Færslur: Ólympíuleikar 2020

Ólympíumeistarinn ætlar ekki að keppa fyrr en 2022
Nýkrýndi ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi karla, Ítalinn Lamont Marcell Jacobs, ætlar ekki að mæta á keppnisbrautina aftur fyrr en á næsta ári.
13.08.2021 - 09:11
Myndband: Vegferð íslensku keppendanna í Tókýó
Ólympíuleikunum í Tókýó lauk á sunnudag og af því tilefni var ferðalag íslensku keppendanna á leikunum rakið í Ólympíukvöldi á RÚV.
08.08.2021 - 20:10
Flest gullverðlaun til Bandaríkjanna
Bandaríkjamenn fara heim með flest gullverðlaun af Ólympíuleikunum í Tókýó, alls 39 talsins. 38 gull fóru til Kínverja og heimafólk í Japan getur vel við unað með 27 gullverðlaun alls á leikunum.
08.08.2021 - 09:58
Frakkar Ólympíumeistarar í fyrsta sinn
Kvennalið Frakklands varð í morgun Ólympíumeistari í handbolta í fyrsta sinn. Liðið lagði lið rússnesku Ólympíunefndarinnar örugglega í úrslitaleiknum, 30-25.
Öruggur bandarískur sigur í blakinu
Bandaríkin eru Ólympíumeistarar kvenna í blaki. Bandaríska liðið fór létt með Brasilíu í úrslitaleik í morgun.
Viðtal
„Ég ætla að fara að veiða!“
Þórir Hergeirsson hlakkar til að koma til Íslands að loknum Ólympíuleikum og fara að veiða. Hann er stoltur af liði sínu að rísa upp eftir tap í undanúrslitum handboltakeppninnar í Tókýó og taka bronsið í dag.
Bandarískt gull í körfu - fimmta gull Bird
Bandaríkin unnu Japan með 90 stigum gegn 75 í úrslitaleik kvenna í körfubolta í Tókýó í nótt. Þetta var sjöundi sigur bandaríska liðsins á Ólympíuleikum í röð og fimmta gullið sem Sue Bird vinnur með liðinu og hefur enginn önnur leikið það eftir.
Risasigur færði Noregi bronsið
Þórir Hergeirsson og norska kvennaliðið í handbolta tryggðu sér bronsverðlaunin í nótt. Þær mættu Svíþjóð í bronsleiknum og unnu risasigur, 36-19. Þetta er í þriðja sinn sem Noregur fær brons í handbolta kvenna.
Kipchoge vann maraþon karla
Keníamaðurinn Eliud Kipchoge kom fyrstur í mark í maraþonhlaupi karla. Hann er heimsmethafi og Ólympíumeistari frá 2012.
epaselect epa09364869 A view of the Olympic Flame on the Yume no Ohashi bridge during the Tokyo Olympic Games, in Tokyo, Japan, 25 July 2021.  EPA-EFE/FAZRY ISMAIL
Í BEINNI
Lokahátíð Ólympíuleikanna í Tókýó
Ólympíuleikunum í Tókýó verður formlega slitið á lokahátíð leikanna kl. 11:00 nú þegar allri keppni leikanna er lokið. Að baki er 17 daga íþróttaveisla þar sem flest besta íþróttafólk heims kom saman.
Brasilía varði titilinn í fótbolta karla
Brasilía lagði Spán að velli í úrslitaleik karla í fótbolta í dag með tveimur mörkum gegn einu. Brasilía varði því titil sinn frá því á heimavelli í Ríó 2016.
Frakkar Ólympíumeistarar karla í handbolta
Frakkar tryggðu sér Ólympíumeistaratitil karla í handbolta með sigri á Dönum, fráfarandi meisturum í dag, 25-23. Frakkar eru fyrstir til að verða Ólympíumeistarar karla í þrígang.
Þjálfara vikið burt af ÓL eftir ofbeldi gegn hesti
Þýskum þjálfara í nútímafimmtarþraut á Ólympíuleikunum hefur verið rekinn úr Ólympíuþorpinu eftir að hafa lamið hest Anniku Schleu, Saint Boy.
