Færslur: Ónæmisfræði

Þurfum fleiri sprautur til að verjast nýjum afbrigðum
Prófessor í ónæmisfræðum segir ekki ólíklegt að sprauta þurfi fólk oftar en tvisvar til að verja það fyrir nýjum veiruafbrigðum. Nýr samningur Evrópusambandsins um kaup á 1,8 milljörðum skammta frá Pfizer hefur það einmitt að markmiði að tryggja Evrópubúum slíka viðbótarskammta næstu þrjú árin. Af þeim fær Ísland 1,4 milljónir skammta. Þeir eiga að koma til landsins á næsta ári og því þarnæsta.
09.05.2021 - 18:18
Mannlegi þátturinn
Rannsaka áhrif COVID-19 á ónæmiskerfið
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, lýsir framförum í meðferð við sjálfsofnæmissjúkdómum sem kraftaverki. Hér áður fyrr hafi fólk dáið úr sumum þessara sjúkdóma en það gerist varla í dag. Nú er að fara af stað rannsókn á áhrifum COVID-19 á ónæmiskerfið en vitað er að pestir og önnur áföll geta valdið sjálfsofnæmissjúkdómum.
21.10.2020 - 11:00
Danir óttast að faraldurinn gæti farið úr böndum
Ef útbreiðsla kórónuveirusmita í Danmörku heldur áfram að þróast með líkum hætti og undanfarna daga gæti verið hætta á að faraldurinn fari úr böndunum.
04.08.2020 - 04:25
Spegillinn
Ekki útilokað að sprittið raski flórunni í smáþörmunum
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, útilokar ekki að gríðarleg notkun sótthreinsispritts geti valdið varanlegum skaða á ónæmiskerfinu. Handþvottur sé besta vörnin gegn smitsjúkdómum en margir hafi hallað sér full mikið að sprittinu í heimsfaraldrinum. Veirur kunna að verða ónæmar fyrir spritti, en þegar er farið að bera á ónæmi gagnvart öðrum sótthreinsiefnum. 
03.06.2020 - 16:05