Færslur: Ólympíuleikar 2020

Viðtal
„Á góðum degi er ég að fara í úrslit“
Guðni Valur Guðnason segist hrikalega vel stemmdur fyrir því að stíga á svið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Guðni kastar í undanúrslitum kringlukastsins í nótt og segir að á góðum degi muni hann ná í úrslit.
29.07.2021 - 12:30
„Gaman að fá að synda aftur og bæta mig“
Snæfríður Sól Jórunnardóttir lauk keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun þegar hún setti persónulegt met í 100 metra skriðsundi. Hún segir það hafa verið gaman að fá að synda aftur og bæta sig.
28.07.2021 - 13:03
Miedema sló met - átta mörk í tveimur leikjum
Vivianne Miedema, landsliðskona Hollands í fótbolta og leikmaður Arsenal, er búin að slá met á Ólympíuleikunum. Hún hefur skorað 8 mörk á 177 mínútum á leikunum.
27.07.2021 - 15:42
Viðtal
Anton Sveinn: „Gífurleg vonbrigði og mjög sárt“
Anton Sveinn McKee var töluvert frá sínu besta í undanrásum í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Hann komst ekki áfram og er því úr leik á leikunum.
27.07.2021 - 12:32
Söguleg gullverðlaun Floru Duffy frá Bermúda
Þríþrautarkonan Flora Duffy frá Bermúda varð Ólympíumeistari í þríþraut kvenna í kvöld. Ekki nóg með að hafa náð í sín fyrstu Ólympíuverðlaun heldur voru gullverðlaun Duffy fyrstu gullverðlaun Bermúda í sögu Ólympíuleikanna.
27.07.2021 - 00:41
Viðtal
„Skrítin tilfinning“ að synda á ÓL í fyrsta sinn
Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti Íslandsmetið í 200 metra skriðsundi í frumraun sinni á Ólympíuleikunum í morgun. Hún segist ánægð með bætinguna og vonast til að mæta afslappaðri í 100 metra skriðsundið á miðvikudag.
26.07.2021 - 13:34
Snæfríður Sól bætti Íslandsmetið
Snæfríður Sól Jórunnardóttir þreytti frumraun sína á Ólympíuleikum rétt í þessu þegar hún keppti í undanrásum 200 metra skriðsundsins. Snæfríður bætti Íslandsmet sitt í greininni um 30/100.
26.07.2021 - 10:16
Blummenfelt gaf allt sem hann átti og uppskar sigur
Norðmaðurinn Kristian Blummenfelt stóð uppi sem sigurvegari í þríþraut karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í kvöld. Eftir jafna og spennandi keppni framan af gaf Blummenfelt allt sem hann átti og stakk keppinautana af á síðasta kílómetranum.
25.07.2021 - 23:58
Fyrsti tapleikur Bandaríkjanna síðan 2004
Óvænt úrslit urðu í viðureign Frakklands og Bandaríkjanna í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Eftir að hafa leitt mest allan leikinn misstu Bandaríkjamenn dampinn undir lok leiksins og töpuðu nokkuð óvænt fyrir sterku frönsku liði. Þetta er fyrsta tap Bandaríkjamanna í riðlakeppni síðan á Ólympíuleikunum árið 2004 í Aþenu.
Myndskeið
Dagur: „Rosalega erfið fæðing“
Japan fékk skell í fyrsta leik sínum í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Eftir slæma byrjun náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar aðeins að sýna mátt sinn og megin en það dugði þó skammt og niðurstaðan 47-30. Dagur segir sína menn ekki vana því spila vel á heimavelli.
24.07.2021 - 17:11
Housszu rétt skreið inn í úrslit í 400 metra fjórsundi
Keppni í sundi hófst á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Litlu mátti muna að hin ungverska Katinka Housszu kæmist áfram í úrslit í 400 metra fjórsundi. Ljóst er að sundmenn USA eru ekki eins hraðir í lauginni eins og mátti búast við, stærstu stjörnur landsins eiga eftir að hefja keppni en ljóst að miklar væntingar eru á keppendum liðsins eins og ávallt á Ólympíuleikum.
24.07.2021 - 13:26
Osaka: „Stærsta afrekið á íþróttaferlinum“
Það var tennisstjarnan Naomi Osaka sem tendraði Ólympíueldinn í Tókýó í dag þegar leikarnir árið 2020 voru settir, ári síðar en þeir áttu upphaflega að hefjast. Osaka sem hefur unnið marga frækna sigra á tennisvellinum segir í færslu á Twitter eftir setningarhátíðina að þetta sé stærsta afrekið á hennar ferli.
23.07.2021 - 18:53
Dagskrá íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum
Ísland á fjóra fulltrúa á Ólympíuleikunum í Tókýó, sundfólkið Anton Svein McKee og Snæfríði Sól Jórunnardóttur, skotmanninn Ásgeir Sigurgeirsson og kringlukastarann Guðna Val Guðnason. Dagskrá íslensku keppendanna má sjá hér fyrir neðan.