07.08.2021 - 13:56
Gaf allt sem hún átti og vann þriðju verðlaunin
Hin hollenska Sifan Hassan bar sigur úr býtum í 10.000 metra hlaupi kvenna eftir að hafa gefið allt sem hún átti í endasprettinn enda örmagnaðist hún nánast við endamarkið. Hún vann líka 5.000 metra hlaupið og brons í 1.500 metra hlaupi. Það hefur engum tekist áður og hún á flest verðlaun einstaklinga í frjálsum íþróttum í Tókýó.
07.08.2021 - 13:20
Yngsti Ingebrigtsen með Evrópu- og Ólympíumet
Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen vann í dag gull i 1.500 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann háði harða baráttu við heimsmeistarann Timothy Cheruiyot frá Kenía.
07.08.2021 - 13:07
Viðtal
Gunnhildur Yrsa fagnar Ólympíugulli með Erin
Kanada varð í gær Ólympíumeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Í hópnum er markmaðurinn Erin McLeod sem má með sanni kalla tengdadóttur Íslands því landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er hennar maki.
07.08.2021 - 09:39
Háspenna í maraþoni kvenna
Mikil spenna var á endaspretti maraþonhlaups kvenna á Ólympíuleikunum í nótt. Eftir rúmlega 42 kílómetra skildu aðeins 26 sekúndur fyrsta og þriðja sætið að.
Ólympíukvöld
„Boðhlaup snýst um að halda keflinu á hámarkshraða“
Boðhlaup eru ávallt stór hluti af frjálsíþróttakeppnum og þá sérstaklega á Ólympíuleikum. Keppt var í 4x100 metra boðhlaupi í Tókýó í dag og Ari Bragi Kárason, íslandsmethafi í 100 metra hlaupi karla, ræðir vísindin á bak við boðhlaup í Ólympíukvöldi í kvöld.
06.08.2021 - 19:25
Úrslitin ráðin á fjórtánda degi Ólympíuleikanna
Fjórtánda keppnisdegi Ólympíuleikanna í Tókýó er lokið og að venju er rjóminn af því besta sýndur beint á sjónvarpsrásum RÚV. Úrslitin réðust í fótbolta kvenna, Þórir Hergeirsson og norska landsliðið í handbolta spiluðu í undanúrslitum og boðhlaupin voru áberandi í frjálsíþróttunum.
Kanada Ólympíumeistari kvenna í fótbolta
Kanada tryggði sér í dag Ólympíugull í fótbolta kvenna í fyrsta sinn með sigri á Svíþjóð í leik sem fór bæði í framlengingu og vítaspyrnukeppni.
06.08.2021 - 15:18
Heimakonur mæta Bandaríkjunum
Japanska kvennalandsliðið í körfubolta vann Frakkland í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó 87-71 og mætir Bandaríkjunum í úrslitum.
06.08.2021 - 14:50
Viðtal
„Við klúðruðum þessu sjálf, það er öðruvísi sárt“
Þórir Hergeirsson er að vonum sár eftir tap með norska kvennalandsliðið í handbolta í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Lið rússnesku Ólympíunefndarinnar fer í úrslit á kostnað Noregs eins og Rússland gerði í Ríó fyrir fimm árum.
06.08.2021 - 14:18
Bandaríkin flugu í úrslit
Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sig í nótt í úrslit á Ólympíuleikunum í Tókýó. Liðið vann öruggan tuttugu stiga sigur á ríjandi Evrópumeisturum Serba í undanúrslitum, 79-59.
06.08.2021 - 09:00
Hvítrússneskir þjálfarar reknir frá ólympíuþorpinu
Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið sviptir ólympíupassa sínum og þurftu því að yfirgefa ólympíuþorpið í Tókíó. Ástæðan er meint tilraun þeirra til að þvinga hvítrússnesku hlaupakonuna Krystinu Tsimanoskaju til að snúa aftur til Hvíta Rússlands áður en hún hafði lokið keppni á Ólympíuleikunum, vegna þess að hún gagnrýndi frammistöðu þeirra opinberlega.
06.08.2021 - 03:42
Nageotte hirti gullið í stangastökki kvenna
Það var spennandi keppnin í stangastökki kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Katie Nageotte frá Bandaríkjunum vann að lokum gull.