðursóskar
Norska leikkonan Liv Ullmann er meðal þeirra sem hljóta heiðursóskarsverðlaun í ár. Hún er fyrsti Norðmaðurinn til að njóta þess heiðurs en þetta eru þó þriðju Óskarsverðlaun Norðmanna.
Bandaríski leikarinn William Hurt látinn
Bandaríski óskarsverðlaunaleikarinn Willam Hurt er látinn 71 árs að aldri. Í tilkynningu segir að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum í faðmi fjölskyldu sinnar en hann átti viku í að verða 72 ára.
13.03.2022 - 22:54
„Power of the dog“ fékk flestar tilnefningar
Kvikmyndin The Power of the Dog hlaut flestar tilnefningar til óskarsverðlaunanna, eða tólf talsins. Tilnefningarnar voru kynntar nú laust eftir hádegið. Myndin er vestri sem gerist í Montana á þriðja áratug síðustu aldar.
08.02.2022 - 15:49
Í BEINNI
Tilnefningar til Óskarsverðlauna
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar í dag. Þá kemur í ljós hvort kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, Dýrið, hljóti tilnefningu til verðlaunanna.
08.02.2022 - 12:53
Dýrið færist nær tilnefningu til Óskarsverðlauna
Íslenska kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson komst á stuttlistann svokallaða hjá bandarísku kvikmynda akademíunni, sem notaður verður við val á tilnefningum til Óskarsverðlauna. Myndin er í flokknum Alþjóðlegar kvikmyndir, ásamt 14 öðrum kvikmyndum sem sköruðu fram úr á árinu.
21.12.2021 - 23:33
Söngvarinn B.J. Thomas látinn
Bandaríski söngvarinn B.J. Thomas er látinn 78 ára að aldri. Íslendingar kannast sennilega helst við hann fyrir að syngja lagið Raindrops Keep Fallin' on My Head, úr vestranum Butch Cassidy and the Sundance Kid frá 1969.
Myndskeið
Húsvíkingar að rifna úr stolti þrátt fyrir enga styttu
Engin Óskarsverðlaunastytta kemur til Íslands þetta árið. Margir höfðu gert sér vonir um að lagið Húsavík í flutningi sænsku söngkonunnar Molly Sandén og stúlknakórs úr Borgarhólsskóla hlyti styttuna eftirsóttu.
26.04.2021 - 17:30
Húsvíkingar vígðu rauðan dregil í anda Hollywood
Segja má að sannkallað Óskars-æði hafi nú gripið um sig á Húsavík. Seint í gærkvöldi lauk tökum á myndbandi við lagið Husavik – My Home Town úr myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem tilnefnt til Óskarsverðlauna. Þá var rauður dregill vígður í bænum í dag við hátíðlega athöfn.
19.04.2021 - 13:53
Myndskeið
Mank fékk flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna
Netflix-myndin Mank fékk flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár, 10 talsins. Kvikmynd David Fincher um Herman J. Mankiewicz, annan handritshöfunda Citizen Kane. Sex kvikmyndir hlutu svo sex tilnefningar hver. Í fyrsta sinn í sögunni eru tvær konur meðal þeirra fimm sem tilnefnd eru sem leikstjóri ársins
15.03.2021 - 18:23
Viðtal
Í skýjunum yfir tilnefningu til Óskarsverðlauna
Já-fólkið, teiknimynd Gísla Darra Halldórssonar, er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár í flokki styttri teiknimynda. Myndin fjallar um íbúa í ónefndri blokk, og er þeim fylgt eftir í einn sólarhring. Gísli Darri er í skýjunum og vonast til að geta verið viðstaddur hátíðina.
Húsavík fær tilnefningu til Óskarsverðlauna
Lagið Husavik úr Eurovision-kvikmyndinni er tilnefnt til Óskarsverðlaunanna í ár.
15.03.2021 - 12:48
Myndskeið
Tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár
Óskarsverðlaunin verða afhent í apríl en verðlaunathöfninni var frestað vegna faraldursins. Greint verður frá því í hádeginu hverjir eru tilnefndir í ár en leikkonan Priyanka Chopra og eiginmaður hennar, tónlistarmaður Nick Jonas, stýra stuttum þætti í hádeginu sem sýndur verður beint hér. Búist er við að Nomadland, The Trial of the Chicago 7 og Mank and Minari fái flestar tilnefningar. Útsendingin hefst klukkan 12.19 og stendur í tæpa klukkustund.
