Færslur: orkudrykkir

Vilja banna sölu á orkudrykkjum til ungmenna
Matvælastofnun ætlar að leggja það til við stjórnvöld að sala á orkudrykkjum til barna yngri en 16 ára verði bönnuð. Neysla íslenskra ungmenna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín er með því mesta sem þekkist í Evrópu, samkvæmt nýrri rannsókn.
07.10.2020 - 09:59
Neysla koffíndrykkja hefur aukist mikið
Neysla koffíndrykkja hefur aukist mikið síðustu tuttugu ár og það er áhyggjuefni. Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við West Virginia-háskóla í Bandaríkjunum, greindi frá þessu í fyrirlestri á vegum Háskólans í Reykjavík í dag sem bar yfirskriftina: Koffínneysla ungmenna.
Búið að endurmarkaðssetja orkudrykki
„Orkudrykkir eru eitur en ég slysast samt til að drekka þá stundum,“ segir Páll Edwald, laganemi. Hann, Katla Njálsdóttir og Styr Orrason settust í gula sófann og ræddu orkudrykki, skaðsemi og vinsældir þeirra meðal ungs fólks
25.10.2019 - 17:00
Fréttaskýring
Sér lítinn mun á orkudrykkjum og Diet Coke
„Innihaldslýsing margra orkudrykkja sem markaðsettir eru sem heilsuvara er oft ekki ósvipuð innihaldslýsingu Diet Coke.“ Þetta segir íþróttanæringafræðingur. Ákveðnir hópar íþróttamanna geti þó haft gagn af koffíni. Forstöðumaður rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala segir að amínósýrur hafi líklega lítil sem engin áhrif í því magni sem þær eru í drykkjunum.
Viðtal
„Sterku drykkirnir eru ekki jafn vinsælir“
Orkudrykkir renna í stríðum straumum ofan í ungt fólk og fyrir marga koma þeir í stað kaffis. Margar milljónir dósa seljast hér á landi árlega og hugsanlegt að höfðatölumet hafi verið slegin. Spegillinn fór í Bónus í Skeifunni og kíkti þar í orkudrykkjakælinn með Magnúsi Gunnarssyni, verslunarstjóra. Hann segir algera sprengingu hafa orðið í orkudrykkjaneyslu á síðastliðnum tveimur árum og viðurkennir að sjálfur drekki hann sennilega aðeins of mikið af þeim. Hlusta má á viðtalið í spilaranum.
07.06.2019 - 16:06
Viðtal
Meira koffín í sterkustu drykkjunum en áður
Mun sterkari orkudrykkir eru seldir hér á landi nú en fyrir tíu árum. Bresk yfirvöld íhuga að banna að selja börnum orkudrykki, sem innihalda mikið koffín. Vinnuhópur á vegum embættis Landlæknis skoðar þessi mál hér á landi.
05.09.2018 - 17:59