23.07.2021 - 15:11
Þessum ættir þú að fylgjast með á Ólympíuleikunum
Ólympíuleikarnir í Tókýó verða formlega settir í dag. Keppni í hinum ýmsu greinum hefst svo strax á morgun, laugardag, og hér fyrir neðan höfum við tekið saman nokkra keppendur sem vert er að fylgjast sérstaklega með á leikunum í ár.
23.07.2021 - 12:50
Íþróttavarp RÚV
Slefpróf á fjögurra daga fresti fyrir fjölmiðlafólk
Fjölmiðlafólk á Ólympíuleikunum í Tókýó þarf að taka Covid-próf á fjögurra daga fresti. Prófin eru þó ekki eins og við Íslendingar erum vön þar sem sýni eru tekin úr nefi eða hálsi heldur eru prófin í Tókýó slefpróf.
Viðtal
Segist skynja vaxandi spennustig í Ólympíuþorpinu
Ásgeir Sigurgeirsson, skotmaður, verður fyrstur af íslensku keppendunum til að stíga á svið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Keppni í hans grein, 10 metra loftskammbyssu, fer fram á laugardag og hann segist skynja vaxandi spennustig í Ólympíuþorpinu.
22.07.2021 - 17:30
Myndskeið
Skoraði þrennu á innan við hálftíma - Sjáðu mörkin
Stórkostlegur fyrri hálfleikur Brasilíumanna dugði til sigurs gegn Þýskalandi þegar keppni í knattspyrnu karla hófst á Ólympíuleikunum í Tókýó. Richarlison var í miklum ham í liði Brasilíu.
22.07.2021 - 11:07
Snæfríður og Anton fánaberar á setningarhátíðinni
ÍSÍ tilkynnti í morgun fánabera Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó. Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee verða fánaberar Íslands á setningarhátíðinni sem fram fer á morgun, föstudaginn 23. júlí. Setningarhátíðin hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og mun RÚV sýna beint frá hátíðinni.
Stjórnandi opnunarhátíðar ÓL rekinn degi fyrir leikana
Yfirstjórnandi setningarhátíðar Ólympíuleikanna í Tókíó, Kentaro Kobayashi, var rekinn í morgun, daginn áður en leikarnir eiga að hefjast. Ástæðan er myndskeið frá árinu 1998 sem nýlega skaut upp kollinum á netinu, þar sem Kobayashi hefur helförina í flimtingum.
22.07.2021 - 06:35
Tveir dagar í Ólympíuleikana - Verðlaunaflóð Phelps
Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó á föstudag. Í aðdraganda leikanna rifjum við upp nokkur eftirminnileg augnablik í sögu leikanna. Í dag rifjum við upp verðlaunaflóð sundkappans Michael Phelps.
21.07.2021 - 16:39
Myndband
Sjáðu mörkin úr leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar á ÓL
Keppni í knattspyrnu er hafin á Ólympíuleikunum í Tókýó þó svo að leikarnir verði ekki formlega settir fyrr en á föstudag. Ríkjandi heimsmeistarar Bandaríkjanna fengu skell gegn Svíum í fyrsta leik mótsins, 3-0.
21.07.2021 - 12:48
Þórir: „Eyðum ekki einni hugsun í þetta“
Handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson er sem stendur á fullu í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana ásamt norska kvennalandsliðinu í handbolta. Í samtali við Verdens Gang segir Þórir að liðið geti ekki verið að eyða tíma sínum í að hugsa um eitthvað sem gæti orðið, og á þá við möguleikann á því að Ólympíuleikunum gæti verið aflýst.
Útilokar ekki að Ólympíuleikunum verði aflýst
Þegar einungis þrír dagar eru í setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó, sem upphaflega áttu að fara fram síðasta sumar, koma fréttir frá skipulagsnefnd leikanna um að ekki sé ennþá útilokað að leikunum verði aflýst. Mörg kórónuveirusmit hafa greinst í tengslum við leikana undanfarið.
Stórfyrirtæki hættir við að auglýsa á Ólympíuleikunum
Þegar einungis fjórir dagar eru í setningarathöfn Ólympíuleikanna í Tókýó ákváðu stjórnendur japanska bílarisans Toyota í dag að auglýsa ekki vöruna sína í sjónvarpi í tengslum við leikana. Þetta gerir fyrirtækið vegna þess að ekki ríkir samstaða innan japönsku þjóðarinnar um leikana.
Mikil spenna fyrir 100 metrunum í Tókíó
Það styttist óðfluga í að Ólympíuleikarnir í Tókíó verði settir en nú er aðeins ein vika í herlegheitin. Margir bíða spenntir eftir úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna en óvenju margir hlauparar geta barist um Ólympíugullið.
15.07.2021 - 09:46