Færslur: Öryrkjabandalagið

Sjónvarpsfrétt
Fyrrum vistmaður vill að þjóðfélagið læri af sögunni
Karlmaður sem bjó á vistheimilum í 15 ár vill að í kjölfar skýrslunnar, sem birt var í gær, að haldið verði áfram að rannsaka aðbúnað og meðferð á fólki svo að þjóðfélagið geti lært af þeim. Sjálfur var hann beittur ofbeldi á öllum heimilunum. 
09.06.2022 - 19:00
Kjör öryrkja í ósamræmi við verðlagsþróun
Í nýrri skýrslu Öryrkjabandalagsins kemur fram að kjör öryrkja hafi ekki haldið í við verðlagsþróun síðustu ára. Óheillaþróun sem leitt hefur af sér kjaragliðnun, segir formaður Öryrkjabandalagsins.
Óttast að fólk fari að neita sér um læknisþjónustu
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að það bitni á viðkvæmustu hópnunum í samfélaginu og þeim sem minnst mega sín geri sérfræðilæknar alvöru úr að hætta að hafa milligöngu um niðurgreiðslu Sjúkratrygginga til sjúklinga. 
Myndskeið
„Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir fatlað fólk“
Nýtt álit Umboðsmanns Alþingis gerir mörg hundruð fötluðum einstaklingum kleift að sækja um styrk fyrir hjálpartækjum. Þetta segir formaður Öryrkjabandalagsins. Maður sem lengi hefur viljað kaupa hjálpartæki ætlar að sækja um styrk strax í næstu viku.
Ólíðandi að láta hjálparsamtök um að brauðfæða öryrkja
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að það sé ekki ásættanleg staða í íslensku samfélagi að stjórnvöld varpi ábyrgðinni af því að brauðfæða fatlað og langveikt fólk yfir á hjálparsamtök. Hækka þurfi lífeyrinn til að tryggja öryrkjum mannsæmandi líf.
Vangoldnar bætur greiddar á þessu ári
Gert er ráð fyrir að greiðslur afturvirkra sérstakra húsaleigubóta til leigjenda Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, verði borgaðar fyrir lok þessa árs. Velferðarsvið borgarinnar telur að á milli 400 og 500 heimili eigi rétt á þessum bótum en ekki sé tímabært að segja til um hver heildarupphæð greiðslna verði. Hvert og eitt tilvik verði metið sérstaklega. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins, segir að í einhverjum tilfellum sé um milljónir að ræða.