Færslur: Ólöglegt húsnæði

Telja að um 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði
Um fjögur þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kom í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, á Alþingi í dag, við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen, þingflokksformanns Vinstri grænna.
Geta ekki brugðist við ólöglegri útleigu
Heilbrigðiseftirlitið getur ekki knúið þá sem leigja út ólöglegt húsnæði til þess að tryggja íbúum lágmarkshreinlætisaðstöðu. Það þýðir ekki að kæra eigendur því regluverkið er ófullnægjandi og engin viðurlög við brotum. Þetta segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis. Stofnunin fór þess á leit við stjórnvöld árið 2013 að úr þessu yrði bætt en ekkert breyttist.