Færslur: örvunarskammtur

Mæla með örvunarskammti fyrir ákveðna hópa
Nefnd bandarískra heilbrigðissérfræðinga mælir einróma með notkun örvunarskammta bóluefnis Pfizer fyrir 65 ára og eldri og fyrir fólk sem er í hættu á að veikjast alvarlega af COVID-19. Eins á það við um heilbrigðisstarfsfólk.
Myndskeið
Nýyrði sóttvarnalæknis valda sum undrun og óróleika
Starf sóttvarnalæknis felst ekki bara í að reyna að hemja illvíga kórónuveiru. Hann þarf líka að búa til ný orð um ýmislegt sem tengist sóttinni. Hann hefur nýlega búið til orðið viðbótarskammtur sem má þó ekki rugla saman við örvunarskammtinn. Sóttvarnalæknir segir viðbótarskammtinn hafa valdið bæði óróleika og undrun hjá mörgum.
12.09.2021 - 19:21
Stökkbreytt afbrigði draga úr vonum um hjarðónæmi
Umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu er efins um að viðnám bóluefna dugi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný stökkbreyttt afbrigði veirunnar draga úr vonum um að hjarðónæmi náist.
Opið hús til klukkan sjö í bólusetningu
Opið verður í bólusetningu fyrir alla óbólusetta til klukkan sjö í kvöld á Suðurlandsbraut. Nokkur hundruð koma daglega. Þá hafa ónæmisbældir verið boðaðir í örvunarskammt. 
Bóluefni gegn hverju afbrigði væntanleg fljótlega
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, segir í raun ótrúlegt að bóluefni virki gegn Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Hann kveðst vonast til að bóluefni gegn hverju afbrigði veirunnar verði aðgengilegt innan skamms.
Íbúar hjúkrunarheimila taka þriðju sprautunni vel
Byrjað er að gefa þriðju sprautu bóluefnis á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarfræðingur vonast til að nú verði ólíklegra að veiran nái að dreifa sér meðal íbúa heimillanna. Íbúar hjúkrunarheimila taka því vel að fá þriðju sprautuna af bóluefni, segir hjúkrunarfræðingur Grundarheimilanna.
Þjóðverjar ætla að bjóða upp á örvunarskammt bóluefna
Þjóðverjar hyggjast bjóða eldra fólki og fólki í áhættuhópum svokallaðan örvunarskammt af bóluefnum gegn COVID-19. Eins er ætlunin að gefa börnum á aldrinum 12 til 17 ára kost á bólusetningu.
Telur unnt að komast hjá hörðum samkomutakmörkunum
Ekki er búist við að grípa þurfi til harðra samkomutakmarkana í Bandaríkjunum þrátt fyrir talsverða fjölgun kórónuveirusmita af Delta-afbrigðinu.