Færslur: örvunarskammtur

Nancy Pelosi smituð af COVID-19
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greinst með COVID-19. Hún bætist þar með í stóran hóp valdamikils fólks í Washington-borg sem sýkst hefur af kórónuveirunni undanfarið.
Örvunarskammtur gegn omíkron í þróun
Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna greindi í dag frá því að meðferðartilraunir væru hafnar á bóluefni sem ætlað er að glíma við omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Efnið yrði gefið sem örvunarskammtur.
Vonast til að Englendingar standist áhlaup omíkron
Boris Johnson forsætisráðherra kveðst vonast til þess að Englendingar standist áhlaup yfirstandandi kórónuveirubylgju án þess að grípa þurfi til frekari takmarkana á athafnafrelsi fólks. Heilbrigðiskerfisins bíði þó ströng glíma við omíkron-afbrigðið og afleiðingar þess.
Bráðabirgðarými reist við ensk sjúkrahús
Hafin er bygging bráðabirgðasjúkrahússrýma á Englandi svo bregðast megi við gríðarlegri fjölgun kórónuveirusmita í landinu af völdum omíkrón-afbrigðisins. Forsætisráðherra brýnir landa sína til að þiggja örvunarbólusetningu.
Fauci varar við nöprum Omíkron-vetri
Anthony Fauci, sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar varar við því að framundan geti verið erfiðar vikur og mánuðir vegna útbreiðslu Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar um heimsbyggðina.
Örvunarskammtur veitir minnst 80% vörn gegn Omíkron
Breskir vísindamenn telja að örvunarskammtur bóluefnis geti veitt um 80 til 85% vörn gegn því að veikjast alvarlega af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Það er minni vörn en gegn fyrir afbrigðum veirunnar en gæti þó komið í veg fyrir að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús.
Heimilislæknar bólusetja börn í Færeyjum
Færeyskum börnum á aldrinum fimm til ellefu ára býðst nú bólusetning gegn COVID-19. Til að byrja með annast heimilislæknar bólusetninguna.
Yfir 800 þúsund Bandaríkjamenn látnir af völdum COVID
Yfir 800 þúsund Bandaríkjamenn hafa fallið í valinn af völdum kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í samantekt Johns Hopkins háskólans en hvergi hefur faraldurinn komið harðar niður.
Hvetur fertuga og eldri til örvunarbólusetningar
Landlæknir Grænlands hvetur alla fertuga og eldri til að þiggja örvunarskammt enda sé hætta á talsverðum veikindum þess aldurshóps af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Bólusetningar barna hefjast innan skamms.
Vel gengur að bólusetja á landsbyggðinni
Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru komnar mislangt með að bólusetja með örvunarskammti. Á Austurlandi hafa hlutfallslega flestir fengið örvunarskammt en fæstir á Suðurnesjum.
Hertar reglur fyrir ferðalanga sem ætla til Bretlands
Fólki sem hyggur á ferðalög til Bretlands verður skylt að taka kórónuveirupróf áður en lagt er í hann. Þetta segir ríkisstjórnin vera gert til að draga úr hættu á útbreiðslu faraldursins.
Æ fleiri óbólusettir Oslóbúar þiggja fyrstu sprautu
Sífellt fleiri óbólusettir íbúar Osló höfuðborgar Noregs sækjast eftir bólusetningu. Undanfarnar þrjár til fjórar vikur hefur þeim sem þiggja fyrstu bólusetningu gegn COVID-19 fjölgað úr um 200 á viku upp í eitt þúsund. Eins hefur þeim fjölgað sem fengið hafa örvunarskammt.
Hvetur til örvunarbólusetningar fyrir jól
Íbúar á Bretlandseyjum ættu að þiggja örvunarskammt af bóluefni gegn COVID-19 svo komist verið hjá samkomutakmörkunum yfir jólin. Þetta segir Sajid Javid heilbrigðisráðherra og áréttar að allir ættu að taka þátt í því þjóðarátaki.
Undirbúningur hafinn að þriðju sprautu á Grænlandi
Henrik L. Hansen, landlæknir á Grænlandi segir að öllum landsmönnum standi til boða að fá örvunarskammt eða þriðju sprautu bóluefnis gegn COVID-19 á næsta ári.
Mæla með örvunarskammti fyrir ákveðna hópa
Nefnd bandarískra heilbrigðissérfræðinga mælir einróma með notkun örvunarskammta bóluefnis Pfizer fyrir 65 ára og eldri og fyrir fólk sem er í hættu á að veikjast alvarlega af COVID-19. Eins á það við um heilbrigðisstarfsfólk.
Myndskeið
Nýyrði sóttvarnalæknis valda sum undrun og óróleika
Starf sóttvarnalæknis felst ekki bara í að reyna að hemja illvíga kórónuveiru. Hann þarf líka að búa til ný orð um ýmislegt sem tengist sóttinni. Hann hefur nýlega búið til orðið viðbótarskammtur sem má þó ekki rugla saman við örvunarskammtinn. Sóttvarnalæknir segir viðbótarskammtinn hafa valdið bæði óróleika og undrun hjá mörgum.
12.09.2021 - 19:21
Stökkbreytt afbrigði draga úr vonum um hjarðónæmi
Umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu er efins um að viðnám bóluefna dugi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný stökkbreyttt afbrigði veirunnar draga úr vonum um að hjarðónæmi náist.
Opið hús til klukkan sjö í bólusetningu
Opið verður í bólusetningu fyrir alla óbólusetta til klukkan sjö í kvöld á Suðurlandsbraut. Nokkur hundruð koma daglega. Þá hafa ónæmisbældir verið boðaðir í örvunarskammt. 
Bóluefni gegn hverju afbrigði væntanleg fljótlega
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, segir í raun ótrúlegt að bóluefni virki gegn Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Hann kveðst vonast til að bóluefni gegn hverju afbrigði veirunnar verði aðgengilegt innan skamms.
Íbúar hjúkrunarheimila taka þriðju sprautunni vel
Byrjað er að gefa þriðju sprautu bóluefnis á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarfræðingur vonast til að nú verði ólíklegra að veiran nái að dreifa sér meðal íbúa heimillanna. Íbúar hjúkrunarheimila taka því vel að fá þriðju sprautuna af bóluefni, segir hjúkrunarfræðingur Grundarheimilanna.
Þjóðverjar ætla að bjóða upp á örvunarskammt bóluefna
Þjóðverjar hyggjast bjóða eldra fólki og fólki í áhættuhópum svokallaðan örvunarskammt af bóluefnum gegn COVID-19. Eins er ætlunin að gefa börnum á aldrinum 12 til 17 ára kost á bólusetningu.
Telur unnt að komast hjá hörðum samkomutakmörkunum
Ekki er búist við að grípa þurfi til harðra samkomutakmarkana í Bandaríkjunum þrátt fyrir talsverða fjölgun kórónuveirusmita af Delta-afbrigðinu.