Færslur: Öryggisráðið

Öryggisráðið tryggir neyðaraðstoð til Afganistan
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun byggða á tillögu Bandaríkjamanna um undanþágu frá viðskiptaþvingunum gegn Afganistan svo bregðast megi við mannúðarógninni sem við blasir.
Palestínskt ríki eina ásættanlega niðurstaðan
Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, segir átökin fyrir botni Miðjarðarhafs beina Miðausturlöndum í ranga átt. Hann segir í samtali við AFP fréttastofuna að loftárásir Ísraela og flugskeytaárásir Hamas-liða geri allar friðarumleitanir erfiðari og þær efli öfgahópa á svæðinu.
Krefjast banns við vopnasölu til Mjanmar
Yfir tvö hundruð alþjóðasamtök sendu Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna áskorun um að ráðið beiti kröftum sínum til þess að koma á alþjóðlegu vopnasölubanni til hersins í Mjanmar. Ekkert lát er á aðgerðum hersins gegn mótmælendum í landinu sem krefjast endurreisnar lýðræðis. 
06.05.2021 - 06:44
Segir Bandaríkjaforseta hata Norður-Kóreu
Einn stjórnenda flugskeytaáætlunar Norður-Kóreu sakar Bandaríkjaforseta um djúpstætt hatur í garð ríkisins. Joe Biden varaði Norður-Kóreu við því á fimmtudag að ef ríkið færði flugskeytatilraunir sínar upp á skaftið yrði þeim svarað í sömu mynt. Kallað hefur verið eftir aukafundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna málsins.
27.03.2021 - 07:11
Öryggisráðið fordæmir aðgerðir í Mjanmar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að fordæma aðgerðir hersins í Mjanmar, allt síðan hann rændi völdum í byrjun síðasta mánaðar. Zhang Jun, fastafulltrúi Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, segir tíma til kominn að draga úr spennunni í landinu, nú sé tími samninga og samtals.
11.03.2021 - 01:48
Engin sameiginleg yfirlýsing um Sýrland
Aðildarríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna komu sér ekki saman um yfirlýsingu varðandi Sýrland í kvöld. Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi hefur ítrekað kallað eftir yfirlýsingunni svo hægt sé að koma friðarviðræðum aftur af stað.
10.02.2021 - 01:46
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir ástandið í Mjanmar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í dag til þess að ræða þróun mála og viðbrögð við valdaráni hersins í Mjanmar. Herinn hrifsaði til sín völd í gærmorgun og tók stjórnarliða til fanga, þeirra á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi.
02.02.2021 - 02:57
Í beinni
Sameiginlegt ávarp Norðurlanda um Hvíta-Rússland
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, flytur í dag sameiginlegt ávarp Norðurlanda á óformlegum fjarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Hvíta-Rússlands. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Eista sem eiga sæti í ráðinu. Hann hefst klukkan 14:00.
04.09.2020 - 13:51
Öryggisráðið stöðvaði Bandaríkin
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom í veg fyrir að Bandaríkin gætu lagt alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Íran með umdeildri aðferð. Forseti ráðsins segir það ekki í þeirri stöðu að geta gripið til frekari aðgerða gegn Íran. Ekki sé næg samstaða á allsherjarþinginu til þess. 
Stjórnarandstaðan í Malí styður valdarán hersins
Assimi Goita, ofursti í malíska hernum, steig fram í gær og kynnti sig sem leiðtoga herforingjastjórnarinnar sem hrifsaði völdin í Malí á þriðjudag. Valdarán hans og fylgismanna hans í hernum hefur verið fordæmt víða á alþjóðavettvangi, en malíska stjórnarandstaðan lýsir stuðningi við herinn.
20.08.2020 - 04:01
Íranir bjartsýnir á afléttingu vopnasölubanns
Hassan Rouhani Íransforseti kveðst vongóður um að ekkert verði af tillögu Bandaríkjanna í öryggisráði SÞ um framlengingu vopnasölubanns til Írans. Forsetinn varar við afleiðingum stuðnings ráðsins við hugmyndina.
Rússar höfðu sitt fram: Aðeins ein leið til Sýrlands
Öryggsiráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að heimila flutninga hjálpargagna til Sýrlands í gegnum eina landamærastöð á landamærum þess að Tyrklandi í eitt ár.
Lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að ná sátt um tilhögun utanaðkomandi mannúðaraðstoðar til milljóna stríðshrjáðra Sýrlendinga í gærkvöld og því eru alþjóðlegum hjálparsamtökum nú allar leiðir lokaðar inn í Sýrland, þar sem milljónir almennra borgara líða alvarlegan skort á öllum helstu nauðsynjum.