15.03.2021 - 12:16
Já-Fólkið bíður svars frá Óskarsakademíunni
Já-Fólk Gísla Darra Halldórssonar er ein tíu mynda á skammlista Óskarsverðlaunaakademíunnar yfir teiknaðar stuttmyndir.
11.02.2021 - 03:04
Husavik á skammlista Óskarsverðlauna
Lagið Husavik, úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, er meðal þeirra laga sem gæti orðið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Lagið er meðal þeirra fimmtán sem akademían velur úr áður en tilkynnt verður hvaða fimm lög eru tilnefnd til verðlaunanna.
10.02.2021 - 04:33
Agnes Joy verður framlag Íslands á Óskarnum
Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin sópaði að sér verðlaunum á Edduhátíðinni í vor, hún varð hlutskörpust um valið á kvikmynd ársins auk þess sem hún var verðlaunuð fyrir handrit, sem byggir á hugmynd Mikaels Torfasonar.
25.11.2020 - 18:51
Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári frestað
Ákveðið hefur verið að fresta Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári. Í stað þess að halda hátíðina 28. febrúar verður hún haldin 25. apríl.
15.06.2020 - 20:10
COVID-19 neyðir akademíuna til að breyta Óskars-reglum
Bandaríska kvikmyndaakademían sér sig knúna til að víkja frá einu af meginskilyrðum sínum fyrir því að kvikmyndir teljist gjaldgengar í slaginn um Óskarsverðlaun. Ástæðan er sú sama og fyrir svo mörgu öðru þessa dagana: COVID-19.
29.04.2020 - 06:34
Viðtöl
Nemar í tónsmíðum um Hildi: „Ný tækifæri og draumar“
„Mér finnst ég sjá ný tækifæri, sem mér hefði ekki dottið í hug áður. Ég hafði ekki mikið pælt í kvikmyndabransa fyrir mína tónlist. En núna sé ég möguleika,“ segir Iðunn Einarsdóttir, nemi í tónsmíðum um sigurgöngu Hildar Guðnadóttur, óskarsverðlaunahafa. 
11.02.2020 - 07:04
Heimskviður
Skipta þakkarræður á Óskarnum einhverju máli?
Óskarsverðlaunin verða veitt í kvöld, í 92. sinn. Það er ekki ósennilegt að stór hluti þjóðarinnar verði óútsofinn í vinnu og skóla á mánudag, þau sem vilja fylgjast með því hvort Hildur Guðnadóttir bæti ekki síðustu og stærstu verðlaununum í ríkulega uppskeru sína síðastliðnar vikur og mánuði. En saga Óskarsins er löng, og þau eru mörg sem hafa sett mark sitt á hana með eftirminnilegum hætti.
09.02.2020 - 07:30
BBC: Hvernig selló Hildar varð að Jókernum
BBC fjallar ítarlega um sigurgöngu Hildar Guðnadóttur á verðlaunahátíðum síðustu mánuði á vef sínum í dag. Á sunnudag kemur í ljós hvort hún fái Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Joker. Hildur er eina konan sem er tilnefnd í sínum flokki og þykir nokkuð líkleg til að verða aðeins þriðja konan til að fá Óskarinn fyrir bestu kvikmyndatónlistina í 84 ára sögu verðlaunanna. Síðast vann kona til þessara verðlauna fyrir 33 árum þegar Ann Dudley hlaut þau fyrir The Full Monty.
Óskarsleikararnir fá tugmilljóna skrautlegar gjafir
Þrátt fyrir að það geti ekki allir farið heim sem sigurvegarar eftir Óskarsverðlaunahátíðina í Los Angeles á sunnudag er það síður en svo að hinir fari tómhentir á braut. Allir þeir sem eru tilnefndir til verðlauna í flokkum aðal- og aukaleikara, aðal- og aukaleikkvenna og leikstjóra fá nefnilega gjafapakka að andvirði yfir 30 milljóna króna.
05.02.2020 - 14:32