Sýrland
Tillaga Rússa um að takmarka neyðaraðstoð felld
Tillaga Rússa um að draga úr utanaðkomandi mannúðaraðstoð við stríðshrjáða Sýrlendinga var felld í Öryggisráðinu í gærkvöld með atkvæðum sjö ríkja gegn fjórum. Fulltrúar fjögurra ríkja sátu hjá. Á þriðjudag beittu Rússar og Kínverjar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir framlengingu samkomulags um mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna við nauðstadda Sýrlendinga, í gegnum tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og Sýrlands.
Öryggisráðið hyggst kalla eftir 90 daga vopnahléi
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hyggst skora á stríðandi fylkingar að leggja niður vopn og gera 90 daga hlé á hvers kyns vopnaskaki fyrir mannúðar sakir, á meðan baráttan við COVID-19 heimsfaraldurinn stendur sem hæst. Þetta kemur fram í drögum að ályktun Öryggisráðsins, sem AFP-fréttastofan hefur undir höndum.
„Samningur aldarinnar“ kynntur öryggisráði SÞ
Jared Kushner, tengdasonur og sérstakur ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, kynnti áætlun Bandaríkjanna í Miðausturlöndum fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á lokuðum fundi í gær. Bandaríkin tala um þetta sem friðaráætlun, og gekk forsetinn svo langt að kalla hana samning aldarinnar. 
Öryggisráðið þrýstir á um vopnahlé í Líbíu
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem skorað er á leiðtoga stríðandi fylkinga í Líbíu að koma á varanlegu vopnahléi hið fyrsta, svo hægt sé að hefja vinnu við að finna pólitíska lausn á helstu ágreiningsefnum þeirra af fullum þunga og binda þannig enda á borgarastríðið.
22.01.2020 - 02:22
Pompeo segir Rússum og Kínverjum að skammast sín
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Rússland og Kína hafa fjölda lífa á samviskunni eftir að ríkin beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um flutning mannúðaraðstoðar inn til Sýrlands út næsta ár.
22.12.2019 - 05:51
Aðildarríki ÖSÞ ósammála um Tyrkland
Ekki náðist samstaða um tillögu Evrópuríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að Tyrkir hætti hernaðaraðgerðum í norðanverðu Sýrlandi. Sendifulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, neitaði að taka undir ályktun Evrópuríkjanna. Hann kallaði þó eftir því að Tyrkir haldi aftur af sér og þeir hefji viðræður við Sýrlendinga.
11.10.2019 - 06:39
Þúsundir barna falla og særast í stríðsátökum
Í skýrslu til Öryggisráðsins fordæma Sameinuðu þjóðirnar Sádi Araba, bandamenn þeirra og fjendur fyrir gegndarlaust ofbeldi gegn börnum í stríðinu um Jemen, þriðja árið í röð. Í sömu skýrslu kemur fram að fleiri palestínsk börn voru drepin og særð í fyrra en árin þar á undan, langflest af ísraelskum hermönnum. Flest börn dóu þó og særðust í vopnuðum átökum í Afganistan, og næst flest í borgarastríðinu í Sýrlandi.
Íranar réttlæta hertöku breska olíuskipsins
Í bréfi til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segja írönsk stjórnvöld að breska olíuflutningaskipið Stena Impero, sem her landsins hertók í síðustu viku, hafi brotið alþjóðleg siglingalög. Íranar segja að reynt hafi verið að sigla skipinu af vettvangi eftir árekstur við íranskan fiskibát.
25.07.2019 - 14:13
Vill óháða rannsókn á árásinni á olíuskipin
Brýnt er að leiða í ljós með óyggjandi hætti hver eða hverjir bera ábyrgð á árásunum á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa á fimmtudag, segir Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Guterres vill að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fái óháðan aðila til að rannsaka málið hið fyrsta. Jafnframt býðst hann persónulega til að miðla málum milli Bandaríkjanna og Írans ef áhugi er á viðræðum á annað borð.
15.06.2019 - 03:58
Bandarískur erindreki gagnrýnir Öryggisráðið
Erindreki Bandaríkjanna í málefnum Miðausturlanda gagnrýndi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann sagði gagnrýni á landtökubyggðir Ísraels orðið þreytandi umræðuefni og ný friðaráætlun Bandaríkjanna innihaldi ferska nálgun á málefni Palestínu og Ísraels. 
Umdeild tilskipun samþykkt í Öryggisráði SÞ
Talsverðrar óánægju gætir vegna nýsamþykktrar tilskipunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að binda endi á kynferðisofbeldi í stríði. Tilskipunin er mikið breytt frá upphaflegum drögum hennar, aðallega vegna andstöðu Bandaríkjanna, Rússlands og Kína. 
24.04.2019 - 04:40
Friðargæslusveit SÞ áfram á Gólanhæðum
Bandaríkin vilja að friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna verði áfram á Gólanhæðum þrátt fyrir að hafa viðurkennt innlimun Ísraels á landsvæðinu. Sveitin hefur verið á svæðinu síðan 1974 til að tryggja vopnahlé á milli Ísraels og Sýrlands.
28.03.2019 - 02:07